Alþingiskosningar 2021

Fréttamynd

Góður árangur Framsóknar hafi áhrif

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir niðurstöður kosninganna skýrar. Framsókn, Sjálfstæðisflokknum og Vinstri grænum sé treyst til stjórnarmyndunar en formenn flokkanna komu saman á funduðu í Stjórnarráðinu í dag.

Innlent
Fréttamynd

Ólíklegt að allt verði eins og það var

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ólíklegt sé að ráðuneytum verði aftur skipt á milli aðildarflokka ríkisstjórnarinnar eins og gert var eftir síðasta kjörtímabil.

Innlent
Fréttamynd

Bubbi segist niðurbrotinn enda traustið horfið

Bubbi Morthens tónlistarmaður, sá sem sagður hefur verið í hvað bestum tengslum allra við sjálfa þjóðarsálina með verkum sínum, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ekki lengur treysta kosningakerfinu á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Formenn flokka bíða átekta

Nýir þingflokkar ríkisstjórnarinnar komu saman, hver í sínu lagi, í morgun og stefna á að hefja stjórnarmyndunarviðræður í dag eða á allra næstu dögum. Gert er ráð fyrir að þeir muni bítast um stól forsætisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Hástökkvari kosninganna í skýjunum

Ingibjörg Isaksen, nýkjörinn fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis og oddviti Framsóknarflokksins segir umboð flokksins í kosningunum sterkt í kjördæminu eftir kosningarnar. Skilaboð þess efnis að ráðherraembætti eigi að fylgja árangrinum í kjördæminu séu farin að berast, þó allt slíkt verði bara að koma í ljós.

Innlent
Fréttamynd

Vill skýrslu frá öllum yfirkjörstjórnum um kosningarnar

Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, segir að óskað hafi verið eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum í öllum kjördæmum um framkvæmd kosninga. Beiðni liggi fyrir um endurtalningu í Suðurkjördæmi en annars sé mat á endurtalningu í höndum yfirkjörstjórna í hverju kjördæmi.

Innlent
Fréttamynd

Allt grænt í Kauphöllinni eftir kosningar

Fjárfestar virðast vera ánægðir með niðurstöðuna í Alþingiskosningunum um helgina ef marka má græna litinn sem er alls ráðandi í Kauphöllinni eftir opnun markaða. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 2,5% það sem af er degi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fullyrðir að traust á niðurstöðum kosninga sé horfið

Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur og formaður stjórnarskrárfélagsins, segir að traust á kosningum til löggjafarþingsins sé horfið. Hún hefur Jón Þór Ólafsson fyrrverandi þingmann fyrir því að innsigli á kjörkössum séu ítrekað rofin.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri vilja endur­talningu í Suður­kjör­dæmi

Píratar í Suður­kjör­dæmi hafa nú tekið undir kröfu Vinstri grænna um að at­kvæði í kjör­dæminu verði endur­talin en þar munar sjö at­kvæðum á lista Vinstri grænna, sem náðu ekki inn manni, og Mið­flokksins sem fékk síðasta kjör­dæma­kjörna þing­manninn.

Innlent
Fréttamynd

Stálu senunni á kjör­stað

Fjölskylda á Selfossi stal senunni í gær þegar hún fór að kjósa uppáklædd faldbúningi frá 17. öld og herrabúningi frá 18. öld. Þá var barnabarnið í 19. aldar upphlut.

Innlent
Fréttamynd

Hvergi talið aftur nema mögu­lega í Suður­kjör­dæmi

Ekki stendur til að telja aftur atkvæði í Alþingiskosningunum sem fram fóru í gær í neinu þeirra kjördæma þar sem endurtalning hefur ekki þegar farið fram. Beiðni um endurtalningu hefur þó komið fram í einu kjördæmi. Endurtalning í Norðvesturkjördæmi í dag skilaði breyttri niðurstöðu sem olli því að fimm jöfnunarþingmenn duttu út af þingi og aðrir komu í þeirra stað.

Innlent
Fréttamynd

Deildar meiningar um niður­stöður kosninganna

Skiptar skoðanir eru um niðurstöður kosninganna meðal fólks sem fréttastofa ræddi við í dag. Sumir eru himinlifandi með að ríkisstjórnin hafi haldið velli á meðan aðrir hefðu viljað sterkari vinstri slagsíðu.

Innlent
Fréttamynd

„Hrylli­leg rússí­bana­reið“

„Þetta er hryllileg rússíbanareið sem þetta jöfnunarsætakerfi býr til,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, sem nú er orðinn jöfnunarþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, eftir að endurtalning atkvæða í Norðvesturkjördæmi breytti stöðunni varðandi jöfnunarþingmenn víða um land.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta voru góðir níu tímar“

Hljóðið var misgott í þeim sem fengu nú fyrir skemmstu þær fréttir að þeir væru dottnir út sem jöfnunarþingmenn flokka sinna eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi. Endurtalningin leiddi í ljós mistök í fyrri tölum sem urðu til þess að jöfnunarsæti í fimm kjördæmum breyttust.

Innlent
Fréttamynd

Skýrist á næstu dögum hvort stjórnarsamstarfið verði endurnýjað

Það kemur í ljós á næstu dögum hvort stjórnarflokkarnir endurnýja samstarf sitt eftir gott gengi í kosningunum í gær sem mikil fylgisaukning Framsóknarflokksins skilaði stjórninni.Flokkur fólksins vann góðan sigur en aðrir stjórnarandstöðuflokkar ýmist töpuðu fylgi eða bættu litlu við sig.

Innlent