Neytendur

Fréttamynd

Skinkan langódýrust í Prís

Prís er enn ódýrasta matvöruverslunin tæpum fjórum vikum eftir opnun. Það er niðurstaða nýjasta verðlagseftirlits ASÍ. Frá upphafi ágústmánaðar hafa fjórar stærstu matvöruverslanir landsins lækkað verð sín. Verðlag á matvöru lækkaði um 0,5 prósent á milli júlí og ágúst.

Neytendur
Fréttamynd

Óttast að fólk kaupi eitruð barna­föt fyrir jólin

Kínverskir markaðsrisar líkt og Temu og Shein hika ekki við að selja föt sem í eru skaðleg efni. Mastersnemi í líf- og læknavísindum segir það sérstakt áhyggjuefni hvað varðar börn og segist neminn óttast að fólk versli jólagjafir á síðunum.

Neytendur
Fréttamynd

„Prís­á­hrif“ í verð­bólgu­tölum

Verð á matvöru lækkaði á milli mánaða í fyrsta sinn í þrjú ár samkvæmt nýrri mælingu Hagstofunnar og verðbólga mjakast niður á við. Formaður Neytendasamtakanna fagnar þessu en hefur þungar áhyggjur af þróun raforkuverðs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mót­mæla sam­ráð­sum­mælum Breka og segja þau „hald­laus“

Samtök verslunar og þjónustu hafa mótmælt ummælum formanns Neytendasamtakanna um að „nokkurs konar þögult samkomulag“ hafa hlutina eins og þeir eru á dagvörumarkaði. Segja SVÞ ummæli formannsins vera „haldlaus“ og er bent á að formaðurinn hafi ekki fært nokkur rök máli sínu til stuðnings. Slíkt sé alvarlegt og feli í sér harkalega ásökun sem eigi ekki við rök að styðjast.

Neytendur
Fréttamynd

Verð­lag á mat­vöru lækkar í fyrsta sinn frá því í mars

Verðlag á matvöru hefur lækkað, samkvæmt greiningu verðlagseftirlits ASÍ, í fyrsta sinn frá því að nýir kjarasamningar voru undirritaðir í mars. Þróunin var komin vel á leið fyrir opnun lágvöruverðsverslunarinnar Prís um helgina. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá verðlagseftirliti ASÍ.

Neytendur
Fréttamynd

Ó­notuð hraðtískuföt hrannast upp hjá Rauða krossinum

Fatasöfnun Rauða krossins hefur tekið ákvörðun um að selja ekki vörur frá netverslunum eins og Shein og Temu í búðum sínum á Íslandi. Teymisstjóri söfnunarinnar segir gríðarlegt magn af slíkum fötum rata í söfnunargáma og oft séu þau jafnvel ónotuð.

Innlent
Fréttamynd

Temu kaupin getu hæg­lega orðið að fíkn

Sálfræðingur segir nýjar sölusíður líkt og Temu og Shein sem nýlega hafa rutt sér til rúms hér á landi hæglega geta orðið til þess að valda kaupfíkn. Síðurnar herji á notendur sem upplifi vellíðan við að versla sem mest á síðunum.

Neytendur
Fréttamynd

Hefja sölu á­fengis á næstu tveimur vikum

Undirbúningur Hagkaupa á netsölu áfengis er á lokametrunum og er búist við að hún hefjist á næstu tveimur vikum. Meiri tíma hefur tekið að hefja söluna en búist var við í upphafi að sögn framkvæmdastjóra. Ósætti ráðherra vegna málsins hafði ekki áhrif þar á.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verðstríð að hefjast á mat­vöru­markaði

Töluvert rými er fyrir samkeppni á matvörumarkaði, að mati sérfræðings hjá verðlagseftirliti ASÍ. Framkvæmdastjóri nýrrar lágvöruverðsverslunar segir markmiðið að hrista upp í fákeppnismarkaði.

Neytendur
Fréttamynd

Kominn tími til að Hopp og Zolo fái sam­keppni

Eistneska rafhlaupahjólaleigan Bolt hóf starfsemi á Íslandi í gær. Leiguverðið er mun lægra en hefur áður tíðkast á Íslandi og segir rekstrarstjórinn markmið þeirra að vera ávallt með lægsta verðið. Reynt verður að koma í veg fyrir að fólk undir áhrifum áfengis noti hjólin. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Havarti skal það sem sannara reynist

Viðskiptaráð Íslands birti í gær góða samantekt um áhrif innflutningstolla á matvælaverð. Niðurstöðurnar sýna vel hvað lækkun eða afnám tolla gæti haft jákvæð áhrif á verðlag á matvöru.

Skoðun
Fréttamynd

Evrópska rafhlaupa­hjóla­leigan Bolt opnar á Ís­landi í dag

Stærsta rafhlaupahjólaleiga Evrópu, Bolt, opnar á Íslandi í dag. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að til að byrja með verði 800 hlaupahjól í Reykjavík og að hægt sé að ferðast á þeim allt að 55 kílómetra í senn. Ekkert startgjald er til að leigja Bolt hlaupahjól og kostar mínútan 15 krónur eftir það.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rán um há­bjartan dag

Um verslunarmannahelgina fórum við konan til Akureyrar, höfuðstaðar Norðurlands. Þangað er gott að koma og veðrið var frábært. Nú, þegar maður er á ferðalagi, þá þarf maður að borða, maður losnar ekkert við það.

Skoðun
Fréttamynd

Sleppur við sektir eftir aug­lýsingu um hundrað prósent lán

Bílasala Guðfinns og fata- og skartgripaverslunin Brá sleppa við að þurfa að greiða dagsektir vegna villandi og ófullnægjandi upplýsinga á vefsíðum sínum. Þetta kemur fram á vef Neytendastofu sem hafði áður úrskurðað um að verslunarnar tvær skyldu greiða dagsektir myndu þær ekki gera úrbætur.

Neytendur
Fréttamynd

Orð­rómur um Appel­sín ó­sannur

Orðrómur um að uppskriftinni að Appelsíni hafi verið breytt og sykurmagn minnkað er ósannur. Uppskriftin er hin sama og frá því að gosdrykkurinn kom fyrst á markað árið 1955.

Neytendur
Fréttamynd

Bjórinn á rúm­lega tvö þúsund krónur í erfiðum rekstri

Hálfur lítri af bjórnum Bola kostar 2250 krónur á barnum Ja Ja Ding Dong á Húsavík. Á þessu vekur árvökull neytandi á Facebookhópi sem snýst um verðlagshækkanir. Eigandi staðarins segir reksturinn erfiðan og beinir sjónum að slæmum samgöngum á Norðausturlandi sem verði til þess að ferðamenn hringsnúist aðeins á Suðurlandinu. 

Neytendur