Tjáningarfrelsi

Fréttamynd

Af hverju stunda Píratar þöggun?

Í stuttu máli: Á Pírataspjallinu hefur lengi verið stunduð ritskoðun, þar sem reynt er að þagga niður tilteknar (málefnalega fram settar) skoðanir og fólk sem tjáir þær. Framkvæmdastjórn Pírata, sem ber ábyrgð á spjallinu hunsar kvartanir um þessa ritskoðun.

Skoðun
Fréttamynd

Skoðun og staðreyndir

Á skoðanasíðu Vísis eru frá degi til dags greinar eftir ráðherra, þingmenn, verkalýðsforingja, forstjóra og áhugafólk um hin ýmsu þjóðfélagsmál. Þarna má fá í útbreiddasta fréttamiðli landsins innsýn í skoðanir breiðs hóps fólks, yfirleitt vel rökstuddar, ágætlega fram settar og úr nánast öllum áttum. Þetta er sannkallað markaðstorg hugmynda.

Skoðun
Fréttamynd

Svartur listi rauða drekans

Íslenskur lögfræðingur hefur nú verið settur á svartan lista hjá stjórnvöldum í Kína og í kjölfarið fær maðurinn, Jónas Haraldsson ekki að stíga fæti á kínverska grundu og verða allir þeir fjármunir (sem hann er eflaust með) í Kína einnig frystir.

Skoðun
Fréttamynd

Ærumeiðingar ekki teknar alvarlega

Þann 19. mars sl. felldi Landsréttur tvo dóma í ærumeiðingamálum sem sprottin eru af fréttaflutningi af Hlíðamálinu, sem svo hefur verið kallað. Nánar tiltekið voru tveir menn, sem grunaðir voru um nauðgun, sakaðir um skipulagða kynferðisglæpi á opinberum vettvangi án þess að nokkuð lægi fyrir um sekt þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

Sýknudómur í máli Sjanghæ gegn Sunnu staðfestur

Landsréttur hefur staðfest sýknudóm úr héraði í máli veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri á hendur Sunnu Valgerðardóttur fréttamanni, Magnúsi Geir Þórðarsyni fyrrverandi útvarpsstjóra og Ríkisútvarpinu. Dómur var kveðinn upp klukkan 14. Eigandi Sjanghæ krafðist miskabóta upp á þrjár milljónir.

Fréttir
Fréttamynd

Mikil­vægi tjáningar­frelsisins

Fyrir nokkru fór fram heit umræða um hatursorðræðu í garð stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna á Íslandi. Því ber að fagna að fram fari lýðræðisleg umræða um tjáningarfrelsið hér á landi og hvenær réttmætt sé að takmarka það vegna réttinda annarra.

Skoðun
Fréttamynd

Um­mæli í Hlíðamálinu dæmd ómerk en miska­bætur lækkaðar

Landsréttur dæmdi í dag Hildi Lilliendahl Viggósdóttur og Oddnýju Arnarsdóttur hvora um sig til að greiða tveimur karlmönnum 100 þúsund krónur í miskabætur ásamt vöxtum og greiðslu málskostnaðar vegna ummæla sem þær létu falla í tengslum við svokallaða Hlíðamál. Ein ummæli Hildar og fjögur ummæli Oddnýjar voru dæmd ómerk.

Innlent
Fréttamynd

Tvenn ummæli Aldísar ómerkt og Sigmar sýknaður

Tvenn ummæli sem Aldís Schram lét falla um Jón Baldvin Hannibalsson föður sinn, í útvarpi annars vegar og á Facebook hins vegar, hafa verið dæmt ómerk. Þá var Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður sýknaður í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Ó­sam­mála um refsingu fyrir að af­neita Hel­förinni

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði í dag ásamt fleiri þingmönnum fram frumvarp til laga sem myndu gera það refsivert að afneita Helförinni. Refsingin gæti numið allt að tveggja ára fangelsi. Þingmaður Pírata er mótfallinn frumvarpinu. 

Innlent
Fréttamynd

Leggja til að afneitun helfararinnar verði bönnuð

Frumvarp sem leggur til bann við afneitun helfararinnar var lagt fram á Alþingi í dag. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingar, er flutningsmaður frumvarpsins en þingflokkur Samfylkingar, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og Andrés Ingi Jónsson, sem er utan flokka, standa einnig að málinu. 

Innlent
Fréttamynd

Dæmd í 43 ára fangelsi fyrir að móðga konungsfjölskylduna

Tælensk kona hefur verið dæmd í 43 ára fangelsi fyrir að móðga konungsfjölskyldu landsins. Er það lengsti dómur sem hefur verið veittur varðandi brot sem þetta í landinu. Lögin í kringum konungsfjölskyldu Taílands þykja einkar ströng og hefur ákærum á grundvelli þeirra farið fjölgandi.

Erlent
Fréttamynd

Parler ætlar í hart við Amazon

Samfélagsmiðillinn Parler ætlar að höfða mál gegn Amazon eftir að fyrirtækið neitaði að hýsa vefsíðu miðilsins áfram. Ákvörðun Amazon kom í kjölfar þess að bæði Google og Apple ákváðu að fjarlægja Parler úr smáforritaverslunum sínum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Parler ekki lengur aðgengileg

Vefsíða Parler, sem hefur verið lýst sem valkostur við Twitter, liggur nú niðri. Það gerist eftir að Amazon greindi frá því um helgina að fyrirtækið myndi frá og með deginum í dag hætta að hýsa síðuna vegna ítrekaðra brota á notendaskilmálum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Amazon neitar að hýsa Parler

Amazon hefur tilkynnt samfélagsmiðlinum Parler að fyrirtækið muni ekki hýsa síðuna vegna brota á notendaskilmálum. Því mun Parler ekki lengur vera aðgengileg nema síðan finni sér nýjan stað til þess að hýsa vefinn.

Viðskipti erlent