Starfsmaður Hoffenheim, liðs Gylfa Þórs Sigurðssonar í þýska boltanum, hefur verið rekinn eftir að hann varð uppvís að því að nota hátalarakerfi vallarins til þess að þagga niður í stuðningsmönnum mótherjana.
Starfsmaðurinn gerði þetta í 1-0 sigurleik Hoffenheim á móti Borussia Dortmund á laugardaginn en stuðningsmenn Dortmund láta vanalega vel í sér heyra á leikjum liðsins.
Starfsmaðurinn breytti hljóðkerfi vallarins og náði að framkalla hátíðnihljóð sem trufluðu og pirruðu stuðningsmenn Borussia Dortmund sem voru duglegir að syngja níðsöngva um milljarðamæringinn Dietmar Hopp, eiganda Hoffenheim-liðsins.
Starfsmaðurinn áttaði sig víst ekki á hversu alvarlegt þetta var og leit aðeins á þetta sem smá stríðni gagnvart gestunum frá Dortmund.
Hvorki félagið né Dietmar Hopp vissu af þessu uppátæki starfsmannsins. Starfsmaðurinn sætir nú rannsókn og hefur að sjálfsögðu misst starfið sitt á Rhein-Neckar-Arena vellinum.
Notaði hátíðnihljóð til að þagga niður í stuðningsmönnum mótherjanna
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan
Enski boltinn


Skagamenn upp í Bónus deild karla
Körfubolti

Amman fékk að hitta Steph Curry
Körfubolti



