Körfubolti

Fréttamynd

Jazz og Pistons skipta á mönnum

Utah Jazz og Detroit Pistons skiptust á leikmönnum í síðustu viku þegar miðherjinn Elden Campbell fór til Jazz í staðinn fyrir bakvörðinn Carlos Arroyo.

Sport
Fréttamynd

Þjálfari Jóns Arnórs rekinn?

Áhangendur Dynamo St. Petersburg, liðs Jóns Arnórs Stefánssonar í rússnesku deildinni í körfuknattleik, eru áhyggjufullir yfir gengi liðsins um þessar mundir.

Sport
Fréttamynd

Hafði mikil áhrif á ákvörðun mína

Dynamo St. Petersburg, lið Jóns Arnórs Stefánssonar í rússnesku úrvalsdeildinni í körfuknattleik, tryggði sér efsta sætið í Evrópudeildinni á dögunum og er taplaust það sem af er.

Sport
Fréttamynd

James með aðra þrefalda tvennu

LeBron James náði sér í þrefalda tvennu þegar lið hans, Cleveland Cavaliers, lagði Golden State Warriors á útivelli, 105-87, í NBA-körfuboltanum í fyrrinótt

Sport
Fréttamynd

Hverjir mæta Fjölni í úrslitunum?

Í kvöld fer fram síðari leikur undanúrslita bikarkeppni karla í körfubolta hér heima en þá tekur Breiðablik á móti Njarðvík og hefst leikurinn kl. 19.15. Fjölnismenn tryggðu sér farseðilinn í úralitaleikinn í gær þegar liðið sló út Hamar/Selfoss á útivelli, 100-110. Einn leikur átti að fara fram í undanúrslitum kvenna í dag en honum hefur verið frestað.

Sport
Fréttamynd

Grindavík sigraði Skallagrím

Grindavík sigraði Skallagrím með 98-92 í Intersport-deildinni í körfuknattleik í gærkvöldi. Darrell Lewis skoraði 30 stig og tók 12 fráköst fyrir Grindavík en Terrel Taylor var næststigahæstur með 27 stig. Jovan Zdravevski skoraði 21 stig fyrir Skallagrím og George Byrd 20 en hann tók auk þess 18 fráköst.

Sport
Fréttamynd

Sjötti tapleikur Suns í röð

Ellefur leikir voru í NBA-körfuboltanum í gærkvöldi og þurfti að framlengja tvo þeirra. San Antonio Spurs sigraði Phoenix Suns með 128-123. Argentínumaðurinn Manu Ginobili var óstöðvandi en hann skoraði 48 stig sem er það mesta sem hann hefur gert í NBA-deildinni. Shaun Marion skoraði 37 stig fyrir Phoenix sem tapaði sjötta leik sínum í röð.

Sport
Fréttamynd

Ný Rose í hnappagat Keflavíkur

Kvennalið Keflavíkur í körfuboltanum, sem hefur unnið alla 18 leiki tímabilsins með meira en tíu stigum, hefur fyllt skarðið sem Reshea Bristol skildi eftir sér á dögunum.

Sport
Fréttamynd

Baulað á McGrady

Tracy McGrady, leikmaður Houston Rockets í NBA-körfunni, lék sinn fyrsta leik gegn sínum gömlu félögum í Orlando Magic í Flórida í fyrrinótt.

Sport
Fréttamynd

Kirilenko byrjaður að æfa á ný

Andrei Kirilenko, eða AK-47 eins og hann er kallaður, er farinn að æfa á ný með liði Utah Jazz eftir að hafa verið frá í 2 mánuði vegna hnémeiðsla.

Sport
Fréttamynd

Keflvíkingar úr leik

Körfuknattleikslið Keflavíkur er úr leik í Evrópukeppninni eftir tap gegn svissneska liðinu Olympic Fribourg, 85-93, í Keflavík á fimmtudagskvöld.

Sport
Fréttamynd

KR fær Njarðvíkinga í heimsókn

Fjórir leikir verða á dagskrá í Intersport-deild karla í körfubolta í kvöld. KR tekur á móti Njarðvík, ÍR fær Fjölni í heimsókn, Snæfell og Hamar/Selfoss eigast við og KFÍ og Tindastóll etja kappi saman á Ísafirði. Leikirnir hefjast klukkan 19.15 og verða gerð góð skil í Olíssporti á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Keflavík mætir Olympic Fribourg

Það verður sannkallaður stórleikur í Keflavík í kvöld þegar Íslandsmeistararnir taka á móti Benetton Olympic Fribourg í síðari leik liðanna í úrslitakeppni Mið- og Vesturdeildar bikarkeppni Evrópu í körfuknattleik.

Sport
Fréttamynd

Fyrsti sigur KFÍ

KFÍ vann sinn fyrsta sigur í Intersportdeildinni í körfuknattleik er þeir tóku á móti Tindastól á Ísafirði í kvöld, en lokatölur urðu 84-82.

Sport
Fréttamynd

Evrópudraumurinn úti

Evrópudraumur Keflvíkinga dó í kvöld er þeir töpuðu gegn svissneska liðinu Fribourg með átta stiga mun, 93-85, í Keflavík. Fribourg liðið var sterkara allan leikinn og náðu mest 17 stiga forskoti, en staðan í hálfleik var 49-39.

Sport
Fréttamynd

Loksins sigur hjá KR-stúlkum

KR náði loks að landa sínum fyrsta sigri í fyrstu deild kvenna í körfubolta í gærkvöld þegar liðið marði sigur á Njarðvík, 55-54. Einn leikur fer fram í deildinni í kvöld: Haukar og Grindavík mætast á Ásvöllum klukkan 19.15.

Sport
Fréttamynd

Fimmti tapleikur Phoenix í röð

Tíu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfuknattleik í gærkvöldi. Phoenix tapaði fimmta leik sínum í röð þegar liðið beið lægri hlut á heimavelli fyrir Memphis Grizzlies 88-79. Phoenix er ekki lengur með bestan árangur í deildinni því San Antonio hefur náð toppsætinu en liðið vann LA Clippers 80-79.

Sport
Fréttamynd

LeBron James setti met í NBA

LeBron James hjá Cleveland Cavaliers í NBA-körfuboltanum, setti met í leik gegn Portland Trail Blazers í fyrrinótt þegar hann varð yngsti leikmaðurinn í sögu NBA til að ná sér í þrefalda tvennu.

Sport
Fréttamynd

Magic endaði sigurgöngu Pistons

Orlando Magic, með Steve Francis í broddi fylkingar, batt enda á sigurgöngu Detroit Pistons í NBA-körfuboltanum í fyrrinótt, 103-101, en liðin mættust nokkrum dögum áður þar sem Pistons hafði betur.

Sport
Fréttamynd

Ætlum að toppa eigin árangur

Keflvíkingar taka á móti Benetton Fribourg Olympic frá Sviss í bikarkeppni Evrópu í körfuknattleik í kvöld. Fyrri leiknum, sem fram fór í Sviss, lyktaði með sigri heimamanna, 103-95, og þarf Keflavík að vinna með 9 stigum eða meira til að tryggja sér áframhaldandi þátttöku í keppninni. Keflvíkingar geta reyndar leyft sér að vinna með 8 stiga mun svo framarlega sem gestirnir skori minna en 95 stig.

Sport
Fréttamynd

Hundur óhreinkaði NBA-leik

Í hálfleik viðureignar Detroit Pistons og Orlando Magic gerðist það spaugilega atvik að fresta varð seinni hálfleiknum um nokkrar mínútur eftir að hundur nokkur, sem góðgerðarstamtökin Canine Companions hafði með í för, gerði þarfir sínar á gólfið

Sport
Fréttamynd

Ágúst velur u-18 hópinn

Ágúst Björgvinsson, þjálfari u-18 landsliðs kvenna í körfuknattleik, hefur valið 15 manna hópinn sem taka mun þátt í undirbúningi fyrir Norðurlandamóti í maí, en þetta kemur fram á heimasíðu körfuknattleikssambands íslands.

Sport
Fréttamynd

Skotsýning Dallas og Washington

Fimm leikir voru í NBA-deildinni í körfubolta í gærkvöldi. Dallas Mavericks og Washington Wizards buðu upp á skotsýningu og skoruðu samtals 257 stig. Dallas vann með 137 stigum gegn 120. Jerry Stackhouse skoraði 29 stig og Dirk Nowitski 28 fyrir Dallas. Nowitski fór yfir 10 þúsund stig í stigaskorun sinni í NBA.

Sport
Fréttamynd

Jón Arnór með 14 stig

Jón Arnór Stefánsson skoraði 14 stig fyrir lið sitt Dynamo St.Pétursborg þegar liðið vann ellefta leik sinn í röð í Evrópudeildinni í gærkvöld. Dynamo vann Khimik Yuzhny frá Úkraínu 73-63.

Sport
Fréttamynd

Suns tapa fjórða leiknum í röð

Phoenix Suns töpuðu fjórða leik sínum í röð í NBA-deildinni, nú fyrir meisturum Detroit Pistons, 94-80. Chicago Bulls sigraði hins vegar New York Knicks 88-86, en þetta var sjöundi sigurleikur Bulls í röð.

Sport
Fréttamynd

35 stig frá James dugðu ekki til

Ray Allen hafði betur í einvíginu gegn LeBron James þegar lið þeirra, Seattle Supersonics og Cleveland Cavaliers, áttust við í fyrrinótt í NBA-körfuboltanum.

Sport
Fréttamynd

Keflvíkingar á toppinn

Keflavík náði 2 stiga forystu á toppi Intersportdeildarinnar í körfubolta karla í kvöld þegar liðið sigraði Snæfell úr Stykkishólmi á heimavelli, 79:68. Staðan í hálfleik var þó 30-39 fyrir Snæfell en heimamenn sneru dæminu við í síðari hálfleik. Bæði lið voru með 18 stig fyrir leikinn ásamt Njarðvík og Fjölni en Snæfell er áfram í 4. sæti deildarinnar.

Sport
Fréttamynd

Fjórir dæmdir í bann

Tveir leikmenn í NBA-körfuboltanum, Nene hjá Denver Nuggets og Michael Olowokandi hjá Minnesota Timberwolves, voru dæmdir í fjögurra leikja bann fyrri slagsmál og kýtingar undir lok þriðja fjórðungs í leik liðanna á dögunum.

Sport
Fréttamynd

Ljónin töpuðu óvænt gegn Haukum B

2. deildarlið Ljónanna mátti sætta sig við sitt fyrsta deildartap á tímabilinu þegar þeir steinlágu með 17 stigum, 70-87, fyrir b-liði Haukanna á Ásvöllum um helgina.

Sport
Fréttamynd

Pippen í málaferlum

Scottie Pippen, sem er best þekktur fyrir að vinna sex meistaratitla með Chicago Bulls í NBA-körfuboltanum, hefur stefnt fyrirtækinu Katten Muchen Zavis Rosenman og lögfræðingi þess fyrir vítavert gáleysi í samskiptum við sig.

Sport