Málefni trans fólks

Fréttamynd

Engin typpi í kvenna­klefanum þrátt fyrir af­leit lög

Góðu fréttir síðustu viku: Konan sem börn í skólasundi sáu í Grafarvogslaug var þá ekki með typpi eftir allt saman. Það er ekki Alþingi að þakka, ekki Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar, ekki skólastjóra Rimaskóla og ekki ábyrgðarmönnum Grafarvogssundlaugar. Það er engum að þakka nema þeim limberum (af öllum kynjum) sem hafa kosið að nota aðra aðstöðu til að afklæðast.

Skoðun
Fréttamynd

Leyfum börnum að vera börn

Ég held að þau séu fá sem ekki taka heilshugar undir staðhæfinguna „Leyfum börnum að vera börn.“ Hún hefur sést víða í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum undanfarið og oft í þeim tilgangi að halda því fram að það séu í raun einhver sem ekki séu þessu fylgjandi. Þar á meðal fólk eins og ég.

Skoðun
Fréttamynd

Þegiðu og ég skal hætta að hata þig!

Ofbeldi birtist á marga vegu og aðeins ein birtingarmynd þess er sú sem við urðum vitni að þegar ráðist var á hinsegin einstakling sem var að koma af sam-norrænni ráðstefnu um hvernig skuli bregðast við því bakslagi sem átt hefur sér stað í mannréttindabaráttu hinsegin fólks.

Skoðun
Fréttamynd

Transvæðingin og umræðan

Á sunnudaginn var kom ég fram í Sprengisandi á Bylgjunni ásamt Alexöndru Briem. Umræðuefnið var umdeilt kynfræðsluefni fyrir grunnskóla, auk þess sem komið var inn á samfélagsdeilur um hinseginfræðslu í skólum.

Skoðun
Fréttamynd

Lög­maður fari með rangt mál hvað varðar trans fólk

Vilhjálmur Ósk Vilhjálms, verkefnastjóri hjá Samtökunum '78, segir Evu Hauksdóttur lögmann hafa farið ranglega með staðreyndir í útvarpsþættinum Sprengisandi um helgina. Sagði Eva þar að öll Norðurlöndin nema Ísland hafi bannað hormónablokkera fyrir börn. 

Innlent
Fréttamynd

„Karl­menn eru tölu­vert betri í skák“

Forseti Skáksambands Íslands segist ekki sammála ákvörðun Alþjóðaskáksambandsins um að banna trans konum að keppa í kvennaflokki á mótum á vegum sambandsins. Hann segir alþjóðasambandið óttast vandamál sem aldrei hefur komið upp. Þá sé keppt í kvennaflokki þar sem karlar séu betri í skák. 

Innlent
Fréttamynd

Mig langar ekki að vera sís

Hæ, ég heiti Alexander og ég er trans maður. Fyrir þau sem þurfa frekari útskýringu þá þýðir það að ég fékk úthlutað kvenkyni við fæðingu, allir héldu að ég væri stelpa og seinna, kona, þangað til að ég sagði þeim að ég væri í raun karlmaður.

Skoðun
Fréttamynd

Eignaðist ungan kynja­­könnuð: „Það ert þú sem ert ekki að skilja að ég er stelpa“

Rithöfundurinn og baráttukonan Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur komið víða við. Samhliða því að gefa út bækur tengdu kynjajafnrétti braut hún blað í veraldarsögunni þegar þolandi og gerandi tóku höndum saman og fjölluðu um kynferðisofbeldi. Hún eignaðist tvíbura eftir tvísýna meðgöngu árið 2018 og hefur fjallað opinskátt á samfélagsmiðlum um hvernig fjölskyldan hefur hlúð að ódæmigerðri kyntjáningu Hlyns, annars tvíburanna.

Lífið
Fréttamynd

Stolt út um allt!

Þessa vikuna fögnum við fjölbreytileikanum í allri sinni dýrð og dásemd með Hinsegin dögum. Á þessum tíma árs nýti ég tækifærið og þakka fyrir frelsið og viðurkenninguna sem íslenskt samfélag hefur veitt mér sem lesbíu og öðru hinsegin fólki.

Skoðun
Fréttamynd

Baráttufólk lætur engan bilbug á sér finna

Hinsegin dagar eru handan við hornið með stútfullri dagskrá. Baráttufólk lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir skemmdarverk háværs minnihluta sem virðast tíðari á þessum árstíma.

Innlent
Fréttamynd

Er ég, virkilega, allt sem þú hatar? Kynvitund, kynhneigð og klám

Til hvers að skrifa? Til hvers að opna glugga inn í mína tilvist, fortíð og nútið? Til hvers að berjast við vindmyllur hatursins sem mörg ykkar segja að séu ekki alvöru, bara ímyndun á sama tíma og þið viðurkennið ekki tilvist mína?! Vegna þess að þið viðurkennið ekki tilvist mína. Vegna þess að þið viljið skerða mannréttindi mín enn frekar en nú er, þrátt fyrir að ég búi ekki við sömu lagaleg og samfélagsleg réttindi og þið. Vegna þess að það er ennþá, við og þið, í stað okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Gos, gaslýsingar og geðveiki!

Það hefur varla farið framhjá neinum að enn eitt eldgosið er hafið á Reykjanesi og það má vissulega segja að við erum öll orðin vel sjóuð í eldgosafræðum, þar sem hin þrjú stig gossins eru rætt í þaula. Fyrsta stig, kvikusöfnun, oft nefnt kvikuinnskot sem veldur þrýstingi sem veldur stigi tvö sem eru jarðskjálftar og að lokum þriðja stig sem er gosið sjálft.

Skoðun
Fréttamynd

Gagnrýna Rúv fyrir að ala á sundrungu

Fjöldi fólks í Samtökunum '78 hafa gagnrýnt fréttaflutning Rúv um nýyrðasamkeppni samtakanna. Rúv hafi einblínt á neikvæð ummæli fólks úti í bæ frekar en að ræða við sérfræðinga. Þannig hafi þau alið á frekari misskilningi um málið. Viðmælandi Rúv segir að meginatriðin í viðtali við hana hafi ekki endurspeglast í endanlegri frétt.

Innlent
Fréttamynd

Hæstiréttur Íslands segir kynmisræmi sjúkdóm

Kynmisræmi er sjúkdómur samkvæmt dómi Hæstaréttar Íslands frá 28. júní 2023, sem sneri við dómi Landsréttar frá 4. nóvember 2022. Þar komst Landsréttur að þeirri niðurstöðu að kynmisræmi sé ekki sjúkdómur, meðal annars á grundvelli laga um kynrænt sjálfræði, og fjarvistir frá vinnu vegna tengdra læknisaðgerða því ekki greiðsluskyldar af hálfu atvinnurekanda.

Skoðun