Þýski boltinn

Fréttamynd

Guð­laugur Victor á leið til Schalke

Landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson mun á næstu dögum ganga til liðs við þýska stórveldið Schalke 04 sem er fallið úr efstu deild Þýskalands í knattspyrnu. Þetta herma heimildir íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2.

Fótbolti
Fréttamynd

Enginn skorað jafn mikið og Lewandowski í tæpa hálfa öld

Robert Lewandowski skoraði fyrsta mark leiksins þegar Bayern München og SC Freiburg gerðu 2-2 jafntefli í gær. Þetta var mark númer 40 hjá pólska framherjanum á tímabilinu, en enginn leikmaður hefur skorað svo mörg mörk á einu tímabili í þýsku úrvalsdeildinni síðan að Gerd Müller gerði það fyrir 49 árum.

Fótbolti
Fréttamynd

Lehmann rekinn eftir rasísk skilaboð

Jens Lehmann, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Þýskalands í fótbolta, hefur verið rekinn úr starfi hjá Herthu Berlín eftir rasísk skilaboð sem hann sendi Dennis Aogo.

Fótbolti
Fréttamynd

Daníel Þór færir sig um set

Daníel Þór Ingason, landsliðsmaður í handbolta, hefur ákveðið að færa sig um set og mun leika með þýska úrvalsdeildarfélaginu Balingen-Weilstetten á næstu leiktíð. Hann hefur undanfarin tvö ár leikið með danska félaginu Ribe-Esbjerg.

Handbolti
Fréttamynd

Bayern mistókst að tryggja sér titilinn

Bayern München tapaði óvænt 2-1 fyrir fallbaráttuliði Mainz í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag er fjórir leikir fóru fram. Mainz steig stórt skref frá fallsvæðinu með sigrinum.

Fótbolti
Fréttamynd

Mikilvægur sigur Bayern í toppbaráttunni

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir spilaði síðustu tíu mínúturnar í 3-2 útisigri Bayern München á Turbine Potsdam í 19. umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. Sigurinn er Bayern mikilvægur í toppbaráttunni en ríkjandi meistarar Wolfsburg bíða þeirra í næsta leik.

Sport
Fréttamynd

Grýttir með eggjum eftir fallið

Leikmenn Schalke voru grýttir með eggjum eftir að þeir töpuðu 1-0 gegn Arminie Bielefeld í gærkvöld. Tapið hefur í för með sér að Schalke er endanlega fallið úr efstu deild þýska fótboltans.

Fótbolti