Fótbolti

Poulsen sökkti Dortmund

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Yussuf Poulsen skoraði sigurmarkið
Yussuf Poulsen skoraði sigurmarkið EPA-EFE/CLEMENS BILAN

Borussia Dortmund mistókst að halda í við risana í Bayern Munchen í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld, en liðið mætti RB Leipzig. Það var Daninn Yussuf Poulsen sem reyndist munurinn á liðunum en hann skoraði sigurmarkið.

Dortmund var fjórum stigum á eftir Bayern Munchen fyrir leikinn og þar sem Bayern misstígur sig ekki oft þá þurfti Dortmund einfaldlega sigur. RB Leipzig hefur verið að sækja í sig veðrið eftir brösulega byrjun og komu inn í leikinn í áttunda sætinu með fimmtán stig.

Það var Frakkinn Cristopher Nkunku sem skoraði fyrsta mark leiksins á 29. mínútu. Hann fékk þá frábæra sendingu inn fyrir vörnina frá Josko Gvardiol, lék á markvörðinn og kláraði auðveldlega. Frábært mark og staðan 1-0 fyrir Leipzig. Þannig var staðan í hálfleik.

Það var hinn mikli liðsmaður Marco Reus sem jafnaði leikinn á 52. mínútu þegar hann fékk flotta stungusendingu frá Thomas Meunier og kláraði vel. Þetta reyndist þó ekki nóg fyrir þá gulu því danski landsliðsmaðurinn Yussuf Poulsen skoraði sigurmarkið á 68 mínútu eftir hraða sókn.

Dortmund er eftir leikinn með 24 stig eftir ellefu leiki í öðru sæti deildarinnar. Leipzig er komið í fimmta sætið með




Fleiri fréttir

Sjá meira


×