Fjármál

Fréttamynd

Námsmannatrygging

Tryggingamiðstöðin býður nú fyrst íslenskra tryggingafélaga upp á sérstaka námsmannatryggingu sem felur meðal annars í sér forfallatryggingu fyrir skólagjöldum.

Menning
Fréttamynd

Sumarhýran dugir til vors

"Ég næ oftast að safna mér góðum pening á sumrin og yfirleitt á ég afgang á vorin. Þó er ég dugleg að kaupa mér föt, fara í bíó og gera það sem mig langar til. Ég hef bara haft það góð laun á sumrin og síðan fæ ég dreifbýlisstyrk tvisvar á ári," segir Kristín Lilja Friðriksdóttir, 19 ára nemi við Kvennaskólann í Reykjavík.

Menning
Fréttamynd

Tjaldað til einnar nætur

Þeir sem ætla að "tjalda til einnar nætur" eða öllu heldur helgar, kjósa sumir að leigja sér tjald eða tjaldvagn í stað þess að fjárfesta í slíkum búnaði til frambúðar.

Menning
Fréttamynd

Eyðsluflipp hjá Sævari Karli

"Eftir að ég eignaðist barnið mitt fór ég í Sævar Karl, þakka þér kærlega fyrir, og keypti mér kjól, jakka, buxur, peysu og pils og allt á raðgreiðslum. Ég held ég hafi snappað eftir fæðinguna eða eitthvað, ég var svo mikil pæja og hetja og þurfti svo mikil verðlaun," segir Bryndís Ásmundsdóttir, söngkona og stuðbolti með Búðarbandinu, aðspurð um verstu kaup sem hún hefur gert.

Menning
Fréttamynd

Verð á hráolíu hækkar

Verð á hráolíu hefur hækkað aftur á síðustu vikum eftir að það lækkaði úr hámarkinu sem verðið náði áður í sumar.

Menning
Fréttamynd

Hagnaður Nýherja

Hagnaður Nýherja nam einni milljón króna eftir skatta á öðrum ársfjórðungi samanborið við 28,5 milljón króna hagnað á sama fjórðungi á síðasta ári.

Menning
Fréttamynd

Hagvöxtur í Bretlandi eykst

Hagvöxtur í Bretlandi jókst um tæplega eitt prósent á öðrum ársfjórðungi. Þessi hækkun felur í sér 3,7 prósent hagvöxt ef miðað er við sama tíma á síðasta ári.

Menning
Fréttamynd

Sparnaður að kynna sér bensínverð

Bensínkostnaður er umtalsverður útgjaldaliður á ferðalögum innanlands og full ástæða til að huga að bensínverði áður en lagt er af stað. Fréttablaðið gerði óvísindalega könnun á verði bensínlítrans og komst að því að bensínverð getur verið á bilinu frá 99,9 krónum upp í 111,50 krónur lítrinn. Þá er miðað við 95 oktan bensín.

Menning
Fréttamynd

Borgar sig að borga strax

Jafn freistandi og það getur verið að leggja ólöglega þegar tíminn er naumur, eða nenna ekki að hlaupa spölinn í sjálfsalann til að ná sér í miða, er eitthvað sem fólk ætti að forðast í lengstu lög. Stöðumælaverðir eru ákaflega vel vakandi stétt og allar líkur á að fólk komi að bílnum sínum með 1.500 króna sekt.

Menning
Fréttamynd

Teiknimyndasófasett bestu kaupin

"Bestu kaupin eru pottþétt sófasett sem ég keypti í Húsgagnalagernum fyrir margt löngu," segir Berglind Björk Jónasdóttir, Borgardóttir með meiru. "Þetta er svona gamaldags, amerískt með svuntu, ekta teiknimyndasófasett," segir hún og skellihlær.

Menning
Fréttamynd

Hægt að sýkjast af golfi

Golfíþróttin varð til hjá Skotum á miðöldum og átti íþróttin miklum vinsældum að fagna og í raun voru vinsældirnar svo miklar að um miðja 15. öld þegar Skotland undibjó sig fyrir stríð við England var ákveðið að banna íþróttina ásamt fótbolta því áhugi á henni dró úr ástundum þeirra sem áttu að vera við heræfingar.

Menning
Fréttamynd

Liggur í loftinu í fjármálum

Verðbólga er minni í júlí sé miðað við júnímánuð. Þannig var verðbólga 3,6% í júlí en hún var 3,9% í júní og vantaði einungis 0,1% til að rjúfa efri þolmörk peningastefnunnar

Menning
Fréttamynd

Passar að allir séu glaðir

Gróðrastöðin Lambhagi við Vesturlandsveg fagnar 25 ára afmæli sínu um þessar mundir en þar var fyrsta vistvæna grænmetisræktunin á Íslandi. Hafberg Þórisson, stofnandi og eigandi Lambhaga segir að fyrstu árin hafi verið erfið og einkum vegna þess að vistvæn ræktun er miklu dýrari en venjuleg ræktun.

Menning
Fréttamynd

Gott að geta séð fyrir sér

Lára Björk Bragadóttir er 16 ára og vinnur sem gæslumaður við smíðavöll á Seltjarnarnesi í sumar. Þetta er þriðja sumarið sem hún vinnur fyrir sér og síðastliðinn vetur byrjaði hún einnig að vinna með námi við afgreiðslustörf í Hagkaupum.

Menning
Fréttamynd

Hvað eiga gjafir að kosta ?

Þegar gefa á gjafir við hátíðleg tækifæri eins og fermingar, brúðkaup og stórafmæli slær fólk gjarna saman í gjöfina. Það er þá hvort tveggja gert til að spara peninga og jafnframt til að geta gefið eigulegri hluti. En hvað er eðlilegt að hver leggi í púkkið ?

Menning
Fréttamynd

Mikilvægt að setja markmið

Sæll Ingólfur Hrafnkell !Mig langar að vita hvað þú ráðleggur varðandi sparnað fyrir ungt fólk sem ekki er búið að kaupa eigið húsnæði og er í háskóla? Einnig langar mig að vita hvaða álit þú hefur á söfnunarlíftryggingum fyrir ungt fólk?

Menning
Fréttamynd

Álagningaseðlar aðgengilegir

Álagningarseðlar þeirra sem töldu fram á netinu verða aðgengilegir á þjónustusíðunni rsk.is með kennitölu og veflykli og verður vefurinn opnaður þann 28. júlí.

Menning
Fréttamynd

Latóhagkerfið opnað

Latóhagkerfið var formlega opnað í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum rétt fyrir síðustu helgi.

Menning
Fréttamynd

Auðvelt að spara

Ingólfur Hrafnkell Ingólfsson félagsfræðingur og leiðbeinandi á námskeiðum fjármála, skrifar hugleiðingar um sparnað.

Menning
Fréttamynd

Fiskur sem ég get treyst

Hallveig Thorlacius borðar mikinn fisk og þegar hún fer til útlanda er það fiskurinn og sundlaugarnar sem hún saknar mest.

Menning
Fréttamynd

Með næst hæstu ávöxtun í Evrópu

Einn af verðbréfasjóðum KB banka, Icelandic Equity-sjóðurinn, hefur gengið næstbest af hlutabréfasjóðum Evrópu, með 18,6 prósenta ávöxtun á öðrum fjórðungi þessa árs.

Menning
Fréttamynd

Vextir á íbúðalánum

Greiningardeild Íslandsbanka telur sennilegt að vextir á nýju íbúðalánunum verði á bilinu 4,5 prósent til 4,8 prósent eftir fyrsta íbúðabréfaútboðið.

Menning
Fréttamynd

Verðsamanburður á ostum

Neytendasamtökin hafa ítrekað óskað eftir verðsamanburði á ostum hérlendis og í nágrannalöndum okkar vegna hás verðlags á Íslandi.

Menning
Fréttamynd

Verð á varahlutum

Verð á varahlutum er meðal þess sem fólk ætti að íhuga þegar það fjárfestir í nýjum bíl, því verðmunurinn getur verið umtalsverður þó að bílarnir tilheyri nokkurn veginn sama gæða- og stærðarflokki.

Menning
Fréttamynd

Sparnaður og fjárfestingar

Ingólfur Hrafnkell Ingólfsson, félagsfræðingur og leiðbeinandi á námskeiðum Fjármála heimilanna, skrifar um fjárfestingar fyrir sparnað.

Menning