
Þróttur Reykjavík

Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum
Valskonur komust í kvöld í undanúrslit Lengjubikars kvenna í fótbolta eftir 1-0 sigur á Þrótti í lokaleik riðilsins en spilað var í Laugardalnum.

Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist
Kristin trú er Katie Cousins, einum besta leikmanni Bestu deildarinnar undanfarin ár, það mikilvægasta í lífinu. Hún er mætt aftur í Þrótt Reykjavík og stefnir á titil þar.

Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum
Mikil stemning og gleði var á þorrablóti Laugardalsins sem fór fram í Þróttaraheimilinu á dögunum. Færri komust að en vildu en uppselt varð á gleðinu á skömmum tíma.

Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar
Húsvíkingurinn ungi Jakob Gunnar Sigurðsson mun leika með Þrótti í Lengjudeild karla í fótbolta í sumar. Hann fer á láni frá KR.

Cousins búin að semja við Þrótt
Eitt verst geymda leyndarmál kvennaboltans var afhjúpað í dag er Þróttur tilkynnti að Katie Cousins væri búin að semja við félagið.

Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra
Katie Cousins, einn besti leikmaður Bestu deildar kvenna í fótbolta undanfarin ár, hefur samið um að snúa aftur til Þróttar og spila með liðinu á komandi leiktíð.

Einbeittur brotavilji Víkinga
Víkingar héldu í dag áfram að tefla fram ólöglegum leikmanni í Reykjavíkurmóti karla í fótbolta, og mega því enn á ný búast við sekt frá KSÍ.

Þróttur fær aðra úr Árbænum
Þróttur Reykjavík hefur verið duglegt á leikmannamarkaðnum síðan tímabilinu í Bestu deild kvenna í knattspyrnu lauk. Klara Mist Karlsdóttir er gengin í raðir félagsins en hún lék síðast með Fylki.

Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR
Kristján Guðmundsson og Matthías Guðmundsson byrja frábærlega með kvennaliðs Vals en þeir tóku við liðinu af Pétri Péturssyni í vetur.

Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals
Framherjarnir Patrick Pedersen og Albin Skoglund voru báðir á skotskónum í dag þegar Valur vann 4-2 sigur á Þrótti í fyrsta leik liðanna í Reykjavíkurmóti karla í fótbolta í ár.

Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt
Þróttarar hafa fengið til sín efnilegan varnarmann úr Kópavogi fyrir átökin í Bestu deild kvenna í fótbolta í sumar.

Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara
Kvennaliðs Þróttar hefur fengið góðan liðstyrk fyrir átökin í Bestu deild kvenna í fótbolta næsta sumar.

Mist Funa komin heim
Þróttarar hafa endurheimt uppalda stelpu fyrir átökin í Bestu deild kvenna í fótbolta næsta sumar.

Sandra heitir ekki Barilli
Í fyrri undanúrslitaviðureigninni í Kviss mættust Fram og Þróttur í hörku viðureign. Í liði Þróttar mættu sem fyrr til leiks þau Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Vigdís Hafliðadóttir.

Þórdís Elva semur við Þróttara
Þórdís Elva Ágústsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning um að leika með Þrótti á næsta tímabili í Bestu deildinni.

Setning Steinda gerði keppendur brjálaða
Í 8-liða úrslitunum í Kviss á laugardagskvöldið mætti Þróttur Stjörnunni en þetta var fyrsta viðureignin í 8-liða úrslitunum.

Þægilegt hjá Þrótti í Krikanum
Þróttur Reykjavík lagði FH 3-0 í síðustu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Þróttur endar í 5. sæti með 29 stig en FH sæti neðar með 25 stig.

„Hún er þarna til að verja og hún gerir það vel“
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, var temmilega sáttur með jafntefli á Avis-vellinum í dag. Þróttur mætti Þór/KA í efri hluta Bestu deildar kvenna í dag og endaði leikurinn með markalausu jafntefli.

Uppgjörið: Þróttur - Þór/KA 0-0 | Markalaust í Laugardalnum
Þróttur og Þór/KA skildu jöfn þegar liðin áttust við á Avis-vellinum í dag. Hvorugt lið náði að skora þrátt fyrir álitleg færi í leiknum. Bæði lið sigla lygnan sjó í efri hluta Bestu deildar kvenna en Þór/KA situr í þriðja sæti á meðan Þróttur situr í því fimmta þegar ein umferð er eftir af Íslandsmótinu.

„Þetta er dýrmætur tími og maður finnur hvað þetta skiptir mann miklu máli“
Þær Gígja Valgerður Harðardóttir, leikmaður Víkings, og Kristrún Rut Antonsdóttir, leikmaður Þróttar, voru gestir Helenu Ólafsdóttur í upphitunarþætti fyrir næstsíðustu umferð Bestu deildar kvenna.

Hjálmari Erni leið eins og manninum í Slumdog Millionaire í Kviss
Í síðasta þætti af Kviss mættust Þróttarar og Fylkismenn. Í liði Þróttar mættu þau Þorvaldur Davíð og Vigdís Hafliðadóttir. Lið Fylkis var skipað af Árbæingunum Alberti Brynjari Ingasyni og Hjálmari Erni Jóhannssyni.

Uppgjörið og viðtöl: Víkingur - Þróttur 1-1 | Eitt stig á hvort lið í fremur rólegum leik
Víkingur og Þróttur skildu jöfn 1-1 þegar liðin áttust við í keppni sex efstu liðanna í Bestu deild kvenna í fótbolta á Heimavelli hamingjunnar í kvöld.

Sjáðu stórglæsilegt sigurmark á gamla heimavellinum
Önnur umferð úrslitakeppni efri hluta Bestu deildar kvenna í fótbolta er að baki og nú má finna mörkin úr öllum þremur leikjunum hér inn á Vísi.

Uppgjörið og viðtöl: Þróttur - Breiðablik 1-4 | Auðvelt hjá toppliðinu
Topplið Breiðabliks vann öruggan 4-1 sigur á Þrótti Reykjavík í Bestu deild kvenna í fótbolta og heldur þar með í toppsætið. Liðið er með eins stigs forystu á Val á toppi deildarinnar og stefnir í æsispennandi lokaumferðir.

„Ekki oft sem maður skorar“
„Ég held að við getum ekki verið annað en sáttar með þessi úrslit,“ sagði Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði og markaskorari Þróttar, í 1-1 jafntefli liðsins gegn Val í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld.

Uppgjörið: Valur - Þróttur 1-1 | Dýr stig í súginn hjá meisturunum
Í kvöld hófst keppni í efri hluta Bestu deildar kvenna í fótbolta eftir að deildinni var skipt upp í tvennt. Á Hlíðarenda náðu Þróttarar í stig gegn Valskonum, lokatölur 1-1.

„Óli kallar allt í einu á mig að fara fram og ég geri bara eins og Óli segir“
„Ég er eiginlega bara í smá sjokki,“ sagði varnarmaðurinn Sóley María Steinarsdóttir eftir að hafa í uppbótartíma tryggt Þrótti 2-1 sigur gegn Stjörnunni og sæti í efra hluta deildarinnar.

Uppgjörið: Stjarnan - Þróttur 1-2 | Sigurmark í uppbótartíma tryggði sæti í efri hlutanum
Þróttur sótti 2-1 sigur gegn Stjörnunni í úrslitaleik um sæti í efri hluta deildarinnar. Allt stefndi í jafntefli sem hefði dugað Stjörnunni en Sóley María Steinarsdóttir skoraði sigurmark Þróttar í uppbótartíma.

Bestu mörkin: Köttarar meistarar en sorglegt hve fáir mæta á Hlíðarenda
Helena Ólafsdóttir og Mist Rúnarsdóttir voru á sínum stað til að hita upp fyrir lokaumferðina áður en úrslitakeppnin hefst í Bestu deild kvenna. Með þeim að þessu voru Sigríður Theodóra Guðmundsdóttir og Hulda Hrund Arnarsdóttir, sem eiga hörkuleik fyrir höndum um helgina.

Sjáðu mörkin átta úr sigrum Vals og Breiðabliks
Átta mörk voru skoruð í tveimur leikjum í Bestu deild kvenna í gærkvöldi. Toppliðin Valur og Breiðablik unnu sína leiki gegn Fylki og Þrótti, mörkin átta má sjá hér fyrir neðan.