Þór Akureyri

Fréttamynd

Þriðja tap Íslandsmeistaranna í röð

Íslandsmeistarar Vals máttu þola sex stiga tap er liðið heimsótti Þór Akureyri í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Lokatölur 77-71, og meistararnir hafa nú tapað þremur leikjum í röð.

Körfubolti
Fréttamynd

Valur vann í Eyjum og ÍR vann á Akur­eyri

Tveir af þremur leikjum kvöldsins í Olís deild kvenna í handbolta er nú lokið. ÍR vann frábæran þriggja marka sigur á KA/Þór á Akureyri á meðan Íslandsmeistarar Vals unnu þægilegan átta marka sigur í Vestmannaeyjum.

Handbolti
Fréttamynd

Sigurður Höskuldsson tekur við Þór

Knattspyrnuþjálfarinn Sigurður Höskuldsson hefur verið ráðinn þjálfari Lengjudeildarliðs Þórs frá Akureyri. Félagið greinir frá tíðindunum á heimasíðu sinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Umfjöllun: FH - Þór/KA 0-0 | Fjör en engin mörk í Krikanum

FH og Þór/KA gerðu markalaust jafntefli í lokaumferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í dag. Tækifærin til að skora voru svo sannarlega til staðar og Akureyringar fengu fleiri og betri færi í leiknum. En þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma var Snædís María Jörundsdóttir hársbreidd frá því að tryggja FH-ingum stigin þrjú þegar hún skaut í stöng.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Gott gengi Hauka heldur á­fram

Haukar hafa unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum sínum í Olís-deild kvenna í handbolta. Liðið vann góðan sex marka sigur á KA/Þór í kvöld, lokatölur 26-20.

Handbolti
Fréttamynd

Sjáðu sigur­mark Þór/KA í upp­bóta­tíma sem tryggði Val titilinn

Þór/KA vann í gær 3-2 dramatískan sigur á lán­lausu liði Breiða­bliks, sem sýndi þó karakter í leiknum, í úr­­slita­­keppni efri hluta Bestu deildar kvenna í fót­­bolta. Sigur­­mark Þór/KA kom í upp­­bóta­­tíma seinni hálf­­­leiks en úr­­slit leiksins sáu til þess að Valur hefur tryggt sér Ís­lands­­meistara­­titilinn, þriðja tíma­bilið í röð.

Íslenski boltinn