Gísli Rafn Ólafsson

Fréttamynd

Pólitísk lof­orð

Kosningar snúast um loforð. Loforð um betra samfélag, aukna velferð, lægri skatta eða aukna þjónustu, nú eða að þykjast ætla að leggja beinharða peninga inn á bankabækir kjósenda.. En oftar en ekki reynast þessi loforð vera innantóm orð sem eru aðeins sett fram til að veiða atkvæði kjósenda.

Skoðun
Fréttamynd

Á­hyggju­laust ævi­kvöld

Eldra fólkið í samfélagi okkar á skilið áhyggjulaust og öruggt ævikvöld. Þessi kynslóð hefur lagt grunninn að því samfélagi sem við njótum í dag. Þau hafa unnið hörðum höndum alla sína ævi, byggt upp innviði landsins og skapað þau tækifæri sem við nótum nú.

Skoðun
Fréttamynd

Að draga línu í sjóinn – segjum nei við sjókvíaeldi

Í fjögur ár hefur verið ljóst að meirihluti íbúa Seyðisfjarðar er andvígur sjókvíaeldi í firðinum. Árið 2023 mældist sú andstaða 75 prósent í skoðanakönnun Múlaþings. Þessi andstaða hefur verið virt að vettugi, að mati Seyðfirðinga.

Skoðun
Fréttamynd

Út­rýmum fá­tækt á Ís­landi

Það er óneitanlega mótsögn í því að búa í einu ríkasta landi heims og samt þurfa að horfast í augu við fátækt innan eigin landamæra. Í landi þar sem við búum við gnægð auðlinda og þar sem efnahagsleg velmegun er staðreynd er það óásættanlegt að hluti samfélagsins búi við skort og óöryggi.

Skoðun
Fréttamynd

Hugsum út fyrir rammann til að leysa hús­næðis­vandann

Það er óumdeilt að húsnæðisskortur á Íslandi er eitt stærsta samfélagsvandamál okkar tíma. Ungt fólk, fjölskyldur og einstaklingar standa frammi fyrir erfiðum aðstæðum þegar kemur að því að finna sér viðeigandi húsnæði á sanngjörnu verði.

Skoðun
Fréttamynd

Að­gengi að hús­næði fyrir ungt fólk – ekki lúxus heldur grundvallarréttur

Það er staðreynd sem við getum ekki litið fram hjá að ungt fólk á Íslandi stendur frammi fyrir verulegum áskorunum þegar kemur að því að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Há fasteignaverð, lág laun og skortur á viðeigandi húsnæði gerir það að verkum að mörg ungmenni sjá sér ekki fært að stofna til heimilis eða hefja fjölskyldulíf.

Skoðun
Fréttamynd

Hús­næði fyrir fólk, ekki fjár­festa

Það er orðin staðreynd að húsnæðismarkaðurinn á Íslandi hefur tekið á sig mynd sem þjónar ekki hagsmunum almennings og sérstaklega ekki ungs fólks. Fjárfestar kaupa upp fasteignir með það að markmiði að leigja þær út til ferðamanna eða halda þeim auðum í von um verðhækkun.

Skoðun
Fréttamynd

Það er á­kvörðun að beita mann­vonsku

11 ára drengur með Duchenne-hrörnunarsjúkdóminn liggur á Barnaspítalanum og bíður brottvísunar sinnar af landinu. Sérfræðingar innan heilbrigðiskerfisins, hagsmunasamtök og almenningur hafa fordæmt brottvísun drengsins bæði vegna heilbrigðis- eða mannúðarsjónarmiða.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað getum við tekið á móti mörgum?

Óttinn við ófyrirsjáanlegan fjölda umsókna dúkkar upp í hvert skipti sem ræða á stöðu umsækjenda um alþjóðlega vernd. Þessi ótti er ekki nýr af nálinni og á sér ekki rætur í fjölgun umsókna síðustu ár, heldur hefur hann alla tíð fylgt umræðum um mögulega fólksflutninga til landsins.

Skoðun
Fréttamynd

Af hverju bara hálft skref á­fram?

Frumvarp háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um breytingar á Menntasjóði námsmanna eru skref í rétta átt fyrir námsmenn, en langt frá því skrefi sem þarf að taka til að uppfylla markmið sjóðsins, að tryggja námsmönnum tækifæri til náms, óháð efnahag og stöðu.

Skoðun
Fréttamynd

Útrýmum ó­vissu Grind­víkinga

Óvissa getur skapast þegar fólk hefur of litlar upplýsingar um atburð eða atburðarás. Sú óvissa gerir það að verkum að það er erfitt að skipuleggja eða spá fyrir um framtíðina. Þegar óvissa er til staðar þá magnast upp mikil streita. 

Skoðun
Fréttamynd

Vopna­hlé strax!

Þann 9. nóvember síðastliðinn samþykkti Alþingi Íslendinga ályktun þar sem kallað var eftir tafarlausu vopnahléi á Gazasvæðinu og allar aðgerðir Ísraels sem brjóta gegn alþjóðalögum fordæmdar. Ályktunin var samþykkt í kjölfar hjásetu Íslands í atkvæðagreiðslu um ályktun allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé af mannúðarástæðum, sem samþykkt var með 120 atkvæðum þann 27. október.

Skoðun
Fréttamynd

Á­byrgð okkar allra gagn­vart Grind­víkingum

Fyrir þrjátíu árum gekk ég í Björgunarsveit Hafnarfjarðar af því að ég fann mig knúinn til þess að gefa til baka til samfélagsins. Af sömu ástæðu hef ég boðið fram krafta mína, reynslu og þekkingu undanfarna tíu daga í Samhæfingarstöð Almannavarna.

Skoðun
Fréttamynd

Við þurfum að standa vaktina

Um þessar mundir horfum við upp á stórfellda eyðileggingu af völdum þeirra jarðskjálfta, landriss og landsigs sem á sér nú stað á sunnanverðu Reykjanesi. Grindavík er í miðju þessara skelfilegu hamfara og íbúar Grindavíkur eru að upplifa atburði á skala sem við höfum ekki séð hér á landi í rúma hálfa öld.

Skoðun
Fréttamynd

Ef sam­kennd væri drif­kraftur stjórn­mála

Myndir af látnum börnum sem grafin er upp úr húsarústum á Gaza. Myndir af 3 ára barni á strönd grískrar eyju eftir að það drukknaði á leið sinni frá Sýrlandi til Evrópu. Ungur albanskur drengur með bangsa í hönd sem starir út um dyragættina þegar verið er að vísa honum og foreldrum hans úr landi. Fatlaður einstaklingur sem tekinn er úr hjólastól og hent inn í lögreglubíl þegar flytja á hann úr landi.

Skoðun
Fréttamynd

Öld breytinga

Við lifum á öld mikilla breytinga. Það loftslag sem við og forfeður okkar hafa upplifað er að ganga í gegnum örar breytingar sem ógna framtíð barna okkar. Tæknibyltingin er að gjörbreyta menntun og vinnumarkaði. Aukið nám- og atvinnufrelsi milli landa hefur leitt til þess að við búum í fjölmenningarsamfélagi þar sem fjórðungur þjóðarinnar er af erlendu bergi brotinn. 

Skoðun
Fréttamynd

Styttum skulda­hala stúdenta

Slagorð eins og „mennt er máttur“ og „fjárfestum í framtíðinni“ heyrast oft þegar talað er um mikilvægi þess að ungt fólk mennti sig. Mikilvægið og þessi fögru slagorð virðast hins vegar auðveldlega gleymast þegar kemur að því að gera hinum almenna námsmanni kleift að stunda nám.

Skoðun
Fréttamynd

Framtíðin er núna!

Þær öru breytingar sem samfélag okkar gengur í gegnum kalla á nýja nálgun. Lausnir gærdagsins standast ekki kröfur dagsins í dag. Stjórnmál fortíðarinnar veikja möguleika okkar á að takast á við breytta heimsmynd.

Skoðun
Fréttamynd

Stígum öll upp úr skot­gröfunum

Við lifum á tímum mikilla breytinga og stórra áskorana sem krefjast þess að við tileinkum okkur nýjar aðferðir og ný viðhorf þegar við tökumst á við þann breytta heim sem við lifum nú í.

Skoðun
Fréttamynd

Tími hænu­skrefa er liðinn

Fjölmörg fyrirtæki víða um heim hafa áttað sig á því að ganga einungis út frá því að hámarka ágóða óháð öllu öðru stenst einfaldlega ekki tímans tönn. Fyrsta skrefið sem mörg þessara fyrirtækja tóku í átt að ábyrgari viðskiptaháttum var að átta sig á því að það er mikilvægt að huga að siðferði þegar kemur að viðskiptum.

Skoðun
Fréttamynd

Hver bendir á annan á þingi

Ég er oft spurður hvernig það sé að vera á þingi og það getur verið erfitt að svara því í stuttu máli, því það er margt gott sem ég hef upplifað á þessum tíma sem ég hef setið á þingi, en líka margt sem betur mætti fara.

Skoðun
Fréttamynd

Hvar er þrí­eykið?

Heimsfaraldur verðbólgu geysar nú hér á landi, en þrátt fyrir að hægt sé að rekja uppruna hans til stríðsins í Úkraínu og breytta heimsmynd eftir COVID, þá er ástandið hér á landi sérstaklega slæmt sökum aðgerðaleysis stjórnvalda og keðjuáhrifa hinnar séríslensku verðtryggingar.

Skoðun
Fréttamynd

Hvenær hefur maður samræði við barn?

„Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann?“ spurði Jón Hreggviðsson eftirminnilega í skáldsögunni Íslandsklukkan. Svarið við þessari spurningu má reyndar finna kyrfilega skilgreint í 23. kafla hegningarlaga.

Skoðun
Fréttamynd

Stríð ríkis­stjórnarinnar gegn mann­réttindum

Undanfarnar vikur hefur mikið verið rætt um meint málþóf Pírata. Það er rétt að við höfum tekið dágóðan tíma í að ræða útlendingafrumvarpið inni á þingi, en tilgangurinn með því var að gera heiðarlega tilraun til þess að fá samstarfsfólk okkar þar til að hlusta.

Skoðun
Fréttamynd

Á sið­ferði heima í stjórn­málum?

„Það má ekkert lengur” er yfirskrift átaks sem starfsendurhæfingarsjóðurinn VIRK setti í loftið nú á haustmánuðum til þess að vekja athygli á þeirri skekkju sem felst í slíkum hugsunar­hætti og af­vopna þau sem nota hann til þess að af­saka og við­halda rót­gróinni mis­beitingu valds á vinnu­stöðum.

Skoðun
Fréttamynd

Á samráð heima í stjórnmálum?

Við Íslendingar erum stolt af því að vera lýðræðisþjóð. Á fjögurra ára fresti kjósum við fulltrúa til þess að stjórna landinu og setja okkur lög. Margir spyrja sig hins vegar hvort fólk sem býr við fulltrúalýðræði geti í raun og veru ráðið einhverju um þær ákvarðanir sem teknar eru í umboði þess. Er í raun eitthvað hlustað á skoðanir fólks, nema kannski bara í aðdraganda kosninga og þá bara til þess að fá viðkomandi til þess að kjósa miðað við loforð sem strax eftir kosningar eru svikin?

Skoðun
Fréttamynd

Á mannúð heima í stjórnmálum?

Það að sýna mannúð er að sýna umhyggju fyrir öðrum, sér í lagi gagnvart þeim sem eru í erfiðum aðstæðum. Á hverjum degi sýnum við flest mannúð gagnvart fjölskyldumeðlimum okkar og stundum jafnvel gagnvart fólki sem við þekkjum ekki neitt.

Skoðun
Fréttamynd

Samlegðaráhrif af COP27

Nú stendur yfir tuttugasta og sjöunda Loftslagsráðstefna Sameinuðu Þjóðanna (COP27) í Egyptalandi þar sem saman eru komnir fulltrúar nær allra ríkja heims til þess að semja um næstu skrefin í því að takast á við neyðarástandið í loftslagsmálum. Þó svo að lítill árangur hafi enn sem komið er náðst við samningaborðið, þá eru stór skref tekin í baráttunni við loftslagsneyðina af þúsundum annarra þátttakenda sem hafa komið hingað í þessa strandborg við Rauðahaf til þess að takast á við neyðarástandið, hver á sinn máta.

Skoðun
  • «
  • 1
  • 2