Þýski boltinn

Fréttamynd

Eyjólfur ekki áfram hjá Wolfsburg

Eyjólfur Sverrisson mun ekki halda áfram sem aðstoðarþjálfari hjá þýska úrvalsdeildarfélaginu Wolfsburg en það var tilkynnt á heimasíðu félagsins í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Gamli þjálfari Gylfa Þór tekur við liði Schalke

Ralf Rangnick, fyrrum þjálfari Gylfa Þór Sigurðssonar hjá Hoffenheim, hefur verið ráðinn þjálfari Schalke 04 daginn eftir að félagið rak Felix Magath. Schalke verður í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar á morgun en liðið er bara í 10. sæti í þýsku úrvalsdeildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Magath rekinn frá Schalke

Felix Magath, stjóri Schalke í Þýskalandi, hefur verið sagt upp störfum hjá félaginu þrátt fyrir að hann hafi komið liðinu í fjórðungsúrslit Meistaradeildar Evrópu.

Fótbolti
Fréttamynd

Tzavellas setti þýskt met og skoraði af 73 metra færi

Gríski leikmaðurinn Georgios Tzavellas hjá Frankfurt átti tilþrif helgarinnar í þýska fótboltanum en hann skoraði af 73 metra færi gegn Schalke. Það dugði ekki til þar sem að Schalke hafði betur 2-1 en markið hjá Tzavellas var frekar skrautlegt eins og sjá má í myndbandinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Veh rekinn frá Hamburg

Þýska knattspyrnuliðið Hamburg lét í dag þjálfarann Armin Veh taka pokann sinn eftir 6-0 tap gegn Bayern Munich í gær. Aðstoðarþjálfarinn Michael Oenning mun stýra liðinu út leiktíðina.

Fótbolti
Fréttamynd

Rehhagel orðaður við Schalke

Þrátt fyrir að Schalke sé komið í fjóðungsúrslit Meistaradeildar Evrópu eru forráðamenn liðsins sagðir þreyttir á slæmu gengi liðsins í deildinni heima og íhuga að segja stjóranum Felix Magath upp störfum.

Fótbolti
Fréttamynd

Verður van Gaal rekinn frá Bayern?

Sögusagnir eru um að Hollendingurinn Louis van Gaal verði rekinn frá Bayern Munich á næstu dögum. Bayern tapaði fyrir Hannover, 3-1, í gær og á að hættu að ná ekki í sæti í Meistaradeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Ballack neitaði að sitja á bekknum

Þýski landsliðsfyrirliðinn Michael Ballack neitaði að sitja á bekknum hjá Bayern Leverkusen í leiknum gegn Wolfsburg í gær og æfði þess í stað einn á meðan leiknum stóð.

Fótbolti
Fréttamynd

Orðið vel heitt undir Louis van Gaal hjá Bayern

Það er orðið vel heitt undir Hollendingnum Louis van Gaal sem þjálfar þýska stórliðið Bayern München. Bayern tapaði 3-1 á móti Hannover 96 í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en þetta var þriðja tap liðsins í röð.

Fótbolti
Fréttamynd

Wolfsburg steinlá á móti Bayer Leverkusen

Wolfsburg tapaði 3-0 á útivelli á móti Bayer Leverkusen í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en þetta var fjórði leikur liðsins undir stjórn þeirra Pierre Littbarski og Eyjólfs Sverrissonar.

Fótbolti
Fréttamynd

Leikur Hoffenheim hrundi eftir að Gylfi var tekinn útaf

Gylfi Þór Sigurðsson var í fyrsta sinn í byrjunarliðinu hjá Hoffenheim síðan 5. febrúar þegar liðið tapaði 0-2 á útivelli á móti botnliði Borussia Mönchengladbach í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Leikur Hoffenheim hrundi eftir að Gylfi var tekinn útaf rúmum hálftíma fyrir leikslok.

Fótbolti
Fréttamynd

Dortmund enn á sigurbraut

Michael Rensing átti stórleik í marki Köln í kvöld en náði þó ekki að koma í veg fyrir enn einn sigur Dortmund í þýsku úrvalsdeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Liðsfélagi Gylfa hjá Hoffenheim má ekki mæta á æfingar

Króatíski varnarmaðurinn Josip Simunic hjá Hoffenheim hefur fengið skýr fyrirmæli frá forráðamönnum félagsins að hann megi ekki lengur mæta á æfingar liðsins. Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson spilar einmitt með þýska liðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Fyrsti sigur Wolfsburg undir stjórn Littbarski og Eyjólfs

Wolfsburg endaði fjögurra leikja taphrinu í þýsku úrvalsdeildinni þegar liðið vann 2-1 sigur á botnliði Borussia Mönchengladbach í kvöld. Þetta var fyrsti sigur liðsins undir stjórn þeirra Pierre Littbarski og Eyjólfs Sverrissonar og liðið er eftir leikinn í þrettánda sæti deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Ekkert virðist stöðva Dortmund

Borussia Dortmund heldur áfram sínu striki í þýsku úrvalsdeildinni og virðast ekki ætla að láta frá sér efsta sætið, en þeir unnu þægilegan sigur á FC St.Pauli 2-0 í dag.

Fótbolti