Verðlag Seðlabankinn þarf nú að lækka stýrivexti Staðan er sú að háir stýrivextir hafa verið að auka verðbólguna undanfarið. Það er vegna þess að skuldabyrði fyrirtækja hefur þyngst með þessum óvenju miklu hækkunum stýrivaxta sem gengið hafa yfir á síðastliðnu ári. Það hefur ýtt undir verðhækkanir. Skoðun 18.11.2023 13:30 Væntingar um vaxtatoppinn „klárlega að koma niður“ vegna óvissunnar Jarðhræringar og óvissan um framvindu mála á Reykjanesskaga hafa slökkt í öllum væntingum skuldabréfafjárfesta um mögulega vaxtahækkun þegar peningastefnunefnd Seðlabankans kemur saman í næstu viku. Ávöxtunarkrafa styttri ríkisskuldabréfa hefur lækkað skarpt síðustu daga samtímis því að undirliggjandi raunvextir eru að koma niður, að sögn sjóðstjóra á markaði, en útlit er fyrir að fjármögnunarþörf ríkissjóðs eigi eftir að aukast talsvert frá fyrri áætlun vegna meiri hallareksturs. Innherji 15.11.2023 10:46 Fram og aftur í verðbólgumistri Ég held að flestir átti sig á að sú staðreynd að laun hækkuðu um 8,7% frá febrúar 2022 til febrúar 2023 samkvæmt launavísitölu Hagstofunnar segir ekki allt um þróun launa á þessu tímabili. Það skiptir líka máli – og að margra mati meira máli – að raunlaun lækkuðu á þessum tíma um 1,4% vegna þess að verðbólgan var 10,2%. Auðvitað skipta báðar tölurnar máli. Skoðun 13.11.2023 10:32 Hopp hækkar verðið Hopp Ísland hækkaði í dag startgjald í fyrsta sinn síðan rafhlaupahjólaleigan var opnuð árið 2019. Þá hækkar mínútugjald einnig. Framkvæmdastjóri segir hækkunina beina afleiðingu verðbólgu. Neytendur 10.11.2023 14:56 Vilja seðlabankastjóra burt og neyðarlög um lækkun vaxta Þingmaður Flokks fólksins og formaður VR krefjast þess að seðlabankastjóra verði vikið úr embætti fyrir meint mistök í vaxtamálum sem hafi aukið byrðar heimilanna í landinu. Þá verði stjórnvöld nú þegar að setja neyðarlög sem keyri vextina niður svo heimilin verði ekki ein látin bera ábyrgð á því að koma verðbólgunni niður. Viðskipti innlent 6.11.2023 12:13 Norræn lífskjör: Alltaf meira basl á Íslandi Atvinnurekendur tala gjarnan um að laun á Íslandi séu ein þau hæstu í Evrópu. En þeir horfa framhjá því að hér er verðlag það hæsta (ásamt Sviss). Húsnæðiskostnaður tekur hér stærri hluta af ráðstöfunartekjum þeirra yngri og tekjulægri en víða í grannríkjunum. Skoðun 2.11.2023 13:31 Stýrivaxtahækkanir farnar að bera árangur Verðbólga hjaðnar um 0,1 prósentustig milli mánaða og stendur nú í 7,9 prósentum. Hagfræðingur hjá Landsbankanum segir mælinguna ekki koma á óvart og að ljóst sé að stýrivaxtahækkanir Seðlabankans séu farnar að bera árangur. Viðskipti innlent 30.10.2023 11:40 Verðbólga hjaðnar um 0,1 prósentustig Vísitala neysluverðs hækkar um 0,6 prósent milli mánaða. Er verðbólga því 7,9 prósent á ársgrundvelli og hjaðnar um 0,1 prósentustig milli mánaða. Viðskipti innlent 30.10.2023 09:21 Ein stærsta millifærsla í áratugi á sér stað úr vasa sparifjáreigenda til skuldara Ein stærsta millifærsla í áratugi hefur nú átt sér stað úr vasa sparifjáreigenda til skuldara í gegnum neikvæða raunvexti. Verulega miklar fjárhæðir hafa verið færðir til. Það gengur ekki til lengdar að sparifjáreigendur standi undir þessu. Verðbólguskellurinn hefur því ekki fallið á heimilin í sama mæli og ef þau væru flest með verðtryggð lán, sagði seðlabankastjóri. Innherji 26.10.2023 14:24 Forstjóri Haga hefur áhyggjur af „sterkum hækkunartakti“ á innlendri framleiðslu Teikn eru á lofti um að hægt hefur á verðhækkunum á innfluttri dagvöru, segir forstjóri Haga, en hann hefur áhyggjur af „sterkum hækkunartakti“ á innlendri framleiðsluvöru. Innherji 19.10.2023 15:01 Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Ársfundur atvinnulífsins hefur fest sig í sessi sem mikilvægur vettvangur atvinnulífs og stjórnmála til að ræða brýn málefni samfélagsins og leiðir til að bæta lífskjör landsmanna. Fundurinn hefst klukkan 15 og stendur í klukkustund. Viðskipti innlent 19.10.2023 14:01 Mikil hækkun launakostnaðar ein helsta áhættan fyrir ytri stöðu þjóðarbúsins Mikil hækkun launakostnaðar á framleidda einingu hér á landi á síðustu árum er „langt yfir“ þeim viðmiðunarmörkum sem Hagstofa Evrópusambandsins (Eurostat) hefur sett til að meta mögulegt ójafnvægi á ytri stöðu hagkerfa. Verði framhald á launahækkunum umfram framleiðnivöxt mun það að líkindum leiða til verðbólgu, meiri viðskiptahalla og um leið gengislækkunar krónunnar, að mati Seðlabankans. Innherji 19.10.2023 11:47 Þórdís Kolbrún segir hækkun launa í krónutölu ekki málið Eftir stuttar hamingjuóskir var hart sótt að Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur nýjum fjármála- og efnahagsráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Hún sagði ekki tekjuvanda heldur útgjaldavanda hjá ríkinu. Sá vandi yrði ekki leystur með nýjum fjárfrekum verkefnum. Innlent 19.10.2023 11:20 Tveir úr peningastefnunefnd vildu hækka stýrivexti Tveir meðlimir peningastefnunefndar vildu hækka stýrivexti um 0,25 prósent þegar nefndin fundaði í upphafi mánaðar. Nefndin tilkynnti óbreytta stýrivexti þann 4. október síðastliðinn. Viðskipti innlent 18.10.2023 20:43 Enn og aftur ræðum við fátækt Í dag 17. október er alþjóðlegur baráttudagur gegn fátækt. Það hefur gengið illa að uppræta fátækt á Íslandi þó fátækt sé alvarlegt samfélagslegt mein sem bitnar því miður hvað mest á börnum. Árið 2021 (Hagstofan) átti rúmlega 51% einstæðra foreldra erfitt með að láta enda ná saman og víst er að staðan er mun verri núna og versnar hratt í því umhverfi sem vaxtahækkanir valda, minnkandi kaupmáttur, hækkun útgjalda og húsnæðiskostnaðar svo dæmi séu nefnd. Skoðun 17.10.2023 22:30 Væri til bóta að stjórnvöld taki upp tekjureglu þegar það „rignir inn krónum“ Varaseðlabankastjóri kallar eftir því að stjórnvöld bæti við sérstakri tekjureglu í lög um opinber fjármál. Ef það „rignir inn krónum“ í ríkiskassann, meira en gert var ráð fyrir, þarf að gæta þess að þeim verði ekki öllum varið í aukin útgjöld. Innherji 17.10.2023 15:41 Hagvöxtur töluvert minni næstu ár og stýrivaxtahækkunum lokið Í nýútgefinni hagspá Landsbankans til ársins 2026 segir að hátt vaxtastig hafi tekið að slá á eftirspurn, bæði einkaneyslu og fjárfestingu og að útlit sé fyrir að verðbólga hjaðni hægt og rólega á næstu mánuðum. Viðskipti innlent 17.10.2023 09:04 „Mjög óþægilegt“ að hærri vextir séu að hafa áhrif til hækkunar á verðbólgu Þótt sú aðferð að innihalda áhrif vaxtabreytinga á reiknaða húsaleigu við mælingu verðbólgu kunni að vera „fræðilega rétt“ þá hefur hún óheppileg áhrif núna þegar vextir Seðlabankans fara hækkandi, að sögn seðlabankastjóra. Árstaktur verðbólgunnar væri umtalsvert lægri um þessar mundir ef vaxtaþátturinn væri undanskilin í húsnæðisliðnum í vísitölu neysluverðs. Innherji 12.10.2023 11:02 Skuldabréfafjárfestar enn með augun á verðbólguáhættu vegna kjarasamninga Grunnur skuldabréfabréfamarkaður, með nánast engri þátttöku frá erlendum fjárfestum, þýðir að ekki er hægt að draga of sterkar ályktanir af skammtímahreyfingum á verðbólguálaginu, að sögn seðlabankastjóra. Með meiri vissu um þróun verðbólgu og vaxta er sennilegt að áhrifin verði lík því að „lemja á tómatsósuflösku“ þegar fjárfestar fari að koma allir inn í einu á skuldabréfamarkaðinn. Innherji 10.10.2023 12:20 Skrum um ferðaþjónustu Það er óumdeilt að stóra verkefnið fram undan er að ná niður verðbólgu og vaxtastigi í landinu. Til þess að vinna bug á vandamálum er nauðsynlegt að þekkja og horfast í augu við rót þeirra. Það er á hinn bóginn alveg ljóst að það er verulegur skortur á sameiginlegri sýn á rótum þess vanda sem við nú glímum við og hvað þá lausninni á honum. Skoðun 5.10.2023 18:31 Ofbauð verðið á kökusneiðum og kjötsúpu í Perlunni Viðskiptavinur Perlunnar segir verðlagningu á veitingum kaffihússins ósvífna. Tertusneið kostar 2.490 krónur og belgísk vaffla 2.790 krónur. Þá hafa nokkrir klórað sér í höfðinu yfir næstum fimm þúsund króna skammti af kjötsúpu, sem veitingastjóri staðarins segir sjálfur að sé okur. Neytendur 5.10.2023 10:44 Virðist vera „kappsmál“ sumra verkalýðsfélaga að tala upp verðbólguvæntingar Greinendur og markaðsaðilar spáðu rangt fyrir um vaxtaákvörðun peningastefnunefndar af því að þeir voru að einblína um of á skammtímamælikvarða en ekki heildarmyndina, að sögn seðlabankastjóra, sem segir það „einnar messu virði“ að leyfa talsvert háum raunvöxtum að vinna sitt verk. Óvænt ákvörðun um að halda vöxtunum óbreyttum var ekki gerð til að friða verkalýðshreyfinguna í aðdraganda kjaraviðræðna en mikilvægt er að hún geri sér grein fyrir að það sé á „hennar valdi að flýta fyrir vaxtalækkunum.“ Innherji 5.10.2023 09:56 „Ég er hálf orðlaus yfir ruglinu“ Formaður VR segir fullyrðingu seðlabankastjóra um að ekkert land í Evrópu nema Ísland hafi brugðist við verðbólgu með launahækkunum grafalvarlega. Innlent 4.10.2023 20:29 Allgóðar líkur á því að botninn hafi verið sleginn í vaxtahækkunarferlið Þótt alls ekki sé hægt að útiloka frekari hækkun stýrivaxta á næstunni eru allgóðar líkur á því að botninn hafi verið sleginn í vaxtahækkunarferlið í bili, að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Seðlabankastjóri segir þörf á hærri raunvöxtum, sem væntingar eru um að muni nást með lækkandi verðbólguvæntingum, en kjarasamningar á vinnumarkaði eiga eftir að ráða mestu um þróunin á skuldabréfamarkaði. Innherji 4.10.2023 17:24 Bein útsending: Ásgeir og Rannveig rökstyðja ákvörðun nefndarinnar Fulltrúar peningastefnunefndar Seðlabankans munu rökstyðja ákvörðun sína að halda stýrivöxtum óbreyttum á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Viðskipti innlent 4.10.2023 09:00 Seðlabankinn „staldrar við“ og ákveður óvænt að halda vöxtum óbreyttum Eftir að hafa hækkað meginvexti Seðlabankans fjórtán sinnum í röð hefur peningastefnunefnd ákveðið, sem er á skjön við spár nánast allra greinenda og markaðsaðila, að halda vöxtum óbreyttum í 9,25 prósent. Vísar hún til þess að óvissa sé um framvindu efnahagsmála og hvort aðhaldið sé nægjanlegt – raunvextir hafi hækkað nokkuð á árinu – og því vilji nefndin „staldra við.“ Innherji 4.10.2023 08:54 Kaupmáttur dróst saman í fyrsta skipti í ellefu ár Kaupmáttur á mann dróst saman um 0,1 prósent árið 2022 og á öðrum ársfjórðungi þesssa árs dróst hann saman um 5,2 prósent. Viðskipti innlent 3.10.2023 17:40 Markaðurinn spáir enn annarri hækkun og raunvextir verði „háir lengi“ Þrátt fyrir vísbendingar um kólnun í hagkerfinu eftir miklar vaxtahækkanir þá er líklegt að peningastefnunefnd Seðlabankans vilji ná raunvöxtum enn hærra í því skyni að auka taumhaldið frekar, að mati markaðsaðila og hagfræðinga í könnun Innherja, sem spá fimmtándu vaxtahækkun bankans í röð – en mikil óvissa er hversu langt verður gengið í þetta sinn. Þeir sem vilja taka minna skref, eða 25 punkta hækkun, benda á að jákvæðir raunvextir séu ekki byrjaðir að bíta en aðrir segja nauðsynlegt að halda háum raunvöxtum lengi eigi að ná tökum á verðbólguvæntingum. Innherji 2.10.2023 09:59 Ósáttur með verðlagningu og barði leigubílstjóra Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um mann sem hafði barið leigubílstjóra í miðbæ Reykjavíkur. Innlent 1.10.2023 16:48 Ávöxtunarkrafa ríkisbréfa tók snarpa dýfu eftir kaup erlends sjóðs Markaðsvextir á ríkisskuldabréfum lækkuðu talsvert á síðustu tveimur dögum vikunnar, sem tók sömuleiðis niður verðbólguálagið, samhliða kaupum erlends fjárfestis á óverðtryggðum bréfum og var veltan á markaði sú mesta frá því snemma árs 2020. Nýjar hagtölur sýna að verðbólguvæntingar fyrirtækja og heimila, bæði til skamms og lengri tíma, hafa lækkað talsvert sem peningastefnunefnd mun vafalaust líta til við ákvörðun vaxta í næstu viku. Innherji 30.9.2023 16:48 « ‹ 8 9 10 11 12 13 14 15 16 … 32 ›
Seðlabankinn þarf nú að lækka stýrivexti Staðan er sú að háir stýrivextir hafa verið að auka verðbólguna undanfarið. Það er vegna þess að skuldabyrði fyrirtækja hefur þyngst með þessum óvenju miklu hækkunum stýrivaxta sem gengið hafa yfir á síðastliðnu ári. Það hefur ýtt undir verðhækkanir. Skoðun 18.11.2023 13:30
Væntingar um vaxtatoppinn „klárlega að koma niður“ vegna óvissunnar Jarðhræringar og óvissan um framvindu mála á Reykjanesskaga hafa slökkt í öllum væntingum skuldabréfafjárfesta um mögulega vaxtahækkun þegar peningastefnunefnd Seðlabankans kemur saman í næstu viku. Ávöxtunarkrafa styttri ríkisskuldabréfa hefur lækkað skarpt síðustu daga samtímis því að undirliggjandi raunvextir eru að koma niður, að sögn sjóðstjóra á markaði, en útlit er fyrir að fjármögnunarþörf ríkissjóðs eigi eftir að aukast talsvert frá fyrri áætlun vegna meiri hallareksturs. Innherji 15.11.2023 10:46
Fram og aftur í verðbólgumistri Ég held að flestir átti sig á að sú staðreynd að laun hækkuðu um 8,7% frá febrúar 2022 til febrúar 2023 samkvæmt launavísitölu Hagstofunnar segir ekki allt um þróun launa á þessu tímabili. Það skiptir líka máli – og að margra mati meira máli – að raunlaun lækkuðu á þessum tíma um 1,4% vegna þess að verðbólgan var 10,2%. Auðvitað skipta báðar tölurnar máli. Skoðun 13.11.2023 10:32
Hopp hækkar verðið Hopp Ísland hækkaði í dag startgjald í fyrsta sinn síðan rafhlaupahjólaleigan var opnuð árið 2019. Þá hækkar mínútugjald einnig. Framkvæmdastjóri segir hækkunina beina afleiðingu verðbólgu. Neytendur 10.11.2023 14:56
Vilja seðlabankastjóra burt og neyðarlög um lækkun vaxta Þingmaður Flokks fólksins og formaður VR krefjast þess að seðlabankastjóra verði vikið úr embætti fyrir meint mistök í vaxtamálum sem hafi aukið byrðar heimilanna í landinu. Þá verði stjórnvöld nú þegar að setja neyðarlög sem keyri vextina niður svo heimilin verði ekki ein látin bera ábyrgð á því að koma verðbólgunni niður. Viðskipti innlent 6.11.2023 12:13
Norræn lífskjör: Alltaf meira basl á Íslandi Atvinnurekendur tala gjarnan um að laun á Íslandi séu ein þau hæstu í Evrópu. En þeir horfa framhjá því að hér er verðlag það hæsta (ásamt Sviss). Húsnæðiskostnaður tekur hér stærri hluta af ráðstöfunartekjum þeirra yngri og tekjulægri en víða í grannríkjunum. Skoðun 2.11.2023 13:31
Stýrivaxtahækkanir farnar að bera árangur Verðbólga hjaðnar um 0,1 prósentustig milli mánaða og stendur nú í 7,9 prósentum. Hagfræðingur hjá Landsbankanum segir mælinguna ekki koma á óvart og að ljóst sé að stýrivaxtahækkanir Seðlabankans séu farnar að bera árangur. Viðskipti innlent 30.10.2023 11:40
Verðbólga hjaðnar um 0,1 prósentustig Vísitala neysluverðs hækkar um 0,6 prósent milli mánaða. Er verðbólga því 7,9 prósent á ársgrundvelli og hjaðnar um 0,1 prósentustig milli mánaða. Viðskipti innlent 30.10.2023 09:21
Ein stærsta millifærsla í áratugi á sér stað úr vasa sparifjáreigenda til skuldara Ein stærsta millifærsla í áratugi hefur nú átt sér stað úr vasa sparifjáreigenda til skuldara í gegnum neikvæða raunvexti. Verulega miklar fjárhæðir hafa verið færðir til. Það gengur ekki til lengdar að sparifjáreigendur standi undir þessu. Verðbólguskellurinn hefur því ekki fallið á heimilin í sama mæli og ef þau væru flest með verðtryggð lán, sagði seðlabankastjóri. Innherji 26.10.2023 14:24
Forstjóri Haga hefur áhyggjur af „sterkum hækkunartakti“ á innlendri framleiðslu Teikn eru á lofti um að hægt hefur á verðhækkunum á innfluttri dagvöru, segir forstjóri Haga, en hann hefur áhyggjur af „sterkum hækkunartakti“ á innlendri framleiðsluvöru. Innherji 19.10.2023 15:01
Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Ársfundur atvinnulífsins hefur fest sig í sessi sem mikilvægur vettvangur atvinnulífs og stjórnmála til að ræða brýn málefni samfélagsins og leiðir til að bæta lífskjör landsmanna. Fundurinn hefst klukkan 15 og stendur í klukkustund. Viðskipti innlent 19.10.2023 14:01
Mikil hækkun launakostnaðar ein helsta áhættan fyrir ytri stöðu þjóðarbúsins Mikil hækkun launakostnaðar á framleidda einingu hér á landi á síðustu árum er „langt yfir“ þeim viðmiðunarmörkum sem Hagstofa Evrópusambandsins (Eurostat) hefur sett til að meta mögulegt ójafnvægi á ytri stöðu hagkerfa. Verði framhald á launahækkunum umfram framleiðnivöxt mun það að líkindum leiða til verðbólgu, meiri viðskiptahalla og um leið gengislækkunar krónunnar, að mati Seðlabankans. Innherji 19.10.2023 11:47
Þórdís Kolbrún segir hækkun launa í krónutölu ekki málið Eftir stuttar hamingjuóskir var hart sótt að Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur nýjum fjármála- og efnahagsráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Hún sagði ekki tekjuvanda heldur útgjaldavanda hjá ríkinu. Sá vandi yrði ekki leystur með nýjum fjárfrekum verkefnum. Innlent 19.10.2023 11:20
Tveir úr peningastefnunefnd vildu hækka stýrivexti Tveir meðlimir peningastefnunefndar vildu hækka stýrivexti um 0,25 prósent þegar nefndin fundaði í upphafi mánaðar. Nefndin tilkynnti óbreytta stýrivexti þann 4. október síðastliðinn. Viðskipti innlent 18.10.2023 20:43
Enn og aftur ræðum við fátækt Í dag 17. október er alþjóðlegur baráttudagur gegn fátækt. Það hefur gengið illa að uppræta fátækt á Íslandi þó fátækt sé alvarlegt samfélagslegt mein sem bitnar því miður hvað mest á börnum. Árið 2021 (Hagstofan) átti rúmlega 51% einstæðra foreldra erfitt með að láta enda ná saman og víst er að staðan er mun verri núna og versnar hratt í því umhverfi sem vaxtahækkanir valda, minnkandi kaupmáttur, hækkun útgjalda og húsnæðiskostnaðar svo dæmi séu nefnd. Skoðun 17.10.2023 22:30
Væri til bóta að stjórnvöld taki upp tekjureglu þegar það „rignir inn krónum“ Varaseðlabankastjóri kallar eftir því að stjórnvöld bæti við sérstakri tekjureglu í lög um opinber fjármál. Ef það „rignir inn krónum“ í ríkiskassann, meira en gert var ráð fyrir, þarf að gæta þess að þeim verði ekki öllum varið í aukin útgjöld. Innherji 17.10.2023 15:41
Hagvöxtur töluvert minni næstu ár og stýrivaxtahækkunum lokið Í nýútgefinni hagspá Landsbankans til ársins 2026 segir að hátt vaxtastig hafi tekið að slá á eftirspurn, bæði einkaneyslu og fjárfestingu og að útlit sé fyrir að verðbólga hjaðni hægt og rólega á næstu mánuðum. Viðskipti innlent 17.10.2023 09:04
„Mjög óþægilegt“ að hærri vextir séu að hafa áhrif til hækkunar á verðbólgu Þótt sú aðferð að innihalda áhrif vaxtabreytinga á reiknaða húsaleigu við mælingu verðbólgu kunni að vera „fræðilega rétt“ þá hefur hún óheppileg áhrif núna þegar vextir Seðlabankans fara hækkandi, að sögn seðlabankastjóra. Árstaktur verðbólgunnar væri umtalsvert lægri um þessar mundir ef vaxtaþátturinn væri undanskilin í húsnæðisliðnum í vísitölu neysluverðs. Innherji 12.10.2023 11:02
Skuldabréfafjárfestar enn með augun á verðbólguáhættu vegna kjarasamninga Grunnur skuldabréfabréfamarkaður, með nánast engri þátttöku frá erlendum fjárfestum, þýðir að ekki er hægt að draga of sterkar ályktanir af skammtímahreyfingum á verðbólguálaginu, að sögn seðlabankastjóra. Með meiri vissu um þróun verðbólgu og vaxta er sennilegt að áhrifin verði lík því að „lemja á tómatsósuflösku“ þegar fjárfestar fari að koma allir inn í einu á skuldabréfamarkaðinn. Innherji 10.10.2023 12:20
Skrum um ferðaþjónustu Það er óumdeilt að stóra verkefnið fram undan er að ná niður verðbólgu og vaxtastigi í landinu. Til þess að vinna bug á vandamálum er nauðsynlegt að þekkja og horfast í augu við rót þeirra. Það er á hinn bóginn alveg ljóst að það er verulegur skortur á sameiginlegri sýn á rótum þess vanda sem við nú glímum við og hvað þá lausninni á honum. Skoðun 5.10.2023 18:31
Ofbauð verðið á kökusneiðum og kjötsúpu í Perlunni Viðskiptavinur Perlunnar segir verðlagningu á veitingum kaffihússins ósvífna. Tertusneið kostar 2.490 krónur og belgísk vaffla 2.790 krónur. Þá hafa nokkrir klórað sér í höfðinu yfir næstum fimm þúsund króna skammti af kjötsúpu, sem veitingastjóri staðarins segir sjálfur að sé okur. Neytendur 5.10.2023 10:44
Virðist vera „kappsmál“ sumra verkalýðsfélaga að tala upp verðbólguvæntingar Greinendur og markaðsaðilar spáðu rangt fyrir um vaxtaákvörðun peningastefnunefndar af því að þeir voru að einblína um of á skammtímamælikvarða en ekki heildarmyndina, að sögn seðlabankastjóra, sem segir það „einnar messu virði“ að leyfa talsvert háum raunvöxtum að vinna sitt verk. Óvænt ákvörðun um að halda vöxtunum óbreyttum var ekki gerð til að friða verkalýðshreyfinguna í aðdraganda kjaraviðræðna en mikilvægt er að hún geri sér grein fyrir að það sé á „hennar valdi að flýta fyrir vaxtalækkunum.“ Innherji 5.10.2023 09:56
„Ég er hálf orðlaus yfir ruglinu“ Formaður VR segir fullyrðingu seðlabankastjóra um að ekkert land í Evrópu nema Ísland hafi brugðist við verðbólgu með launahækkunum grafalvarlega. Innlent 4.10.2023 20:29
Allgóðar líkur á því að botninn hafi verið sleginn í vaxtahækkunarferlið Þótt alls ekki sé hægt að útiloka frekari hækkun stýrivaxta á næstunni eru allgóðar líkur á því að botninn hafi verið sleginn í vaxtahækkunarferlið í bili, að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Seðlabankastjóri segir þörf á hærri raunvöxtum, sem væntingar eru um að muni nást með lækkandi verðbólguvæntingum, en kjarasamningar á vinnumarkaði eiga eftir að ráða mestu um þróunin á skuldabréfamarkaði. Innherji 4.10.2023 17:24
Bein útsending: Ásgeir og Rannveig rökstyðja ákvörðun nefndarinnar Fulltrúar peningastefnunefndar Seðlabankans munu rökstyðja ákvörðun sína að halda stýrivöxtum óbreyttum á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Viðskipti innlent 4.10.2023 09:00
Seðlabankinn „staldrar við“ og ákveður óvænt að halda vöxtum óbreyttum Eftir að hafa hækkað meginvexti Seðlabankans fjórtán sinnum í röð hefur peningastefnunefnd ákveðið, sem er á skjön við spár nánast allra greinenda og markaðsaðila, að halda vöxtum óbreyttum í 9,25 prósent. Vísar hún til þess að óvissa sé um framvindu efnahagsmála og hvort aðhaldið sé nægjanlegt – raunvextir hafi hækkað nokkuð á árinu – og því vilji nefndin „staldra við.“ Innherji 4.10.2023 08:54
Kaupmáttur dróst saman í fyrsta skipti í ellefu ár Kaupmáttur á mann dróst saman um 0,1 prósent árið 2022 og á öðrum ársfjórðungi þesssa árs dróst hann saman um 5,2 prósent. Viðskipti innlent 3.10.2023 17:40
Markaðurinn spáir enn annarri hækkun og raunvextir verði „háir lengi“ Þrátt fyrir vísbendingar um kólnun í hagkerfinu eftir miklar vaxtahækkanir þá er líklegt að peningastefnunefnd Seðlabankans vilji ná raunvöxtum enn hærra í því skyni að auka taumhaldið frekar, að mati markaðsaðila og hagfræðinga í könnun Innherja, sem spá fimmtándu vaxtahækkun bankans í röð – en mikil óvissa er hversu langt verður gengið í þetta sinn. Þeir sem vilja taka minna skref, eða 25 punkta hækkun, benda á að jákvæðir raunvextir séu ekki byrjaðir að bíta en aðrir segja nauðsynlegt að halda háum raunvöxtum lengi eigi að ná tökum á verðbólguvæntingum. Innherji 2.10.2023 09:59
Ósáttur með verðlagningu og barði leigubílstjóra Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um mann sem hafði barið leigubílstjóra í miðbæ Reykjavíkur. Innlent 1.10.2023 16:48
Ávöxtunarkrafa ríkisbréfa tók snarpa dýfu eftir kaup erlends sjóðs Markaðsvextir á ríkisskuldabréfum lækkuðu talsvert á síðustu tveimur dögum vikunnar, sem tók sömuleiðis niður verðbólguálagið, samhliða kaupum erlends fjárfestis á óverðtryggðum bréfum og var veltan á markaði sú mesta frá því snemma árs 2020. Nýjar hagtölur sýna að verðbólguvæntingar fyrirtækja og heimila, bæði til skamms og lengri tíma, hafa lækkað talsvert sem peningastefnunefnd mun vafalaust líta til við ákvörðun vaxta í næstu viku. Innherji 30.9.2023 16:48