Náttúruhamfarir

Fréttamynd

Elding banaði ellefu á þekktum túr­ista­stað

Ellefu hið minnsta létu lífið þegar eldingu laust niður í gamlan virkis­turn á Ind­landi í gær. At­vikið átti sér stað í Jaipur héraði í norður­hluta landsins en virkið er vin­sæll á­fanga­staður túr­ista og turn þess þykir sér­lega vel fallinn til að taka svo­kallaðar sjálfu­myndir á símann sinn.

Erlent
Fréttamynd

Líkur á að gos fylgi hlaupi í Gríms­vötnum hafa aukist

Ekkert varð úr hrak­spám vísinda­manna síðasta sumar þegar þeir töldu næsta víst að jökul­hlaup yrði í Gríms­vötnum það árið og því gæti mögu­lega fylgt eld­gos en þetta tvennt fer oft saman á svæðinu. Og nú er staðan sú sama – eða í raun bendir fleira til þess að gos sé í vændum, því á liðnu ári hefur safnast enn meira vatns­magn í vötnin og enn meiri kvika í kviku­hólfið.

Innlent
Fréttamynd

Elsa stefnir til Bandaríkjanna

Hitabeltisstormurinn Elsa, sem skilið hefur eftir sig slóð eyðileggingar í Karíbahafsríkjum undanfarna dag, stefnir nú norður til Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Af­létta rýmingu á enn einu húsi í Varma­hlíð

Almannavarnanefnd Skagafjarðar fundaði í dag og tók ákvörðun um að rýmingu á húsi við Norðurbrún 7 í Varmahlíð skyldi aflétt frá og með klukkan 21 í kvöld. Rýming er þó enn í gildi fyrir Laugaveg 15 og 17 en aurskriða féll á húsin tvö í fyrradag.

Innlent
Fréttamynd

Aflétta rýmingu nokkurra húsa í Varmahlíð

Almannavarnanefnd Skagafjarðar tók þá ákvörðun í dag að aflétta rýmingu nokkurra húsa í Varmahlíð frá og með klukkan níu í kvöld. Húsin voru rýmd eftir að aurskriða féll á hús í bænum í gær.

Innlent
Fréttamynd

Rýming vegna aurskriðuhættu enn í gildi

Rýming húsa við Laugaveg og Norðurbrún í Varmahlíð stendur, að minnsta kosti þar til fundur almannavarnarnefndar fer fram núna í morgunsárið. Tilkynning um framhaldið verður birt á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra kl. 11.

Innlent
Fréttamynd

Aurskriða féll á tvö hús í Varmahlíð

Aurskriða féll á tvö hús í Varmahlíð í Skagafirði um klukkan fjögur í dag. Ekkert manntjón varð vegna skriðunnar en talsvert tjón varð á húsunum tveimur sem urðu fyrir skriðunni. Þetta staðfestir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra.

Innlent
Fréttamynd

Þrír látnir af völdum hvirfil­bylsins í Tékk­landi

Nú er ljóst að þrír létu lífið og um sextíu slösuðust þegar öflugur hvirfilbylur fór um nokkur þorp í suðausturhluta Tékklands í gær. Þök flettust af húsum, tré rifnuðu upp með rótum og bílar fuku um eins og lauf í vindi.

Erlent
Fréttamynd

Öflugur hvirfilbylur olli usla í Tékklandi

Um 150 manns eru slasaðir eftir að öflugur hvirfilbylur olli miklu tjóni á nokkrum þorpum í suðaustanverðu Tékklandi í dag. Bylurinn feykti þökum af húsum, reif upp tré með rótum og hvolfdi bílum.

Erlent
Fréttamynd

Bjarga verðmætum áður en hraunið tekur bæinn

Landeigendur Ísólfsskála keppast nú við að bjarga lausamunum og öðrum verðmætum áður en hraun flæðir yfir jörðina. Á sama tíma er verið að stika nýja gönguleið á stað þaðan sem sést yfir eldgíginn og áformað að opna nýtt bílastæði.

Innlent
Fréttamynd

Svona gæti hraunið litið út í lok sumars

Veður­stofan og Há­skóli Ís­lands hafa gefið út nýtt hraun­flæði­líkan, sem sýnir tvær mögu­legar sviðs­myndir fyrir hraun­flæði úr Nátt­haga. Ó­vissa er uppi um hve­nær hraun byrjar að flæða suður úr Nátt­haga eftir að svæðið fyllist af hrauni.

Innlent
Fréttamynd

Tuttugu mara­þon­hlauparar fórust í stormi

Tuttugu og einn maraþonhlaupari fórst eftir að hafa lent í stormi í norðvesturhluta Kína. Hlaupararnir voru að hlaupa hundrað kílómetra últramaraþon í Gulársteinaskóginum í Gansu-héraðinu í gær.

Erlent