Íslenski handboltinn Ryðgaðir Haukar unnu Val Íslandsmeistarar Hauka sigruðu Val í kvöld með fjórum mörkum, 29-25, þótt þeir hafi verið frekar ryðgaðir eftir 12 daga hvíld. Breiddin brást hjá Valsmönnum en aðeins tveir leikmenn - Heimir Örn Árnason og Vilhjálmur Ingi Halldórsson - létu að sér kveða í þeirra liði í kvöld. Aðrir voru í daprir eða hreinlega í tómu rugli. Sport 13.10.2005 19:05 Flensburg þýskur bikarmeistari Flensburg sigraði Kiel 33-31 í úrslitum þýsku bikarkeppninnar í handbolta í gær. Sport 13.10.2005 19:04 ÍBV vann einvígið við Stjörnuna Eyjastúlkur hafa tryggt sér farseðilinn í úrslitarimmuna um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta þar sem þær mæta Haukum, eftir stórsigur á Stjörnunni í oddaleik í Eyjum í dag, 32-24. Staðan í hálfleik var 16-12 fyrir ÍBV sem vann einvígið 2-1. Markahæstar hjá ÍBV voru Anastasia Patsiou með 10 mörk og Eva Björk Hlöðversdóttir með 8. Sport 13.10.2005 19:04 Ólafur með fjögur gegn Cangas Ólafur Stefánsson skoraði fjögur mörk fyrir Ciudad Real sem sigraði Cangas með 35 mörkum gegn 31 í spænsku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Ciudad Real er sem fyrr í 3. sæti deildarinnar. Sport 13.10.2005 19:04 ÍBV stúlkur yfir í hálfleik Íslandsmeistarar ÍBV eru 16-12 yfir í hálfleik gegn Stjörnunni í oddaleik liðanna í undanúrslitakeppni kvenna í handbolta en leikið er í Vestmannaeyjum. Markahæstar hjá ÍBV eru Anastasia Patsiou og Eva Björk Hlöðversdóttir með 5 mörk. Hjá Stjörnunni er Hekla Daðadóttir markahæst með 5 mörk og Kristín Clausen með 3 mörk. Sport 13.10.2005 19:04 Óvæntur sigur Wallau á Essen Óvænt úrslit urðu í þýsku úvalsdeildini í handbolta þegar Wallau Massenheim, sem er nánast gjaldþrota, sigraði Essen með 34 mörkum gegn 32. Einar Örn Jónsson skoraði tvö mörk fyrir Wallau Massenheim en leikmenn liðsins hafa ekki fengið greidd laun síðan í desember. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sex mörk fyrir Essen sem er í 6. sæti deildarinnar en Wallau Massenheim er í 9. sæti. Sport 13.10.2005 19:04 Stjörnuhrap í Eyjum ÍBV og Haukar mætast í úrslitum DHL-deildar kvenna en Íslandsmeistarar ÍBV tryggðu sér réttinn til þess að mæta Haukum í dag er það valtaði yfir Stjörnuna, 32-24, í oddaleik liðanna í Eyjum. Sport 13.10.2005 19:04 Árni á leið til Flensburg Árni Þór Sigtryggsson, stórskytta úr Þór, mun fá samning frá þýska meistaraliðinu Flensburg strax eftir helgi. Samningurinn sem er til þriggja ára kemur í kjölfar dvalar Árna Þórs hjá félaginu. Sport 13.10.2005 19:04 Magdeburg lagði Wetzlar Magdeburg sigraði Wetzlar með 32 mörkum gegn 23 á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Róbert Sighvatsson skoraði tvö mörk fyrir Wetzlar en Sigfús Sigurðsson eitt fyrir Magdeburg. Sport 13.10.2005 19:04 Leiknum í Eyjum frestað Oddaleik ÍBV og Stjörnunnar í undanúrslitum DHL-deildar kvenna í handknattleik hefur verið frestað til morguns vegna veðurs. Leikurinn mun fara fram kl. 14.30 Sport 13.10.2005 19:04 Einar Örn fær ekki laun Einar Örn leikur með þýska úrvalsdeildarfélaginu Wallau Massenheim en félagið hefur verið í miklum fjárhagsörðugleikum í langan tíma. Forsvarsmenn félagsins lugu að almenningi síðasta sumar þegar þeir sögðust hafa bjargað fjárhag félagsins en síðar kom í ljós að samningar sem þeir þóttust hafa gert voru til að mynda við fyrirtæki sem voru ekki til. Sport 13.10.2005 19:04 Heimavöllurinn verður djrúgur ÍBV og Stjarnan eigast við í undanúrslitum DHL-deildarinnar í handknattleik kvenna í Vestmannaeyjum í dag. Liðin tvö hafa verið hnífjöfn í sínum aðgerðum fram til þessa og unnust fyrstu tveir leikirnir með eins marka mun. Handknattleiksáhugafólk býst því við miklum baráttuleik í Eyjum í dag enda hreinn úrslitaleikur um sæti í lokaúrslitum mótsins. Sport 13.10.2005 19:04 Århus í undanúrslit Róbert Gunnarsson skoraði 8 mörk og Sturla Ásgeirsson 6 þegar Århus sigraði Tvis Holstebro 36-35 í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik en með sigrinum tryggði liðið sér sæti í undanúrslitum um danska meistaratitilinn. Sport 13.10.2005 19:04 Hamburg lá fyrir Gummersbach Einn leikur var í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik gærkvöld. Gummersbach lagði Hamburg með 29 mörkum gegn 24. Gummersbach í sjöunda sæti í deildinni með 32 stig en Hamburg sæti neðar en með sama stigafjölda. Sport 13.10.2005 19:03 Kvennahandboltinn í kvöld Stjarnan frá Garðabæ tryggði sér oddaleik gegn ÍBV í Eyjum með sigri í leik liðana í kvöld, 24-23, þar sem sigurmarkið kom rétt fyrir lok leiksins. Oddaleikurinn mun fara fram laugardaginn 16. apríl. Sigurliðið í þeim leik mun mæta Haukum í úrslitum en Haukar lögðu Val öðru sinni í kvöld og tryggðu sér um leið sæti í úrslitum. Sport 13.10.2005 19:03 Ótrúleg endurkoma Stjörnunnar Bikarmeistarar Stjörnunnar sýndu ótrúlegan karakter í Garðabænum í gær þegar þær fengu Íslandsmeistara ÍBV í heimsókn í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins. Stjarnan var með tapaðan leik þegar aðeins fimm mínútur voru eftir en heimastúlkur neituðu að gefast upp, skoruðu fimm síðustu mörk leiksins og tryggðu sér sigurinn. Sigurmarkið skoraði Kristín Guðmundsdóttir fjórum sekúndum fyrir leikslok en það var í fyrsta og eina skiptið sem Stjarnan var yfir í leiknum. Sport 13.10.2005 19:03 Haukar og ÍBV í úrslit? Í kvöld geta Haukar og ÍBV tryggt sér sæti í úrslitum Íslandsmótsins í handbolta kvenna. Stjarnan og ÍBV mætast í Ásgarði og Valur og Haukar í Valsheimilinu. Leikirnir hefjast klukkan 19.15. Sport 13.10.2005 19:03 Annar auðveldur sigur Haukakvenna Haukar sigruðu Valsstúlkur á sannfærandi hátt, 17-26, að Hlíðarenda í kvöld. Með sigrinum tryggðu Haukar sér sæti í úrslitum DHL-deildarinnar þar sem þær mæta annað hvort ÍBV eða Stjörnunni, en Stjarnan tryggði sér oddaleik í kvöld í mögnuðum leik. Sport 17.10.2005 23:41 Óli með 4 mörk í sigurleik Ólafur Stefánsson, landsliðsmaður í handknattleik, skoraði fjögur mörk fyrir Ciudad Real sem sigraði Almería 35-30 í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Ciudad Real er í 3. sæti deildarinnar með 43 stig. Sport 13.10.2005 19:03 Saknaði Fúsa sárt úr vörninni Línutröllið Sigfús Sigurðsson, oft uppnefndur Rússajeppinn, er byrjaður að leika með Magdeburg á nýjan leik eftir þrálát bakmeiðsli. Alfreð Gíslason, þjálfari Magdeburg, talaði um það fyrr í vetur að hann saknaði Sigfúsar sárt úr vörninni og hann er verulega ánægður með að hafa endurheimt Sigfús. Sport 13.10.2005 19:03 Öruggur sigur Essen Essen lagði botnlið Post Schwerin, 33-26, í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fjögur mörk fyrir Essen. Sport 13.10.2005 19:03 Guðjón Valur með 4 fyrir Essen Tveir leikir fóru fram í þýska handboltanum í kvöld en tveir Íslendingar voru í sviðsljósinu. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 4 mörk fyrir Essen í 33-26 sigri á Post Schwerin. Logi Geirsson skoraði eitt mark úr vítaskoti fyrir Lemgo sem 37-32 sigur á Lubecke. Logi og félagar í Lemgo eru í 4. sæti eftir 27 umferðir í handbolta bundesligunni og Essen í 6. sæti. Sport 13.10.2005 19:03 Árni kannar aðstæður hjá Flensburg Árni Þór Sigtryggsson, landsliðsmaður í hanknattleik og leikmaður Þórs á Akureyri, heldur í dag til Þýskalands til skoðunnar hjá þýska meistaraliðinu Flensburg, einu besta félagsliði heims. Bogdan Wenta, landsliðsþjálfari Pólverja og aðstoðarþjálfari Flensburgar, sá Árna Þór leika með landsliðinu skipað leikmönnum 21 árs og yngri í Laugardalshöll um páskana og mælti með pilti við forráðamenn Flensburgar. Sport 13.10.2005 19:02 Eva Björk tryggði ÍBV sigurinn Eva Björk Hlöðversdóttir tryggði ÍBV sigur á Stjörnunni í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum DHL-deildar kvenna í handbolta með marki úr vítakasti 20 sekúndum fyrir leikslok. Stjarnan fékk síðustu sóknina í leiknum en varnarveggurinn varði skot Hindar Hannesdóttur og leiktíminn rann út og ÍBV vann 20-19 í mjög spennandi leik. Sport 13.10.2005 19:03 Sannfærandi sigur Haukastelpna Haukar sigruðu Val á sannfærandi hátt í fjórðungsúrslitum DHL deildar kvenna í kvöld. Lokatölur urðu 33-19 eftir að Haukar hefðu leitt 15-6 í hálfleik. Haukar geta þar með tryggt sér sæti í úrslitunum með sigri í öðrum leiknum í Valsheimilinu á fimmtudaginn. Sport 13.10.2005 19:03 Hmam til Montpellier Túnisbúinn Wissem Hmam, sem varð markahæstur á heimameistaramótinu í handknattleik í byrjun árs, hefur gert fimm ára samning við franska meistaraliðið Montpellier. Honum er ætlað að leysa af hólmi landsliðsmanninn Nikola Karabatic, en hann hefur samið við Kiel í Þýskalandi. Sport 13.10.2005 19:02 Einar Örn frá í þrjár vikur Einar Örn Jónsson, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður Wallau Massenheim í Þýskalandi, er meiddur á ökkla og verður frá æfingum og keppni í þrjár vikur, en hann meiddist í leik gegn Düsseldorf um helgina. Þá er Arnór Atlason, leikmaður Magdeburgar, einnig frá vegna meiðsla, en hann meiddist á æfingu í síðustu viku og verður líka frá í þrjár vikur. Sport 13.10.2005 19:02 ÍBV og Haukar sigruðu ÍBV og Haukar sigruðu í leikjum sínum í undanúrslitum í handbolta kvenna í kvöld. ÍBV sigraði Stjörnuna í Eyjum með eins marks mun, 20-19, á meðan Haukar burstuðu Val með fjórtán marka mun, 33-19. Sport 13.10.2005 19:03 Ciudad í úrslitaleikinn Ólafur Stefánsson og félagar í Ciudad Real voru rétt í þessu að tryggja sér farseðilinn í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í handbolta en liðið tapaði með tveggja marka mun fyrir franska liðinu Montpellier, 33-31. Það kemur ekki að sök þar sem Ciudad sigraði fyrri leik liðanna á Spáni með 6 mörkum. Ólafur fékk rauða spjaldið í seinni hálfleik. Sport 13.10.2005 19:02 Kalandaze hetja ÍBV Tite Kalandaze tryggði Eyjamönnum sæti í undanúrslitum í DHL-deildar karla þegar hann skoraði sigurmarkið með þrumuskoti á síðustu sekúndu oddaleiks ÍBV og Fram í Vestmannaeyjum í gær. Sport 13.10.2005 19:02 « ‹ 105 106 107 108 109 110 111 112 113 … 123 ›
Ryðgaðir Haukar unnu Val Íslandsmeistarar Hauka sigruðu Val í kvöld með fjórum mörkum, 29-25, þótt þeir hafi verið frekar ryðgaðir eftir 12 daga hvíld. Breiddin brást hjá Valsmönnum en aðeins tveir leikmenn - Heimir Örn Árnason og Vilhjálmur Ingi Halldórsson - létu að sér kveða í þeirra liði í kvöld. Aðrir voru í daprir eða hreinlega í tómu rugli. Sport 13.10.2005 19:05
Flensburg þýskur bikarmeistari Flensburg sigraði Kiel 33-31 í úrslitum þýsku bikarkeppninnar í handbolta í gær. Sport 13.10.2005 19:04
ÍBV vann einvígið við Stjörnuna Eyjastúlkur hafa tryggt sér farseðilinn í úrslitarimmuna um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta þar sem þær mæta Haukum, eftir stórsigur á Stjörnunni í oddaleik í Eyjum í dag, 32-24. Staðan í hálfleik var 16-12 fyrir ÍBV sem vann einvígið 2-1. Markahæstar hjá ÍBV voru Anastasia Patsiou með 10 mörk og Eva Björk Hlöðversdóttir með 8. Sport 13.10.2005 19:04
Ólafur með fjögur gegn Cangas Ólafur Stefánsson skoraði fjögur mörk fyrir Ciudad Real sem sigraði Cangas með 35 mörkum gegn 31 í spænsku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Ciudad Real er sem fyrr í 3. sæti deildarinnar. Sport 13.10.2005 19:04
ÍBV stúlkur yfir í hálfleik Íslandsmeistarar ÍBV eru 16-12 yfir í hálfleik gegn Stjörnunni í oddaleik liðanna í undanúrslitakeppni kvenna í handbolta en leikið er í Vestmannaeyjum. Markahæstar hjá ÍBV eru Anastasia Patsiou og Eva Björk Hlöðversdóttir með 5 mörk. Hjá Stjörnunni er Hekla Daðadóttir markahæst með 5 mörk og Kristín Clausen með 3 mörk. Sport 13.10.2005 19:04
Óvæntur sigur Wallau á Essen Óvænt úrslit urðu í þýsku úvalsdeildini í handbolta þegar Wallau Massenheim, sem er nánast gjaldþrota, sigraði Essen með 34 mörkum gegn 32. Einar Örn Jónsson skoraði tvö mörk fyrir Wallau Massenheim en leikmenn liðsins hafa ekki fengið greidd laun síðan í desember. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sex mörk fyrir Essen sem er í 6. sæti deildarinnar en Wallau Massenheim er í 9. sæti. Sport 13.10.2005 19:04
Stjörnuhrap í Eyjum ÍBV og Haukar mætast í úrslitum DHL-deildar kvenna en Íslandsmeistarar ÍBV tryggðu sér réttinn til þess að mæta Haukum í dag er það valtaði yfir Stjörnuna, 32-24, í oddaleik liðanna í Eyjum. Sport 13.10.2005 19:04
Árni á leið til Flensburg Árni Þór Sigtryggsson, stórskytta úr Þór, mun fá samning frá þýska meistaraliðinu Flensburg strax eftir helgi. Samningurinn sem er til þriggja ára kemur í kjölfar dvalar Árna Þórs hjá félaginu. Sport 13.10.2005 19:04
Magdeburg lagði Wetzlar Magdeburg sigraði Wetzlar með 32 mörkum gegn 23 á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Róbert Sighvatsson skoraði tvö mörk fyrir Wetzlar en Sigfús Sigurðsson eitt fyrir Magdeburg. Sport 13.10.2005 19:04
Leiknum í Eyjum frestað Oddaleik ÍBV og Stjörnunnar í undanúrslitum DHL-deildar kvenna í handknattleik hefur verið frestað til morguns vegna veðurs. Leikurinn mun fara fram kl. 14.30 Sport 13.10.2005 19:04
Einar Örn fær ekki laun Einar Örn leikur með þýska úrvalsdeildarfélaginu Wallau Massenheim en félagið hefur verið í miklum fjárhagsörðugleikum í langan tíma. Forsvarsmenn félagsins lugu að almenningi síðasta sumar þegar þeir sögðust hafa bjargað fjárhag félagsins en síðar kom í ljós að samningar sem þeir þóttust hafa gert voru til að mynda við fyrirtæki sem voru ekki til. Sport 13.10.2005 19:04
Heimavöllurinn verður djrúgur ÍBV og Stjarnan eigast við í undanúrslitum DHL-deildarinnar í handknattleik kvenna í Vestmannaeyjum í dag. Liðin tvö hafa verið hnífjöfn í sínum aðgerðum fram til þessa og unnust fyrstu tveir leikirnir með eins marka mun. Handknattleiksáhugafólk býst því við miklum baráttuleik í Eyjum í dag enda hreinn úrslitaleikur um sæti í lokaúrslitum mótsins. Sport 13.10.2005 19:04
Århus í undanúrslit Róbert Gunnarsson skoraði 8 mörk og Sturla Ásgeirsson 6 þegar Århus sigraði Tvis Holstebro 36-35 í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik en með sigrinum tryggði liðið sér sæti í undanúrslitum um danska meistaratitilinn. Sport 13.10.2005 19:04
Hamburg lá fyrir Gummersbach Einn leikur var í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik gærkvöld. Gummersbach lagði Hamburg með 29 mörkum gegn 24. Gummersbach í sjöunda sæti í deildinni með 32 stig en Hamburg sæti neðar en með sama stigafjölda. Sport 13.10.2005 19:03
Kvennahandboltinn í kvöld Stjarnan frá Garðabæ tryggði sér oddaleik gegn ÍBV í Eyjum með sigri í leik liðana í kvöld, 24-23, þar sem sigurmarkið kom rétt fyrir lok leiksins. Oddaleikurinn mun fara fram laugardaginn 16. apríl. Sigurliðið í þeim leik mun mæta Haukum í úrslitum en Haukar lögðu Val öðru sinni í kvöld og tryggðu sér um leið sæti í úrslitum. Sport 13.10.2005 19:03
Ótrúleg endurkoma Stjörnunnar Bikarmeistarar Stjörnunnar sýndu ótrúlegan karakter í Garðabænum í gær þegar þær fengu Íslandsmeistara ÍBV í heimsókn í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins. Stjarnan var með tapaðan leik þegar aðeins fimm mínútur voru eftir en heimastúlkur neituðu að gefast upp, skoruðu fimm síðustu mörk leiksins og tryggðu sér sigurinn. Sigurmarkið skoraði Kristín Guðmundsdóttir fjórum sekúndum fyrir leikslok en það var í fyrsta og eina skiptið sem Stjarnan var yfir í leiknum. Sport 13.10.2005 19:03
Haukar og ÍBV í úrslit? Í kvöld geta Haukar og ÍBV tryggt sér sæti í úrslitum Íslandsmótsins í handbolta kvenna. Stjarnan og ÍBV mætast í Ásgarði og Valur og Haukar í Valsheimilinu. Leikirnir hefjast klukkan 19.15. Sport 13.10.2005 19:03
Annar auðveldur sigur Haukakvenna Haukar sigruðu Valsstúlkur á sannfærandi hátt, 17-26, að Hlíðarenda í kvöld. Með sigrinum tryggðu Haukar sér sæti í úrslitum DHL-deildarinnar þar sem þær mæta annað hvort ÍBV eða Stjörnunni, en Stjarnan tryggði sér oddaleik í kvöld í mögnuðum leik. Sport 17.10.2005 23:41
Óli með 4 mörk í sigurleik Ólafur Stefánsson, landsliðsmaður í handknattleik, skoraði fjögur mörk fyrir Ciudad Real sem sigraði Almería 35-30 í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Ciudad Real er í 3. sæti deildarinnar með 43 stig. Sport 13.10.2005 19:03
Saknaði Fúsa sárt úr vörninni Línutröllið Sigfús Sigurðsson, oft uppnefndur Rússajeppinn, er byrjaður að leika með Magdeburg á nýjan leik eftir þrálát bakmeiðsli. Alfreð Gíslason, þjálfari Magdeburg, talaði um það fyrr í vetur að hann saknaði Sigfúsar sárt úr vörninni og hann er verulega ánægður með að hafa endurheimt Sigfús. Sport 13.10.2005 19:03
Öruggur sigur Essen Essen lagði botnlið Post Schwerin, 33-26, í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fjögur mörk fyrir Essen. Sport 13.10.2005 19:03
Guðjón Valur með 4 fyrir Essen Tveir leikir fóru fram í þýska handboltanum í kvöld en tveir Íslendingar voru í sviðsljósinu. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 4 mörk fyrir Essen í 33-26 sigri á Post Schwerin. Logi Geirsson skoraði eitt mark úr vítaskoti fyrir Lemgo sem 37-32 sigur á Lubecke. Logi og félagar í Lemgo eru í 4. sæti eftir 27 umferðir í handbolta bundesligunni og Essen í 6. sæti. Sport 13.10.2005 19:03
Árni kannar aðstæður hjá Flensburg Árni Þór Sigtryggsson, landsliðsmaður í hanknattleik og leikmaður Þórs á Akureyri, heldur í dag til Þýskalands til skoðunnar hjá þýska meistaraliðinu Flensburg, einu besta félagsliði heims. Bogdan Wenta, landsliðsþjálfari Pólverja og aðstoðarþjálfari Flensburgar, sá Árna Þór leika með landsliðinu skipað leikmönnum 21 árs og yngri í Laugardalshöll um páskana og mælti með pilti við forráðamenn Flensburgar. Sport 13.10.2005 19:02
Eva Björk tryggði ÍBV sigurinn Eva Björk Hlöðversdóttir tryggði ÍBV sigur á Stjörnunni í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum DHL-deildar kvenna í handbolta með marki úr vítakasti 20 sekúndum fyrir leikslok. Stjarnan fékk síðustu sóknina í leiknum en varnarveggurinn varði skot Hindar Hannesdóttur og leiktíminn rann út og ÍBV vann 20-19 í mjög spennandi leik. Sport 13.10.2005 19:03
Sannfærandi sigur Haukastelpna Haukar sigruðu Val á sannfærandi hátt í fjórðungsúrslitum DHL deildar kvenna í kvöld. Lokatölur urðu 33-19 eftir að Haukar hefðu leitt 15-6 í hálfleik. Haukar geta þar með tryggt sér sæti í úrslitunum með sigri í öðrum leiknum í Valsheimilinu á fimmtudaginn. Sport 13.10.2005 19:03
Hmam til Montpellier Túnisbúinn Wissem Hmam, sem varð markahæstur á heimameistaramótinu í handknattleik í byrjun árs, hefur gert fimm ára samning við franska meistaraliðið Montpellier. Honum er ætlað að leysa af hólmi landsliðsmanninn Nikola Karabatic, en hann hefur samið við Kiel í Þýskalandi. Sport 13.10.2005 19:02
Einar Örn frá í þrjár vikur Einar Örn Jónsson, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður Wallau Massenheim í Þýskalandi, er meiddur á ökkla og verður frá æfingum og keppni í þrjár vikur, en hann meiddist í leik gegn Düsseldorf um helgina. Þá er Arnór Atlason, leikmaður Magdeburgar, einnig frá vegna meiðsla, en hann meiddist á æfingu í síðustu viku og verður líka frá í þrjár vikur. Sport 13.10.2005 19:02
ÍBV og Haukar sigruðu ÍBV og Haukar sigruðu í leikjum sínum í undanúrslitum í handbolta kvenna í kvöld. ÍBV sigraði Stjörnuna í Eyjum með eins marks mun, 20-19, á meðan Haukar burstuðu Val með fjórtán marka mun, 33-19. Sport 13.10.2005 19:03
Ciudad í úrslitaleikinn Ólafur Stefánsson og félagar í Ciudad Real voru rétt í þessu að tryggja sér farseðilinn í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í handbolta en liðið tapaði með tveggja marka mun fyrir franska liðinu Montpellier, 33-31. Það kemur ekki að sök þar sem Ciudad sigraði fyrri leik liðanna á Spáni með 6 mörkum. Ólafur fékk rauða spjaldið í seinni hálfleik. Sport 13.10.2005 19:02
Kalandaze hetja ÍBV Tite Kalandaze tryggði Eyjamönnum sæti í undanúrslitum í DHL-deildar karla þegar hann skoraði sigurmarkið með þrumuskoti á síðustu sekúndu oddaleiks ÍBV og Fram í Vestmannaeyjum í gær. Sport 13.10.2005 19:02
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti