Þýski boltinn

Fréttamynd

Blaszczykowski með slitið krossband

KantmaðurinnJakub Blaszczykowski hjá þýska stórliðinu Borussia Dortmund tilkynnti í dag á Fésbókarsíðu sinni að hann sé með slitið krossband en hann meiddist á hægra hné í 2-2 jafntefli gegn Ausburg í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Zlatan: Ég kæmi frítt til Borussia Dortmund

Zlatan Ibrahimovic og Jurgen Klopp, þjálfari Borussia Dortmund, göntuðust fyrir framan sjónvarpsvélarnar þegar þeir hittust á verðlaunahátíð FIFA á mánudagskvöldið þar sem umræðuefnið var möguleg koma Zlatans til Dortmund.

Fótbolti
Fréttamynd

Bayern niðurgreiðir "dýra" Arsenal-miða

Evrópumeistarar Bayern München og Arsenal mætast í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í næsta mánuði og Þjóðverjarnir ætla að bregðast við háu miðaverði á Emirates-leikvanginum með því að greiða niður miðaverð fyrir stuðningsmenn sína.

Fótbolti
Fréttamynd

Ráðist á Boateng á Jóladag

Kevin-Prince Boateng varð fyrir líkamsárás á götum Kaarst í Þýskalandi á Jóladag. Þetta staðfestir lögregla við staðarblaðið Rheinische Post.

Fótbolti
Fréttamynd

Dortmund krefst 40 milljóna fyrir Reus

Dortmund hefur varað lið við að ef eitthvert þeirra ætli sér að kaupa Marco Reus, leikmann Dortmund og þýska landsliðsins þurfi sama lið að greiða 40 milljónir evra.

Fótbolti
Fréttamynd

Mitt erfiðasta ár á ferlinum

Jürgen Klopp hefur fengið að kynnast því að þjálfarastarfið hjá Dortmund er ekki alltaf auðvelt. Hann hefur náð ótrúlegum árangri með liðið þrátt fyrir oft á tíðum erfitt starfsumhverfi.

Fótbolti
Fréttamynd

Ribery bestur í Þýskalandi

Frakkinn Franck Ribery átti frábært ár með Bayern München og það kom því engum á óvart að hann skildi hafa verið valinn besti leikmaður þýsku Bundesligunnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Bayern München auðveldlega í úrslitaleikinn

Bayern München vann öruggan 3-0 sigur á kínverska liðinu Guangzhou í undanúrslitum Heimsmeistarakeppni félagsliða í Marokkó í kvöld. Bayern München mætir annaðhvort Raja Casablanca frá Marokkó eða Atlético Mineiro frá Brasilíu í úrslitaleiknum en hinn undanúrslitaleikurinn er spilaður á morgun.

Fótbolti
Fréttamynd

Dortmund er búið að gefast upp

Þó svo það aðeins desember hefur Tyrkinn Nuri Sahin, leikmaður Dortmund, játað sig sigraðan í baráttunni við Bayern München um þýska meistaratitilinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Höness æfur út í FIFA

Uli Höness, forseti Bayern München, er allt annað en sáttur út í alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, vegna þess að sambandið framlengdi frestinum vegna kjörs á knattspyrnumanni ársins.

Fótbolti
Fréttamynd

Bayern skoraði sjö mörk á móti Werder Bremen

Bayern München gefur ekkert eftir í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta en þýsku meistararnir fóru illa með Werder Bremen í 15. umferðinni í dag. Bayern vann leikinn 7-0 og er með sjö stiga forskot á Bayer 04 Leverkusen sem á leik inni seinna í kvöld.

Fótbolti