Tónlistarmennirnir okkar

Fréttamynd

„Eini metnaðurinn minn var að líða ekki illa“

Lóa Hjálmtýsdóttir, listakona og söngkona hljómsveitarinnar FM Belfast, glímdi við þunglyndi á unglingsárum. Hún segir erfitt að leyfa sér gleði á meðan þjóðarmorð standi yfir og ástandið í heiminum virðist versna.

Lífið
Fréttamynd

„Ég get ekki verið hamingju­samari“

„Mér finnst eins og allt sem ég hef skrifað eða gert áður en ég hitti hann sé skrifað af einhverjum manni sem er að leita að einhverju eða syrgja eitthvað,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson í þætti Auðuns Blöndal, Tónlistarmennirnir okkar á Stöð 2 í gærkvöldi.

Lífið
Fréttamynd

Fróaði sér á tón­leikum með Bríeti

Tónlistarkonan Bríet segist hafa lent í ýmsu á tónleikum sínum í gegnum tíðina. En það sem stendur mögulega upp úr var þegar einn tónleikagestur fróaði sér á miðjum tónleikum. Þetta kemur fram í síðasta þætti af Tónlistarmönnunum okkar á Stöð 2 sem var á sunnudagskvöldið.

Lífið
Fréttamynd

Sá ekki fyrir sér að eignast fjölskyldu

Valdimar Guðmundsson er einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar. Hans undurfagra rödd hefur vakið athygli síðustu tíu ár hér á landi. Í þættinum Tónlistarmennirnir okkar á Stöð 2 í gærkvöldi fékk Auðunn Blöndal að kynnast manninum betur.

Lífið
Fréttamynd

Fólk hneykslaðist þegar hún lét loka frekju­skarðinu

„Ég var mjög opin og tók þátt í skemmtunum og spilaði í öllum partýum, en ég leit ekki endilega á þetta sem eitthvað sem ég ætlaði að gera,“ segir Andrea Gylfadóttir sem fór yfir glæstan tónlistarferilinn í nýjasta þætti af Tónlistarmönnunum okkar.

Lífið
Fréttamynd

„Hann er raunverulegur snillingur, trúðu mér“

Síðasti gesturinn í þáttunum Tónlistarmennirnir okkar var sýndur í gærkvöldi á Stöð 2. Þar ræddi Auðunn Blöndal við Daníel Ágúst Haraldsson um feril hans í músíkinni en hann hefur bæði verið í Ný Dönsk í yfir 30 ár og lengi einnig komið fram með sveitinni GusGus.

Lífið
Fréttamynd

Erpur svaf ekki í þrjá mánuði í miðri ástarsorg

„Auðvitað kemur að því að allir verða ástfangnir og alveg rosalega mikið. Ég er að reyna sleppa því en ég klikkaðist,“ segir rapparinn Erpur Eyvindarson sem fjallað var um í Tónlistarmönnunum okkar á Stöð 2 í gær.

Lífið
Fréttamynd

„Það bara hrundi allt“

„Ég var komin með alveg rosalega fínan plötusamning með Jack Magic Orchestra hjá EMI og við spiluðum mikið út um allt í Bretlandi og Þýskalandi og algjör draumur í dós. Ég hefði getað hent mér fyrir björg fyrir þá músík,“ segir tónlistarkonan Ragnhildur Gísladóttir sem var gestur Auðuns Blöndal í þættinum Tónlistarmennirnir okkar á Stöð 2 í gærkvöldi.

Lífið
Fréttamynd

Auður hágrét eftir lofræðu Bubba Morthens

„Mér finnst þetta besti tónlistarmaðurinn sem hefur komið fram á Íslandi í áratugi. Hann heitir Auður og og hann er hérna með okkur í kvöld,“ sagði Bubbi Morthens á Þorláksmessutónleikum sínum fyrir rúmlega ári.

Lífið