Fótboltamenn „örva skapandi löngun“ og mynda nýtt tónlistartvíeyki Ágúst Orri Arnarson skrifar 28. júní 2024 12:01 Eyþór Aron Wöhler og Kristall Máni Ingason mynda tvíeykið HúbbaBúbba og gáfu út sitt fyrsta lag í dag. húbbabúbba Knattspyrnumennirnir Eyþór Aron Wöhler og Kristall Máni Ingason tóku óvænt höndum saman í hljóðveri og hafa nú gefið út glænýjan sumarsmell. Þeir leituðu til þekkts nafns í fótbolta- og tónlistarheiminum sér til auka, Loga Tómasson, einnig þekktur sem Luigi. Allt saman bar þetta nokkuð óvænt upp fyrir um tveimur vikum síðan þegar þeir félagar héngu saman í stúdíói. „Þetta verður til bara óvart, þeir eru í fríinu sína hérna heima, Kristall og Luigi. Við hoppum í stúdíó, ég og Kristall með Loga, eitt leiðir af öðru og við erum farnir að syngja. Þá verður þetta myndarlega lag til en þetta concept var ekkert til fyrir tveimur vikum síðar. Þetta er ungt og óvænt, bara slys ef það mætti segja það,“ segir annar af forsprökkum hópsins, Eyþór Aron Wöhler, í samtali við Vísi. View this post on Instagram A post shared by HúbbaBúbba (@hubbabubbamusik) Rík sköpunargleði sem verður að virkja Listaspíran hefur blundað lengi í Eyþóri og hann býr yfir ríkri sköpunargleði. Á síðasta ári gerðist hann rithöfundur og gaf út Frasabókina. „Það hefur alltaf einhvern veginn dottað í manni að gera eitthvað svona. Ég skrifa Frasabókina og geri eitthvað svona skapandi. Nú á bara að taka yfir tónlistarheiminn, eins og maður segir, örva þessa skapandi löngun sem maður hefur.“ Gæti reynst erfitt að ná þeim saman á svið Síðan hafa þeir hrundið af stað mikilli auglýsingaherferð á samfélagsmiðlum og loks í dag kom lagið út. Það gæti þó reynst aðdáendum HúbbaBúbba erfitt að fá þá til að flytja lagið saman þar sem Kristall (Sönderjyske) er búsettur í Danmörku, Logi (Strömsgodset) í Noregi og Eyþór (KR) á Íslandi. „Það er ekki hægt,“ segir Eyþór og hlær. „Nema Kristall og Logi fái helgarfrí eða eitthvað svoleiðis og fljúgi heim, annars er svakalega erfitt að vera að gigga eitthvað saman. Kristall getur það ekki þegar hann er að fara að spila á Parken eftir korter.“ Það er því ekkert útgáfupartý planað þar sem Logi og Kristall eru báðir erlendis eins og er en Eyþór segir mögulega eitthvað óvænt geta borið upp og bendir aðdáendum að fylgjast vel með á samfélagsmiðlum. Þjálfari KR dillar sér og dansar Eyþór er leikmaður KR, sem heyrir undir nýrri stjórn Pálma Rafns Pálmasonar, hann segir þjálfarann sem og aðra leikmenn liðsins hafa tekið vel í þetta allt saman. „Ég held nú að Pálmi sé ekkert nema bara sáttur. Ég sendi honum lagið áður en það kom út og hann var bara að dilla sér við það.“ Íslenski boltinn Besta deild karla Danski boltinn Norski boltinn Tónlist Atvinnumennirnir okkar Tónlistarmennirnir okkar Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Mallorca - Barcelona | Börsungar vilja aftur á sigurbraut Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Sjá meira
Allt saman bar þetta nokkuð óvænt upp fyrir um tveimur vikum síðan þegar þeir félagar héngu saman í stúdíói. „Þetta verður til bara óvart, þeir eru í fríinu sína hérna heima, Kristall og Luigi. Við hoppum í stúdíó, ég og Kristall með Loga, eitt leiðir af öðru og við erum farnir að syngja. Þá verður þetta myndarlega lag til en þetta concept var ekkert til fyrir tveimur vikum síðar. Þetta er ungt og óvænt, bara slys ef það mætti segja það,“ segir annar af forsprökkum hópsins, Eyþór Aron Wöhler, í samtali við Vísi. View this post on Instagram A post shared by HúbbaBúbba (@hubbabubbamusik) Rík sköpunargleði sem verður að virkja Listaspíran hefur blundað lengi í Eyþóri og hann býr yfir ríkri sköpunargleði. Á síðasta ári gerðist hann rithöfundur og gaf út Frasabókina. „Það hefur alltaf einhvern veginn dottað í manni að gera eitthvað svona. Ég skrifa Frasabókina og geri eitthvað svona skapandi. Nú á bara að taka yfir tónlistarheiminn, eins og maður segir, örva þessa skapandi löngun sem maður hefur.“ Gæti reynst erfitt að ná þeim saman á svið Síðan hafa þeir hrundið af stað mikilli auglýsingaherferð á samfélagsmiðlum og loks í dag kom lagið út. Það gæti þó reynst aðdáendum HúbbaBúbba erfitt að fá þá til að flytja lagið saman þar sem Kristall (Sönderjyske) er búsettur í Danmörku, Logi (Strömsgodset) í Noregi og Eyþór (KR) á Íslandi. „Það er ekki hægt,“ segir Eyþór og hlær. „Nema Kristall og Logi fái helgarfrí eða eitthvað svoleiðis og fljúgi heim, annars er svakalega erfitt að vera að gigga eitthvað saman. Kristall getur það ekki þegar hann er að fara að spila á Parken eftir korter.“ Það er því ekkert útgáfupartý planað þar sem Logi og Kristall eru báðir erlendis eins og er en Eyþór segir mögulega eitthvað óvænt geta borið upp og bendir aðdáendum að fylgjast vel með á samfélagsmiðlum. Þjálfari KR dillar sér og dansar Eyþór er leikmaður KR, sem heyrir undir nýrri stjórn Pálma Rafns Pálmasonar, hann segir þjálfarann sem og aðra leikmenn liðsins hafa tekið vel í þetta allt saman. „Ég held nú að Pálmi sé ekkert nema bara sáttur. Ég sendi honum lagið áður en það kom út og hann var bara að dilla sér við það.“
Íslenski boltinn Besta deild karla Danski boltinn Norski boltinn Tónlist Atvinnumennirnir okkar Tónlistarmennirnir okkar Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Mallorca - Barcelona | Börsungar vilja aftur á sigurbraut Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Sjá meira