Körfubolti

Fréttamynd

Keflavík í úrslitin

Fjórði leikur ÍR og Keflavíkur í undanúrslitum Úrlvalsdeildarinnar í körfubolta í gær var ekki sérlega spennandi, þar sem Keflvíkingar léku á alls oddi og unnu sannfærandi sigur í Seljaskóla, 97-72.

Sport
Fréttamynd

Keflavík áfram

Keflvíkingar unnu ÍR-inga örugglega 97-72 í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Intersportdeildarinnar í Seljaskóla í kvöld. Keflvíkingar voru sterkari aðilinn allan leikinn og leiddu með 27 stiga mun í hálfleik, 51-24. Keflvíkingar mæta Snæfelli í úrslitum en þau lið mættust einmitt líka í úrslitum í fyrra.

Sport
Fréttamynd

Kobe svarar ummælum Atkins

Kobe Bryant, leikmaður Los Angeles Lakers í NBA-körfuboltanum, sagði í viðtali í gær að ummæli samherja hans, Chucky Atkins, hefðu verið tekin úr samhengi.

Sport
Fréttamynd

Hvað gerir Rita gegn Keflavík?

Lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta hefjast í kvöld þegar deildarmeistarar Keflavíkur taka á móti Grindavík á Sunnubrautinni í Keflavík. Keflavík hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn tvö síðustu ár og er liðið taplaust í lokaúrslitunum bæði árin.

Sport
Fréttamynd

Webber hylltur en tapaði samt

Chris Webber hlaut hlýjar móttökur er hann sótti sýna gömlu félaga í Sacramento Kings heim í NBA-körfuboltanum í fyrrinótt.

Sport
Fréttamynd

Fyrsti leikurinn á föstudaginn

Fyrsti úrslitaleikur Keflavíkur og Snæfells um Íslandsmeistaratitlinn í körfubolta karla fer fram á föstudaginn 1. apríl í Keflavík og hefst klukkan 19.15. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Sýn eins og allir úrslitaleikirnir en þeir geta mest orðið fimm talsins.

Sport
Fréttamynd

Keflvíkingar með yfirburði

Keflvíkingar eru með mikla yfirburði gegn ÍR-ingum í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Intersportdeildarinnar í körfuknattleik. Keflvíkingar leiða í leikhléi með 27 stiga mun, 51-24. Fari svo að Keflvíkingar sigri í kvöld, vinna þeir einvígið 3-1 og mæta Snæfelli í úrslitum.

Sport
Fréttamynd

Atkvæðamikill gegn Dynamo Moskvu

Jón Arnór Stefánsson skoraði 17 stig fyrir Dynamo í Sankti Pétursborg þegar liðið beið lægri hlut fyrir Dynamo Moskvu, 81-79, í rússneku úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Dynamo Moskva í öðru sæti í deildinni en Jón Arnór og félagar í því sjöunda.

Sport
Fréttamynd

Kobe er framkvæmdastjórinn

Einhver kergja er að myndast innan raða Los Angeles Lakers í NBA-körfuboltanum en liðið tapaði áttunda leik sínum í röð í fyrrinótt er Allen Iverson og félagar í Philadelphia 76ers voru í heimsókn í Staples Center.

Sport
Fréttamynd

ÍR einu tapi frá sumarfríi

Það var lítið í boði fyrir augað í Keflavík á laugardaginn þegar heimamenn tóku á móti ÍR í þriðja leik undanúrslitanna í Intersportdeildinni í körfuknattleik.

Sport
Fréttamynd

Níunda tapið í röð hjá Lakers

Los Angeles Lakers tapaði í nótt níunda leiknum í röð í NBA-körfuboltanum þegar liðið beið lægri hlut fyrir Philadelphia á heimavelli, 96-89. Kobe Bryant skoraði 34 stig fyrir Lakers og Allen Iverson 20 fyrir Philadelphia. Þá sigraði San Antonio Houston 83-70, Minnesota lagði LA Clippers 89-85 og Washington vann Seattle naumlega 95-94.

Sport
Fréttamynd

Ellefu leikir í NBA í nótt

Ellefu leikir voru á dagskrá í NBA-körfuboltanum í nótt. Minnesota vann m.a. New Jersey, 96-75, Toronto lagði Atlanta, 109-104 og Phoenix sigraði Orlando í framlengdum leik, 118-116,

Sport
Fréttamynd

Miami sigurvegari Austurdeildar

Dwayne Wade skoraði 35 stig þegar Miami sigraði Phoenix, 125-115, í NBA-körfuboltanum í nótt. Með sigrinum tryggði Miami sér sigur í Austurdeildinni.

Sport
Fréttamynd

Íslensk lið í undanúrslit Scania

Unglingaflokkur kvenna hjá Haukum og 9. flokkur karla hjá KR komust í dag í undanúrslit sinna aldursflokka á Norðurlandamóti félagsliða, Scania Cup, sem eins og hingað til fer fram í Svíþjóð um páskanna. Haukastelpurnar eru þessa stundina að spila til úrslita en KR-strákarnir keppa um sæti í úrslitaleiknum á sama tíma.

Sport
Fréttamynd

Snæfell áfram og Keflavík vann

Snæfell varð fyrst til þess að tryggja sér farseðilinn í úrslit Íslandsmóts karla í körfuknattleik þegar liðið lagði Fjölni, 80:77, og vann þar með 3-0 í rimmu liðanna í undanúrslitunum. Keflavík leiðir 2-1 gegn ÍR eftir 97:79 sigur á Breiðhyltingum í Keflavík í dag.

Sport
Fréttamynd

Körfuboltamenn í eldlínunni

Körfuboltamenn verða í eldlínunni í dag í undanúrslitum á Íslandsmótinu. Snæfell og Fjölnir eigast við í Stykkishólmi en vinni Snæfellingar sigur í leiknum í dag tryggja þeir sér sæti í úrslitum Íslandsmótsins annað árið í röð en þeir eru 2-0 yfir í einvígi liðanna.

Sport
Fréttamynd

Helena fyrsta Scania-drottningin

Helena Sverrisdóttir, 17 ára körfuknattsleikkona úr Haukum, varð í kvöld fyrst íslenskra körfuknattleikskvenna til þess að vera valin Scania-drottning, það er besti leikmaður síns árgangs í óopinberu Norðurlandamóti félagsliða, Scania Cup. Það dugði þó ekki Haukum sem töpuðu úrslitaleiknum fyrir heimamönnum í SBBK, 55-62.

Sport
Fréttamynd

Sjöunda tap Lakers í röð

Sjö leikir fóru fram í NBA-körfuboltanum í nótt sem leið. Orlando Magic tapaði á heimvelli fyrir Charlotte með 94 stigum gegn 108. Los Angeles Lakers töpuðu sjöunda leiknum í röð og eru í tíunda sæti Vesturdeildar.

Sport
Fréttamynd

Miller yfir 25 þúsund stig

Reggie Miler varð í nótt 13. leikmaðurinn í NBA-körfuboltanum til að skora 25 þúsund stig í deildinni þegar hann hann skoraði 21 stig fyrir Indiana í sigri liðsins á San Antonio, 100-93. Þá sigraði Phoenix Charlotte 120-105 og Chicago vann Toronto 94-85.

Sport
Fréttamynd

Keflavík í úrslit gegn Grindavík

Það verða Keflavík og Grindavík sem leika til úrslita á Íslandsmóti kvenna í körfuknattleik, en Keflavík sigraði ÍS í oddaleik í Keflavík í gærkvöld, 79-73. Staðan í hálflkeik var 39-27 Keflavík í vil. Alex Stewart var stigahæst í liði Keflavíkur með 23 stig og Bryndís Guðmundsdóttir skoraði 21.

Sport
Fréttamynd

Samtök körfuknattleiksmanna

Fregnir herma að til standi að setja samtök íslenskra körfuknattleiksleikmanna á laggirnar. Nokkrir aðilar úr íslenska landsliðinu hafa viðrað þessa hugmynd sín á milli og eru menn sammála um nauðsyn þess að ýta slíkum samtökum úr vör.

Sport
Fréttamynd

Enn tapa Lakers

Lið Los Angeles Lakers á í miklum erfiðleikum þessa dagana og í nótt hjálpaði liðið Utah Jazz að afstýra fyrstu 10 leikja taphrinu félagsins í yfir 20 ár.

Sport
Fréttamynd

Valur og Höttur unnu oddaleikina

Það verða Valur og Höttur sem spila til úrslita um laust sæti í Intersportdeildinni í körfuknattleik að ári en liðin unnu í kvöld oddaleiki sína í undanúrslitum 1. deildar.

Sport
Fréttamynd

Úrslitakeppni 1. deildar í kvöld

Oddaleikir í undanúrslitum 1. deildar karla í körfuknattleik fara fram í kvöld. Á Hlíðarenda taka Valsmenn á móti Blikum klukkan 19:30 og á Egilstöðum mætir Höttur Stjörnunni klukkan 20:00.

Sport
Fréttamynd

Petersburg vill fá undanúrslitin

Dynamo St. Petersburg, félag Jóns Arnór Stefánssonar, landsliðsmanns í körfuknattleik, hefur formlega sótt um að halda fjögurra liða úrslitakeppni FIBA-Europe League, en keppnin verður haldin 27.-28. apríl nk.

Sport
Fréttamynd

Sigurganga Miami á enda

Átta leikir fóru fram í NBA-körfuboltanum í nótt sem leið. Miami sem hafði unnið tólf leiki í röð tapaði fyrir Houston, 84-82, og Los Angeles Lakers tapaði sínum sjötta leik í röð þegar liðið beið lægri hlut fyrir Utah, 115-107. Lakers er í níunda sæti Vesturdeildar og ólílklegt að liðið komist í úrslitakeppnina um NBA-meistaratitilinn.

Sport
Fréttamynd

Duncan meiddist aftur

Tim Duncan, framherji San Antonio Spurs í NBA deildinni, er meiddur á sama ökkla og hélt honum frá keppni fyrir nokkrum vikum og nú gæti farið svo að kappinn yrði frá keppni það sem eftir lifir tímabils.

Sport
Fréttamynd

NBA í nótt

Fimm leikir voru á dagskrá NBA deildarinnar í körfubolta í nótt og nokkur óvænt úrslit litu dagsins ljós.

Sport
Fréttamynd

Snæfell komið í 2-0

Snæfell sigraði Fjölni með 83 stigum gegn 69 í undanúrslitum íslandsmótsins í körfuknattleik karla í kvöld, en leikið var í íþróttamiðstöðinni í Grafavogi.

Sport