Íslenski handboltinn

Fréttamynd

Grótta lagði Hauka

Þrír leikir fóru fram í efstu deild kvenna í handbolta í dag. Grótta lagði Hauka örugglega 27-22, Natasja Damljamovic og Eva Kristinsdóttir skoruðu 6 mörk hvor fyrir Gróttu en Hanna Guðrún Stefánsdóttir og Sandra Stokovic skoruðu 7 hvor fyrir Hauka.

Handbolti
Fréttamynd

Aftur tap fyrir Ungverjum

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik tapaði annan daginn í röð fyrir Ungverjum í æfingaleik ytra, nú 32-28 eftir að hafa verið undir 17-12 í hálfleik. Logi Geirsson var aftur markahæstur í íslenska liðinu með 8 mörg og þeir Ásgeir Örn Hallgrímsson og Guðjón Valur Sigurðsson skoruðu 4 mörk hvor.

Handbolti
Fréttamynd

Tap fyrir Ungverjum í æfingaleik

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik tapaði 39-31 fyrir Ungverjum í æfingaleik ytra í dag. Mikil meiðsli eru í herbúðum íslenska liðsins og fengu því nokkrir leikmenn sem ekki hafa verið mikið í sviðsljósinu með liðinu að spreyta sig í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Haukar lögðu ÍBV

Það var sannkallaður stórleikur á dagskrá í DHL deild kvenna í handbolta í kvöld þegar Haukar sóttu ÍBV heim í Vestmannaeyjum. Haukastúlkur gerðu sér lítið fyrir og skelltu Íslandsmeisturunum 29-26. Þá voru tveir leikir í ss bikarnum. Stjarnan burstaði HK 38-25 og FH lagði Akureyri 25-16.

Handbolti
Fréttamynd

Grótta burstaði Fram

Einn leikur var á dagskrá í ss bikar kvenna í handbolta í kvöld. Grótta burstaði Fram 28-15 á Seltjarnarnesi eftir að hafa verið yfir í hálfleik 17-5. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir var markahæst í liði Gróttu með fimm mörk.

Handbolti
Fréttamynd

Haukastúlkur lögðu HK

Einn leikur fór fram í DHL deild kvenna í kvöld. Haukar unnu þar sannfærandi útisigur á HK í Digranesi 26-39. Haukar hafa hlotið 6 stig í 4 leikjum í deildinni en HK hefur aðeins unnið einn leik.

Handbolti
Fréttamynd

Ólafur ekki með gegn Ungverjum

Handknattleikssambandið sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem fram kemur að Ólafur Stefánsson muni ekki verða með landsliðinu í æfingaleikjunum tveimur í Ungverjalandi dagana 27.-28. október næstkomandi vegna meiðsla.

Handbolti
Fréttamynd

ÍR 2 lagði Víking/Fjölni í bikarnum

ÍR 2 lagði Víking/Fjölni í Austurbergi í kvöld 34-32 í SS-bikarkeppninni í handknattleik. Utandeildarlið ÍR hafði forystu allan leikinn og leiddi í hálfleik 19-14.

Sport
Fréttamynd

Patrekur og Konráð þjálfa Stjörnuna tímabundið

Patrekur Jóhannesson fyrirliði og Konráð Olavsson munu stýra karlaliði Stjörnunnar í handbolta þangað til eftirmaður Sigurðar Bjarnasonar finnst, en Sigurður sagði starfi sínu lausu í gær. Formaður handknattleiksdeildar félagsins staðfesti þetta í samtali við NFS í kvöld, en vonaðist til að ganga frá ráðningu þjálfara í vikunni.

Handbolti
Fréttamynd

Sigurður hættur að þjálfa Stjörnuna

Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem tilkynnt er að Sigurður Bjarnason hafi látið af störfum sem þjálfari karlaliðs félagsins og aðstoðarmaður hans Magnús Teitsson sömuleiðis.

Handbolti
Fréttamynd

Haukar úr leik

Haukastúlkur eru úr leik í Evrópukeppninni eftir að liðið gerði jafntefli við ungverska liðið Alcoa 22-22 á Ásvöllum í dag. Ungverska liðið vann fyrri leikinn með fimm marka mun og því er íslenska liðið úr leik.

Handbolti
Fréttamynd

Valur lagði Stjörnuna

Valsmenn unnu í dag góðan sigur á Stjörnunni í úrvalsdeild karla í handbolta 30-29 og því er Stjarnan enn án sigurs í deildinni eftir þrjá leiki. Ernir Hrafn Arnarson skoraði 7 mörk fyrir Val og Patrekur Jóhannesson skoraði einni 7 mörk fyrir Stjörnuna. Ólafur Haukur Gíslason varði 17 skot í marki Vals.

Handbolti
Fréttamynd

Haukar töpuðu fyrir Alcoa

Kvennalið Hauka tapaði í kvöld fyrri leik sínum gegn ungverska liðinu Cornexi Alcoa 31-26 í Evrópukeppninni í handbolta. Síðari leikur liðanna verður einnig á Ásvöllum og þar verður bíður Hauka erfitt verkefni gegn þessu sterka liði, sem komst í undanúrslit EHF keppninnar á síðustu leiktíð.

Handbolti
Fréttamynd

Grótta á toppnum

Einn leikur fór fram í DHL deild kvenna í handknattleik í kvöld. Gróttustúlkur styrktu stöðu sína á toppi deildarinnar með auðveldum sigri á HK 32-24 og hefur liðið unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum sínum í deildinni.

Handbolti
Fréttamynd

Einn nýliði í hópnum

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari hefur valið hópinn sem mætir Ungverjum í æfingaleikjum ytra í lok mánaðarins. Í hópnum er einn nýliði, Sigfús Sigfússon úr Fram.

Handbolti
Fréttamynd

HK á toppnum

Einn leikur var á dagskrá í DHL-deild karla í handknattleik í kvöld. Íslandsmeistarar Fram urðu að láta sér lynda jafntefli gegn HK í Digranesi 22-22 og því er Kópavogsliðið í efsta sæti deildarinnar.

Handbolti
Fréttamynd

Leik kvöldsins frestað

Leik Hauka og Stjörnunnar í DHL-deild kvenna sem fara átti fram í kvöld klukkan 20 hefur verið frestað og fer hann fram á sama tíma annað kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Munurinn lá í sóknarnýtingunni

Slæm nýting dauðafæra urðu Íslandsmeisturum Fram að falli í leik þeirra gegn Celje Lasko frá Slóveníu í Meistaradeildinni í handbolta í gær. Framarar komu heimamönnum í opna skjöldu með góðum leik en lokatölurnar, 35-24, voru of stórar miðað við gang leiksins.

Handbolti
Fréttamynd

Mjög mikilvægt fyrir félagið

Íþróttafélagið ÍBV hefur gert stóran samning við Ísfélag Vestmannaeyja hf. og Vinnslustöðina hf. sem kveður á um að fyrirtækin verði styrktaraðili félagsins næstu tvö árin. Skrifað var undir samninginn á lokahófi knattspyrnudeildar ÍBV sem fram fór á föstudag en fjármununum verður skipt á milli karla- og kvennaliða félagsins í fótbolta og handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

Stjarnan var tveimur sekúndum frá því að komast áfram

Stjarnan vann króatíska liðið Medvescak Zagreb 28-22 í síðari viðureign liðanna í Evrópukeppni bikarhafa sem fram fór í Ásgarði í gær. Þessi sex marka sigur nægir þó Stjörnunni ekki þar sem Zagreb vann sjö marka sigur í fyrri leiknum.

Handbolti
Fréttamynd

Haukar komnir áfram í EHF-keppninni

Haukar unnu ítalska liðið Conversano 28-26 á Ásvöllum í kvöld. Þeir eru komnir áfram í EHF-Evrópukeppninni í handbolta en þeir töpuðu með einu marki í Ítalíu og vinna því samanlagt með einu marki.

Handbolti
Fréttamynd

Akureyri vann góðan heimasigur

Akureyri vann góðan heimasigur, 33-24, á ÍR á Akureyri í dag. Sigur Akureyringa var aldrei í hættu en staðan í hálfleik var 17-9. Akureyringar léku mjög vel í dag og varnarleikur þeirra var góður að sama skapi náðu ÍR-ingar sér aldrei á flug.

Handbolti
Fréttamynd

Stjarnan vann Medvescak Zagreb

Stjarnan lagði Medvescak Zagreb, 29-23, í Evrópukeppni bikarhafa í Ásgarði í dag. Það dugði ekki til að komast áfram í keppninni því Króatarnir unnu fyrri leikinn með sjö marka mun. Klukkan átta í kvöld mætast Haukar og ítölsku meistararnir í Conversano í 2. umferð EHF-keppninnar.

Handbolti
Fréttamynd

Celje lagði Fram í Slóveníu

Celje Lasko frá Slóveníu vann öruggan sigur á Fram, 35-24, í Meistaradeild Evrópu í handknattleik. Framarar léku mjög vel mest allan leikinn og sköpðu sér mörg góð færi. Jafnræði var með liðunum framan af þó Celje væri alltaf nokkrum mörkum yfir . Í stöðunni 23-19 í seinni hálfleik bættu Slóvenarnir í og gerðu út um leikinn.

Handbolti
Fréttamynd

Krefjandi verkefni hjá Fram í Slóveníu

Þrjú íslensk lið verða í eldlínunni í Evrópukeppni karla í handbolta í dag. Tveir leikir fara fram hér á landi en Íslandsmeistarar Fram leika í Slóveníu gegn Celje í F-riðli Meistaradeildarinnar. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Sýn og hefst útsending 15.10. Fréttablaðið náði tali af Guðmundi Guðmundssyni, þjálfara Fram, þegar hann var á ferðalagi með liðinu í gær.

Handbolti
Fréttamynd

Stuðningurinn metinn á 40 milljónir

Ísfélag Vestmannaeyja hf. og Vinnslustöðin hf. hafa gert samstarfssamning við ÍBV íþróttafélag um stuðning við starfsemi meistaraflokka og unglingaráða karla og kvenna í knattspyrnu og handknattleik. Samningarnir gilda til ársloka 2008 og voru undirritaðir í lokahófi knattspyrnudeildar ÍBV í gærkvöld. Stuðningur fyrirtækjanna tveggja á samningstímanum er metinn á um 40 milljónir króna og skiptir í raun sköpum fyrir rekstur ÍBV íþróttafélags.

Handbolti
Fréttamynd

Bikarmeistararnir í Digranesið

Í dag var dregið í 32-liða úrslit karla og 16-liða úrslit kvenna í SS bikarnum. Í karlaflokki ber hæst að þar fá bikarmeistarar Stjörnunnar það erfiða verkefni að mæta HK mönnum, en Kópavogsliðið vann góðan sigur á bikarmeisturunum í deildinni í gær.

Handbolti
Fréttamynd

Haukar skelltu Íslandsmeisturunum

Haukar gerðu sér lítið fyrir og lögðu Framara að velli 30-29 í dhl deild karla í handbolta í kvöld. Andri Stefan skoraði 7 mörk fyrir Hauka, Guðmundur Pedersen 6 og þeir Gísli Þórisson, Árni Sigtryggsson og Freyr Brynjarsson 4 hver. Þorri Gunnarsson skoraði 8 mörk úr 8 skotum fyrir Fram og Sergey Serenko skoraði 6 mörk.

Handbolti
Fréttamynd

Öruggur sigur HK í Ásgarði

Lið Stjörnunnar í Garðabæ er enn án sigurs í DHL deild karla í handknattleik eftir að liðið steinlá á heimavelli fyrir HK í kvöld 28-23. Þetta var annar sigur HK í deildinni og tölfræði úr leiknum má lesa hér fyrir neðan.

Handbolti