League of Legends

Þétt rafíþróttadagskrá alla helgina er úrslitin ráðast á Reykjavíkurleikunum
Boðið verður upp á þétta dagskrá á Stöð 2 eSport alla helgina þegar úrslitin ráðast í fimm rafíþróttagreinum á Reykjavíkurleikunum þar sem keppt verður um titilinn Rafíþróttameistarar Reykjavíkurleikanna 2023.

Edward Gaming tryggði sér sæti í úrslitum gegn ríkjandi heimsmeisturum
Edward Gamning og Gen.G áttust við í seinni undanúrslitaviðureign Heimsmeistaramótsins í League of Legends sem fram fer í Laugardalshöll um þessar mundir. Eftir að hafa lent 2-1 undir snéru þeir taflinu við og unnu að lokum 3-2 eftir oddaleik.

Heimsmeistararnir þurftu oddaleik til að tryggja sér sæti í úrslitum
Ríkjandi heimsmeistarar í DWG KIA þurftu oddaleik til að tryggja sér sæti í úrslitum Heimsmeistaramótsins í League of Legends er liðið mætti gamla stórveldinu T1 í Laugardalshöll í dag. DWG KIA lenti 2-1 undir, en þetta voru fyrstu tvö töp liðsins á mótinu.

Gen.G seinasta liðið til að tryggja sæti sitt í undanúrslitum
Kóreska liðið Gen.G varð í dag fjórða og seinasta liðið til að tryggja sæti sitt í undanúrslitum Heimsmeistaramótsins í League of Legends er liðið vann öruggan 3-0 sigur á Cloud9 frá Bandaríkjunum.

Heimsmeistararnir fóru örugglega í gegnum átta liða úrslitin
Ríkjandi heimsmeistarar DWG KIA tryggðu sig örugglega inn í undanúrslit Heimsmeistaramótsins í League of Legends með 3-0 sigri gegn evrópska liðinu MAD Lions í dag.

Edward Gaming í undanúrslit eftir oddaleik
Edward Gaming og Royal Never Give Up áttust við í átta liða úrslitum Heimsmeistaramótsins í League of Legends í dag. Viðureignin fór alla leið í oddaleik þar sem Edward Gaming hafði betur.

T1 tryggði sig örugglega inn í undanúrslitin
Kóreska liðið T1 varð í dag fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Heimsmeistaramótsins í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll. Gamla stórveldið mætti Hanwha Life og vann allar þrjár viðureignir dagsins nokkuð örugglega.

Royal Never Give Up og Hanwha Life upp úr C-riðli
Kínverska liðið Royal Never Give Up tryggði sér sigur í C-riðli Heimsmeistaramótsins í League of Legends í dag og er því komið í átta liða úrslit. Með þeim upp úr riðlinum fer Hanwha Life frá Suður-Kóreu.

Rafíþróttasamtök Íslands kenna almenningi League of Legends | Fjórði þáttur
Í tilefni þess að Heimsmeistaramótið í League of Legends er haldið hér á landi um þessar mundir, hafa Rafíþróttasamtök Íslands framleitt stutt kennslumyndbönd til að kynna almenningi fyrir leiknum.

T1 og Edward Gaming tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum
Gamla stórveldið T1 hrifsaði efsta sæti B-riðils af Edward Gaming á Heimsmeistaramótinu í League of Legends sem fram fer í Laugardalshöll í dag. Bæði liðin fara þó upp úr riðlinum.

Rafíþróttasamtök Íslands kenna almenningi League of Legends | Þriðji þáttur
Í tilefni þess að Heimsmeistaramótið í League of Legends er haldið hér á landi um þessar mundir, hafa Rafíþróttasamtök Íslands framleitt stutt kennslumyndbönd til að kynna almenningi fyrir leiknum.

Ótrúlegur viðsnúningur tryggði Cloud9 upp úr A-riðli með heimsmeisturunum
Ríkjandi heimsmeistarar í DWG KIA tryggðu sig örugglega upp úr A-riðli á Heimsmeistaramótinu í League og Legends í dag, ásamt Cloud9. Þeir síðarnefndu fóru bakdyramegin upp úr riðlinum eftir að hafa tapað fyrstu þrem leikjum sínum.

Rafíþróttasamtök Íslands kenna almenningi League of Legends | Annar þáttur
Í tilefni þess að Heimsmeistaramótið í League of Legends er haldið hér á landi um þessar mundir, hafa Rafíþróttasamtök Íslands framleitt stutt kennslumyndbönd til að kynna almenningi fyrir leiknum.

Rafíþróttasamtök Íslands kenna almenningi League of Legends
Í tilefni þess að Heimsmeistaramótið í League of Legends er haldið hér á landi um þessar mundir, hafa Rafíþróttasamtök Íslands framleitt stutt kennslumyndbönd til að kynna almenningi fyrir leiknum.

Þrjú lið enn með fullt hús stiga | Cloud9 og Fnatic með bakið upp við vegg
Þriðji dagur riðlakeppninnar á heimsmeistaramótinu í League of Legends sem fram fer í Laugardalshöll var spilaður í dag. Edward Gaming, Royal Never Give Up og heimsmeistararnir í DWG KIA hafa enn ekki tapað leik, en Cloud9 frá Bandaríkjunum og evrópska liðið Fnatic eru enn í leit að sínum fyrstu sigrum þegar riðlakeppnin er hálfnuð.

Heimsmeistararnir enn taplausir | Allt jafnt í D-riðli
Annar dagur riðlakeppninnar á heimsmeistaramótinu í League of Legends fór fram í dag, en spilaðir voru átta leikir. Heimsmeistararnir í DWG KIA hafa unnið báða leiki sína, og sömu sögu er að segja af Edward Gaming og Royal Never Give Up.

Heimsmeistararnir hófu titilvörnina á sigri | Fullkomin endurkoma T1
Riðlakeppni heimsmeistaramótsins í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll hófst í dag með átta leikjum. Ríkjandi heimsmeistarar í DWG KIA hófu titilvörn sína á sterkum sigri gegn FPX og gamla stórveldið T1 lék sér að DetonatioN FocusMe í endurkomu sinni á heimsmeistaramótið.

Riðlakeppni heimsmeistaramótsins hefst í dag | Titilvörnin byrjar á stórleik
Keppni í undanriðlum á heimsmeistaramótinu í League of Legends sem fram fer í Laugardalshöll lauk á laugardaginn og nú er komið að alvöru lífsins þegar að stærstu og sterkustu lið heims mæta á sviðið, en riðlakeppnin hefst seinna í dag.

LNG og DetonatioN FocusMe tryggðu sér sæti í riðlakeppni heimsmeistaramótsins
Seinasti dagur undanriðla heimsmeistaramótsins í League of Legends fór fram í dag. Sex leikir voru spilaðir, en LNG og DetonatioN FocusMe tryggðu sér efsta sæti undanriðlana, og þar með öruggt sæti í riðlakeppninni.

LNG og Galatasaray með fullt hús stiga eftir fyrsta dag heimsmeistaramótsins
Heimsmeistaramótið í League of Legends hófst í Laugardalshöll í dag. Tíu lið taka þátt í tveim undanriðlum um laus sæti í riðlakeppninni sjálfri. Í dag fóru átta leikir fram, en trykneska liðið Galatasaray og kínverska liðið LNG eru bæði með tvö sigra af tveim mögulegum.

Slæm nettenging og rafmagni slær út í undirbúningi fyrir heimsmeistaramótið
Nokkrir leikmenn sem taka þátt á heimsmeistaramótinu í League of Legends, sem fram fer í Laugardalshöll í næsta mánuði, hafa kvartað yfir slæmri nettenginu og að í sumum tilfellum slái rafmagni út á meðan að undirbúningur fyrir mótið er í fullum gangi á hóteli liðanna hér á landi.

Riðlarnir á heimsmeistaramótinu í League of Legends klárir
Heimsmeistaramótið í League of Legends hefst eftir tæpar tvær vikur og eins og áður hefur verið greint frá er mótið að þessu sinni haldið í Laugardalshöll hér á landi. Nú er ljóst hvaða lið munu mætast í riðlakeppni mótsins, en dregið var í riðla fyrr í dag.

Stærsta rafíþróttamót heims haldið á Íslandi í nóvember
Stærsta rafíþróttamót heims, heimsmeistaramótið í League of Legends, verður haldið í Reykjavík dagana 5. október til 6. nóvember. Þetta staðfestu Riot Games, framleiðendur vinsæla tölvuleiksins og skipuleggjendur mótsins, fyrr í dag.

Heimsmeistaramótið verði haldið í Laugardalshöll
Vefmiðillinn Dot Esports færði okkur þær fréttir á dögunum að þeirra heimildarmenn fullyrði að heimsmeistaramótið í League of Legends verði haldið á Íslandi í ár. Mótið verður haldið frá 5. oktober og miðillinn segir að það muni fara fram í Laugardalshöll.

Fullyrða að heimsmeistaramótið verði haldið á Íslandi
Heimsmeistaramótið í tölvuleiknum League of Legends átti að fara fram í Kína í ár, en vegna sóttvarnaraðgerða þar í landi hefur mótið verið fært til Evrópu. Ekki hefur enn verið gefið upp í hvaða landi, en vefmiðillinn dotesports.com fullyrðir að mótið fari fram á Íslandi.

Royal Never Give Up sigraði MSI
Royal Never Give Up, eða RNG, stóð uppi sem sigurvegari á MSI mótinu í League of Legends í dag eftir sigur í oddaleik gegn ríkjandi heimsmeisturum í DWG KIA. Þetta var í annað skipti sem RNG vinnur MSI.

Heimsmeistararnir þurftu oddaleik til að tryggja sig í úrslit MSI
DWG KIA og MAD Lions tókust á í seinni undanúrslitaviðuregninni á MSI mótinu í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll í dag. Heimsmeistararnir í DWG KIA lentu óvænt 2-1 undir en tveir afgerandi sigrar í röð tryggðu sætið í úrslitunum sem fara fram á morgun.

RNG í úrslit MSI eftir sigur gegn PSG Talon
RNG tryggði sig í dag í úrslitaeinvígi MSI mótsins í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll. RNG þótti sigurstranglegra liðið í einvíginu gegn PSG Talon og niðurstaðan 3-1 sigur kínverska liðsins.

Undanúrslit MSI hefjast á morgun
Undanúrslit MSI mótsins í League of Legends sem fram fer í Laugardalshöll hefjast á morgun. Liðin fjögur sem eftir eru, ásamt þjálfurum þeirra, sátu fyrir svörum blaðamanna í dag.

MAD Lions og PSG Talon tryggðu sig í undanúrslit MSI
Seinasti dagur milliriðilsins á MSI sem haldið er í Laugardalshöll fór fram í dag. Cloud9 þurfti að treysta á að hvorki MAD Lions né PSG Talon myndi vinna leik í dag til að eiga möguleika á að stela sæti í undanúrslitum. Vonir þeirra urðu þó að engu áður en þeir spiluðu fyrsta leik dagsins.