Tækni

Fréttamynd

Orku­ris­inn Equ­in­or leið­ir fjög­urr­a millj­arð­a fjár­fest­ing­u í CRI

Íslenska tæknifyrirtækið Carbon Recycling International (CRI) hefur lokið við 30 milljóna Bandaríkjadala fjármögnunarlotu, jafnvirði ríflega fjögurra milljarða króna. Equinor Ventures leiðir fjármögnunina en fyrirtækið er verðmetið á um tuttugu milljarða í viðskiptunum. Á meðal annarra fjárfesta sem leggja til fé í fjármögnuninni má nefna lífeyrissjóðinn Gildi, Lífeyrissjóð Vestmannaeyja og Sjóvá. 

Innherji
Fréttamynd

Jöfn - Tæknilega séð

Ísland er eftirbátur annarra Evrópuþjóða þegar kemur að fjölda þeirra sem starfa við upplýsingatækni, samkvæmt nýlegum tölum frá Eurostat. Frá því byrjað var að kenna tölvunarfræði á Íslandi hafa stelpur verið í minnihluta þeirra sem útskrifast úr greininni.

Skoðun
Fréttamynd

Spyr hvort Hreyfli sé heimilt að meina bíl­stjórum að skrá sig hjá Hopp

Fram­kvæmda­stjóri Hopp leigubíla segist ekki rang­túlka lög um leigu­bíla líkt og fram­kvæmda­stjóri Hreyfils hefur haldið fram. Stöðva­skylda sem fram­kvæmda­stjórinn vísi til hafi breyst og nú megi leigu­bíl­stjórar vera skráðir á fleiri en einni stöð og vera sjálf­stætt starfandi. Hún spyr sig hvort Hreyfill megi í raun meina bíl­stjórum sínum að skrá sig hjá Hopp.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bíl­stjórar Hreyfils megi ekki aka fyrir Hopp

Fram­kvæmda­stjóri Hreyfils segir að fyrir­tækið sam­þykki ekki að leigu­bíl­stjórar sem hafi stöð­var­pláss á Hreyfli keyri fyrir aðrar stöðvar líkt og Hopp á sama tíma. Hann segir fram­kvæmda­stjóra Hopp rang­túlka lög um leigu­bíla.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Apple kynnir spennandi nýjungar

Lykilræða Apple á WWDC ráðstefnunni í ár hefur sjaldan verið eins gjöful af tækjum og tólum. Apple kynnti nýja MacBook Air með 15” skjá, hraðari Mac Studio tölvur með M2 Max og M2 Ultra flögum og nýja Mac Pro tölvu með sömu flögum.

Samstarf
Fréttamynd

App­le bland­ar ver­u­leik­um

Forsvarsmenn tæknirisans Apple héldu í gær kynningu þar sem nýjar tölvur, nýtt stýrikerfi og fleira var opinberað. Ein vara hefur þó notið mun meiri athygli en aðra en það eru gleraugun Apple Vision Pro.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ranghugmyndir um hvaða fólk notar TikTok og hvernig

„Oft er TikTok bara meðhöndlað þannig að yngsta starfsmanninum er réttur síminn og hann beðinn um að gera eitthvað sniðugt,“ segir Klara Símonardóttir framkvæmdastjóri Petmark sem nýlega hlaut hæstu einkunn í viðskiptadeild Háskólans á Bifröst það sem af er ári, fyrir BS ritgerðina sína í viðskiptafræði.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Sonur minn er þörunga­sér­fræðingur

„Alright,” sagði strákurinn minn um daginn. Hann er tveggja ára og er að læra að tala. Ég sem hef alltaf lagt mig fram um að kenna honum íslenskt mál, les fyrir hann íslenskar bækur og hvet hann til þess að umgangast afa sinn sem er magister í bókmenntafræði. En hann er lítill svampur, sjálfstæður þátttakandi í samfélaginu og hann lærir frá fleirum en mér. Sem betur fer.

Skoðun
Fréttamynd

„Það er ekki lengur asnalegt að vera frumkvöðull“

„Það er mjög áhugavert að velta fyrir sér hversu mikið hefur breyst á þeim fimmtán árum síðan ég byrjaði í þessu nýsköpunarumhverfi. Það er ekki lengur asnalegt að vera frumkvöðull eins og þótti þá. Það þykir ekki lengur furðulegt að feta þessa leið, frekar en að velja að starfa hjá rótgrónu fyrirtæki,“ segir Kristján Freyr Kristjánsson, framkvæmdastjóri 50skills.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Nýsköpun í lagageiranum: Það á ekki að vera lúxus að leita réttar síns

„Ég lít á lögmennskuna sem þjónustustarf. Allt sem við getum gert til að flýta fyrir málsmeðferð, lækka kostnað og auka á gagnsæi fyrir borgarana er því eitthvað sem við eigum stöðugt að vinna að. Því það að standa í málaferlum er oftast eitthvað sem leggst þungt á fólk,“ segir Margrét Anna Einarsdóttir eigandi og stofnandi nýsköpunarfyrirtækisins Justikal.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Gervigreind greinir stærð og tegund fiska sem koma í troll

Hátæknifyrirtækið Stjörnu-Oddi hefur í samstarfi við Hafrannsóknastofnun þróað tæki sem nýtir gervigreind til að sjá hvaða fisktegundir koma í troll fiskiskipa sem og stærð fiskanna. Tæknin er sögð stórt stökk í hafrannsóknum en einnig geta aukið hagkvæmni veiða og bætt umgengni skipstjórnarmanna við fiskistofna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Google kynnti langlokusíma, gervigreind og fleira

Forsvarsmenn Google kynntu í gær fyrsta langlokusíma fyrirtækisins, nýjan Pixel síma og sömuleiðis nýja spjaldtölvu. Þá var kynnt nýtt Android stýrikerfi sem notað er í fjölmörgum snjallsímum og spjaldtölvum í heiminum. Kynning fyrirtækisins í gær snerist þar að auki að miklu leyti um gervigreind og spjallþjarka eins og Bard.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

„Þessi spjald­tölva er röddin hans“

Sam­skipta­tölvu sjö ára drengs með ein­hverfu var stolið í nótt úr vinnu­skúr föður hans. Pabbi hans biðlar til al­mennings um upp­lýsingar um tölvuna og heitir því að verði henni skilað verði engir eftir­málar.

Innlent
Fréttamynd

CRI að fá inn nýja fjárfesta sem metur félagið á yfir tuttugu milljarða

Íslenska tæknifyrirtækið Carbon Recycling International (CRI), sem framleiðir metanól úr koltvísýringi og vetni, er nú á lokametrunum með að klára liðlega fjögurra milljarða króna hlutafjáraukningu frá alþjóðlegum fjárfestum í því skyni að hraða vexti félagsins. Áætlað er að CRI verði metið á yfir tuttugu milljarða króna í því hlutafjárútboði sem er leitt áfram af hollenska bankanum ING.

Innherji
Fréttamynd

Gervigreindin bíður ekki eftir neinum

Gervigreind er komin til að vera og áhrif hennar á samfélagið, fyrirtæki og hagkerfi heimsins eru gríðarleg. Með gervigreind fylgir óvissa og hræðsla en bæði siðferðislegar og samfélagslegar áskoranir fylgja.

Samstarf
Fréttamynd

Verðum að grípa inn í áður en gervigreindin tekur völdin

Guðfaðir gervigreindar sagði upp hjá Google til að geta varað óheft við tækninni. Lektor í tölvunarfræði segir fulla ástæðu til að staldra við í gervigreindarkapphlaupinu - og frumkvöðull kunnugur tæknigeiranum varar við því að tæknin hreinlega taki yfir, grípi stjórnvöld ekki í taumana.

Innlent