Eldgos á Reykjanesskaga

Fréttamynd

Geti staðið yfir í mánuði verði ekki skrúfað fyrir

Framleiðni eldgossins við Litla-Hrút hefur líklegast dregist saman um helming frá því að gosið hófst í gær, að sögn prófessors í eldfjallafræði. Gosopið hafi nú minnkað og kvikustrókarnir um leið hækkað til muna. Gosið geti varið í vikur og jafnvel mánuði.

Innlent
Fréttamynd

„Fólk verður bara að bera ábyrgð á sjálfu sér“

Búið er að opna inn á gossvæðið við Litla-Hrút. Ljóst er að mikill fjöldi fólks mun leggja leið sína þangað en mikilvægt er að það sé meðvitað um hversu krefjandi gangan er. Samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra segir að það sé gömul saga og ný að fólk fari vanbúið af stað.

Innlent
Fréttamynd

Eldgos hafið - Er heimilið tryggt?

Eldgos er hafið á Reykjanesskaga enn á ný, nú í norðvesturhluta Litla-Hrúts. Við mælum með að gefa viðbragðsaðilum rými til þess að kanna aðstæður og hvetjum fólk að leggja ekki leið sína að gosinu strax.

Skoðun
Fréttamynd

Gos­ó­róinn lækki enn sem sé eðli­legt

Verulega hefur dregið úr krafti eldgossins við Litla-Hrút og hraunflæði minnkað sem sé eðlilegt að sögn náttúruvárssérfræðings hjá Veðurstofunni. Eldgosið malli með lotukenndum hætti en gosóróinn fari lækkandi.

Innlent
Fréttamynd

Magnaðar myndir frá Litla-Hrút

Eld­gos hófst í þriðja skiptið á þremur árum á Reykja­nesi í gær. Nú við Litla Hrút og hefur frétta­stofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar staðið vaktina.

Innlent
Fréttamynd

Verulega minni kraftur en í gær

Verulega hefur dregið úr krafti eldgossins við Litla-Hrút í nótt og hraunflæði hefur minnkað. Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, en hann var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Vaktin: Öll nýjustu tíðindi af eldgosinu á Reykjanesskaga

Eldgosið við Litla-Hrút hófst með krafti í gær klukkan 16:40 en síðan þá hefur verulega dregið úr krafti gossins og hraunflæði minnkað. Opnað var fyrir aðgengi fólks að gosinu eftir hádegi. Gangan er um tuttugu kílómetra löng fram og til baka.

Innlent
Fréttamynd

Á­ætlanir til staðar ef rýma þarf hverfi vegna gass

Rýmingaráætlanir eru til staðar ef grípa þarf til þess ráðs að rýma sveitarfélög nálægt eldgosinu við Litla-Hrút vegna slæmrar gasmengunar. Búið er að loka fyrir aðgang að eldstöðvunum vegna mengunarinnar sem er talin geta verið lífshættuleg.

Innlent
Fréttamynd

Magnús Tumi á gossvæðinu: „Við verðum bara að bíða og sjá“

Eldgosið í Litla-Hrúti er mun öflugra gos en þau tvö fyrri samkvæmt Magnúsi Tuma Guðmundssyni, prófessors í jarðeðlisfræði sem var í kvöld í beinni útsendingu við gosstöðvarnar í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann telur að hraunið komi til með að renna í Meradali en óljóst sé með umfang og lengd gossins á þessum tímapunkti.

Innlent
Fréttamynd

Segir gosið miklu öflugra en síðustu tvö

Upplýsingafundur Almannavarna vegna eldgossins á Reykjanesskaga fór fram nú í kvöld. Þar sagði Magnús Tumi, prófessor í jarðeðlisfræði, að gosið nú sé um tíu sinnum öflugra en eldgosið í Fagradalsfjalli árið 2021. 

Innlent
Fréttamynd

Fólk ná­lægt hrauninu þrátt fyrir hættu á gaseitrun

Lokað hefur verið fyrir aðgang að eldstöðvunum á Reykjanesi vegna gríðarlegrar gasmengunar sem telst vera lífshættuleg. Fólk sem er lagt af stað eða komið að svæðinu er beðið um að snúa við. Þrátt fyrir viðvaranir yfirvalda er nokkur fjöldi fólks á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Sefur í bílnum þar til hann fær að sjá gosið

Eldgos er enn hafið á Reykjanesskaga, þriðja árið í röð. Áhugi fólks á því að berja náttúruöflin augum virðist þó lítið hafa dvínað. Fréttastofa ræddi við fólk sem var mætt að Keilisafleggjaranum út af Reykjanesbraut í kvöld, en lögregla lokaði veginum fljótlega eftir að gos hófst. Einhverjir héldu þó í vonina um að svæðið yrði opnað síðar í kvöld. 

Innlent
Fréttamynd

Svona var upp­lýsinga­fundur vegna eld­gossins við Litla-Hrút

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar í Skógarhlíð klukkan 22 í kvöld um stöðu eldgossins við Litla-Hrút. Hættustig almannavarna hefur verið virkjað vegna eldgossins og búið er að loka fyrir aðgang að eldstöðvunum vegna gríðarlegrar gasmengunar sem telst lífshættuleg.

Innlent
Fréttamynd

Ekki hættu­laust á gos­stöðvunum

Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir að líkt og gosin árin 2021 og 2022 sé um að ræða lítið og frekar máttlaust gos. Ljóst er þó að það sé alls ekki hættulaust að vera á gosstöðvunum, þrátt fyrir stærð eldgossins.

Innlent
Fréttamynd

„Gætiru látið gjósa í til­efni dagsins?“

Leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir birti fyrr í dag hjartnæma færslu á Facebook síðu sinni þar sem hún minnist eiginmanns síns, Stefáns Karls Stefánssonar sem lést eftir erfiða baráttu við krabbamein árið 2018. Stefán Karl hefði orðið 48 ára í dag. 

Lífið
Fréttamynd

Gosið í takt við fyrri gos og fer ró­lega af stað

Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir í samtali við þáttastjórnendur að eldgosið sem nú er hafið sé í takt við hin gosin og að ekki sé um stórgos að ræða. 

Innlent
Fréttamynd

Löng leið að gosinu sem leynir á sér

Bæjar­stjóri Grinda­víkur segist feginn yfir fregnum af nýju gosi. Það hafi komið upp á góðum stað með til­liti til inn­viða. Hann varar al­menning við því að fara á staðinn, um sé að ræða langa leið sem leyni á sér.

Innlent
Fréttamynd

Þyrlu­flug yfir gos­stöðvar

Vísir var í beinni út­sendingu frá þyrlu­flugi yfir nýjum gos­stöðvum á Reykja­nesi eftir að gos hófst um klukkan 16:40 við Litla-Hrút. 

Innlent
Fréttamynd

Gos hafið á Reykjanesi: „Mikil hætta á að fólk verði fyrir gaseitrun“

Eldgos er hafið við fjallið Litla-Hrút á Reykjanesi, skammt frá Meradölum þar sem hraun kom upp á síðasta ári. Mikinn reyk og gas leggur nú upp af Reykjanesi og er talið að sprungan sé um 1.500 metrar að lengd. Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar mun fylgjast vel með þróun mála og má sjá allt það nýjasta í vaktinni. 

Innlent
Fréttamynd

Skjálft­a­skuggi myndaðist á laugar­dag

Skjálft­a­skuggi myndaðist síðast­liðinn laugar­dag norð­austur af Fagra­dals­fjalli og suð­vestur af Keili. Mögu­leiki er að kvika safnist þar fyrir en hug­takið nær yfir svæði þar sem nær engir skjálftar verða utan lítilla jarð­hræringa.

Innlent
Fréttamynd

„Jörðin opnast beint fyrir framan okkur“

Hjón úr Hafnar­firði urðu vitni að því hvar jörðin opnaðist fyrir framan þau þar sem þau voru stödd við ná­lægt skjálf­ta­upp­tökum við Keili í gær­kvöldi þegar að stærsti skjálfti hrinunnar til þessa reið yfir.

Innlent