Fótbolti

Fréttamynd

Dramatísk víta­spyrna bjarg­vættur PSG

Kylian Mbappé tryggði París Saint-Germain stig gegn Newcastle United í Meistaradeild Evrópu með marki úr umdeildri vítaspyrnu í blálokin. Stigið þýðir að PSG er í góðri stöðu til að komast áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Celtic og Antwerp enn á án sigurs

Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu karla í knattspyrnu er nú lokið. Celtic og Antwerp eru enn án sigurs og eiga enga möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslit né enda í 3. sæti og komast þar með í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Blikar mæta Mac­cabi Tel Aviv á Kópa­vogs­velli

Leikur Breiðabliks og Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeild Evrópu í knattspyrnu mun fara fram á Kópavogsvelli. Líkt og aðrir heimaleikir Breiðabliks átti leikurinn að fara fram á Laugardalsvelli en vetur konungur hefur sett strik í reikninginn.

Fótbolti
Fréttamynd

Liver­pool bjargaði stigi í toppslagnum

Stór­leik Manchester City og Liver­pool í ensku úr­vals­deildinni lauk með 1-1 jafntefli. Áfram munar því einu stigi á toppliðunum en Arsenal getur skotið sér á toppinn með sigri gegn Brentford í dag.

Enski boltinn
Fréttamynd

Vill að Sun Jun-ho verði leystur úr haldi

Hinn þýski Jürgen Klinsmann, þjálfari Suður-Kóreu í knattspyrnu, hefur óskað eftir því að leikmaðurinn Sun Jun-ho verði leystur úr haldi Kínverja fyrir jól en leikmanninum hefur verið haldið þar í landi frá því síðasta sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Þjálfari FCK orðaður við Ajax

Jacob Neestrup, þjálfari FC Kaupmannahafnar, hefur verið orðaður við Ajax en lítið sem ekkert hefur gengið hjá hollenska stórveldinu það sem af er leiktíð. Nicolai Boilesen, leikmaður FCK, lék áður með Ajax og segir liðið í raun þurfa á þjálfara eins og Neestrup að halda.

Fótbolti
Fréttamynd

Eng­land tapaði fyrir Úsbek­istan

Margir ráku eflaust upp stór augu þegar þeir sáu úrslitin í leik Englands og Úsbekistans í sextán liða úrslitum á HM U-17 ára í fótbolta karla sem fer fram í Indónesíu.

Fótbolti
Fréttamynd

Benóný Breki með tvö gegn Eist­lendingum

KR-ingurinn Benóný Breki Andrésson skoraði tvö mörk þegar íslenska fótboltalandsliðið skipað leikmönnum nítján ára og yngri sigraði það eistneska, 0-3, í lokaleik sínum í riðli 1 í fyrstu umferð undankeppni EM.

Fótbolti
Fréttamynd

Rændur í miðjum flutningum

Kim Min-jae, miðvörður Bayern München í Þýskalandi, varð fyrir þeirri óskemmtilegri reynslu að vera rændur skömmu eftir að hann gekk í raðir Bayern. Aðeins var einum hlut rænt en sá hlutur var víst mikið notaður á heimili Kim.

Fótbolti