Íslenski körfuboltinn

Fréttamynd

Hannes: Sparið stóru orðin

„Í heildina skynja ég meiri ánægju,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í Sportinu í dag þegar hann var spurður hvernig formenn körfuknattleiksdeilda landsins hefðu tekið ákvörðun stjórnar KKÍ um lok tímabilsins.

Körfubolti
Fréttamynd

Pavel: Það voru allir til fyrirmyndar

Íslendingar unnu góðan sigur á Slóvökum í undankeppni HM í körfubolta 2023 í kvöld, 83-74. Ísland leikur í forkeppni að sjálfri undankeppninni og er í riðli með Slóvakíu, Lúxemborg og Kósóvó.

Körfubolti
Fréttamynd

Lyfjaeftirlitið tafði fagnaðarlæti Skallagríms

Skallagrímur varð í gærkvöld bikarmeistari í fyrsta skipti í sögunni eftir magnaðan sigur gegn KR í úrslitum Geysisbikarsins. Fagnaðarlætin í Borgarnesi þurftu hins vegar að bíða þar sem nokkrir leikmanna liðsins voru teknir í lyfjapróf beint eftir leik.

Körfubolti
Fréttamynd

Benedikt Guðmundsson: Virkilega miður mín núna

Benedikt Guðmundsson, eða einfaldlega Benni Gumm, var eðlilega ekki manna kátastur eftir stórtap KR í bikarúrslitum Geysisbikarsins fyrr í dag. Skallagrímur landaði sínum fyrsta bikarmeistaratitli með 17 stiga sigri, 66-49.

Körfubolti
Fréttamynd

Guðrún: Sætasti sigur sem ég hef unnið

Guðrún Ósk Ámundadóttir gerði Skallagrím að bikarmeisturum á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari liðsins. Þá lék systir hennar, Sigrún Sjöfn, stóra rullu í sigrinum inn á vellinum en hún er fyrirliði liðsins.

Körfubolti
Fréttamynd

Sportpakkinn: Ætti að styrkja færri sambönd?

Heildarkostnaður afreksíþróttastarfs hjá þeim sérsamböndum sem sóttu um styrk til Afrekssjóðs ÍSÍ í ár nemur rúmum einum og hálfum milljarði króna. Afrekssjóður styður samböndin um tæplega 30% en fyrir fjórum árum var hlutfallið 11%.

Körfubolti
Fréttamynd

Fjölnir aldrei tapað í undanúrslitum | Hvað gerist í dag?

Grindavík og Fjölnir mætast í undanúrslitum Geysisbikarsins síðar í dag en bæði lið hafa átt erfitt uppdráttar í Dominos deild karla í vetur. Það er hins vegar ekki spurt að því þegar mætt er í bikarleiki. Leikurinn hefst klukkan 17:30 og fer fram í Laugardalshöllinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Tindastóll síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Geysisbikarsins

Tindastóll varð í kvöld fjórða liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Geysisbikars karla með einkar öruggum 30 stiga sigri gegn Þór Akureyri, lokatölur leiksins 99-69 Stólunum í vil. Leikurinn átti upprunalega að fara fram í gær en hafði verið frestað vegna veðurs. Ljóst var fyrir leik að sigurvegari rimmu kvöldsins myndi mæta ríkjandi bikarmeisturum Stjörnunnar í undanúrslitum.

Körfubolti
Fréttamynd

KR, Haukar og Valur flugu inn í undanúrslitin

Alls fóru þrír leikir fram í 8-liða úrslitum bikarkeppni kvenna í kvöld. KR lagði Keflavík með 22 stiga mun, 82-60. Valur valtaði yfir Breiðablik á Hlíðarenda, 89-59. Þá unnu Haukar öruggan sigur á Grindavík, lokatölur 81-54.

Körfubolti