Íþróttir barna

Fréttamynd

Loft­brú – já­kvæðar fjár­festingar í þágu barna

Við Íslendingar leggjum mikla áherslu á öflugt íþróttastarf. Það stuðlar að aukinni heilsu, öflugum forvörnum auk þess sem það eflir félagslegan þroska, og er börnum og ungmennum sérstaklega jákvæð reynsla. Nær öll ungmenni hér á landi stunda einhverja íþrótt og sum jafnvel fleiri en eina. Við sjáum þau jákvæðu áhrif sem virk þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi hefur á börnin okkar, áhrif sem fylgja þeim út í lífið.

Skoðun
Fréttamynd

Ritar opið bréf til Vöndu: „Sem rýtingur í brjóst okkar stelpna“

Frið­jón Árni Sigur­vins­son, þjálfari fjórða flokks kvenna KF/Dal­víkur í fót­bolta, ritar opið bréf til Vöndu Sigur­geirs­dóttur, formanns KSÍ, og birtir á sam­fé­lags­miðlum. Greinir Frið­jón Árni þar frá raunum liðsins sem fær ekki, sökum reglu­gerðar KSÍ, að taka þátt í úr­slita­keppni Ís­lands­mótsins. Reglu­gerðin sé sem rýtingur í brjóst stelpnanna sem sitji eftir niður­brotnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Keppti í hlaupaskotfimi í Crocs-skóm og kynlífsbol

Einn keppenda í hlaupaskotfimi á Unglingalandsmóti UMFÍ í gær klæddist Crocs-skóm. Sá fór kröftuglega af stað en þegar á leið dró úr honum og landaði hann ekki sigri. Mótið hefur farið fram á Sauðárkróki yfir verslunarmannahelgina.

Sport
Fréttamynd

Vilja Rey Cup-bikarinn til Afríku

Sextán malavískir knattspyrnudrengir eru staddir hér á landi til að keppa á Rey Cup sem fer fram í Laugardalnum í næstu viku. Drengirnir eru bjartsýnir á að þeim takist að vinna mótið. 

Sport
Fréttamynd

Æstir for­eldrar með frammí­köll fá bleika spjaldið

Tæplega þrjú þúsund stelpur keppa á Símamótinu sem hefst í kvöld og fer fram um helgina. Áhersla verður lögð á framkomu foreldra á mótinu og verður þeim foreldrum sem sýna vanvirðingu á hliðarlínunni veitt áminning með svokölluðu bleiku spjaldi. 

Innlent
Fréttamynd

Orkumótið hófst með hvelli þegar tjöld fuku og stangir brotnuðu

Mikið rok lék skipuleggjendur og þátttakendur Orkumóts ÍBV í Vestmannaeyjum grátt í gær þegar tjöld tókust á loft og tjaldstangir brotnuðu á tjaldstæðinu í Herjólfsdal. Eyjamenn ruku til að veita gestum aðstoð og var einhverjum komið í skjól en vel gekk að bjarga öllu, að sögn mótsstjóra.

Innlent
Fréttamynd

Í­búar kvörtuðu og körfurnar voru settar upp aftur

Körfu­bolta­körfur við Selja­skóla í Reykja­vík voru settar upp aftur nú síð­degis, eftir fjölda kvartana. Mikla at­hygli vakti þegar körfurnar voru teknar niður. Reykjavíkurborg segir körfur ekki verða fjarlægðar á skólalóðum. 

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er rosa mikil óvissa og ótrúlega leiðinlegt fyrir okkur“

„Dans er líka íþrótt,“ segja nemendur listdansskólans Plié sem mótmæltu og sýndu um leið listir sínar á Austurvelli í morgun. Greint var frá gjaldþroti dansskólans á mánudag en hann hefur verið starfræktur síðan 2014. Stjórnendur skólans segja framtíð listdansskóla á Íslandi í hættu fái þau ekki viðeigandi styrki frá hinu opinbera líkt og aðrar íþróttir og tómstundir. Nemendur skólans eru á leið á heimsmeistaramót eftir tæpan mánuð og segja óvissuna erfiða. 

Innlent
Fréttamynd

Sótbölvandi senseiinn sem elskaði að kenna

Boris Bjarni Akbachev féll frá á dögunum, 89 ára að aldri. Þar með er genginn einn mikilvægasti og áhrifamesti þjálfari íslensks handbolta. Boris þjálfaði lengst af yngri flokka hjá Val og marga af bestu handboltamönnum félagsins og landsins. Að sögn fyrrverandi leikmanna sem Vísir ræddi við var Boris mikill kennari sem bar hag þeirra fyrir brjósti, meðfram því sem hann blótaði þeim í sand og ösku.

Handbolti
Fréttamynd

Börn veðji á sína eigin leiki

Sálfræðingur segir mun fleiri leita til SÁÁ vegna íþróttaveðmála en áður, sérstaklega ungir íþróttamenn sem glíma við langt leidda veðmálafíkn. Dæmi séu um að veðmál hafi áhrif á íþróttaleiki hjá börnum.

Innlent
Fréttamynd

Gert upp á milli barna í Reykjavík

Opið bréf til borgarstjórnar og menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar. Nú hefur menningar-, íþrótta- og tómstundarráð Reykjavíkurborgar ákveðið að stytta sér leið til að efna þau hagræðingarloforð sem borgarstjórn lagði upp með í desember síðastliðnum. Eins og svo oft áður í rekstri borgarinnar er sparnaður látinn bitna á varnarlausum hópum sem geta ekki varið hagsmuni sína sjálfir, í þessu tilviki börnum sem iðka íshokkí og listskauta.

Skoðun