Fasteignasali gaf rangar upplýsingar og situr uppi með reikninginn Árni Sæberg skrifar 5. september 2024 13:20 Fasteignasalinn var ekki talinn hafa gætt hagsmuna kaupenda eins og honum bar. Myndin er úr safni. Holger Scheibe/Getty Fasteignasali þarf að bera tjón kaupanda sem þurfti að greiða þinglýsingargjöld tvisvar vegna rangra upplýsinga sem fasteignasalinn veitti honum. Þetta segir í úrskurði Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa, sem kveðinn var upp í lok ágúst. Þar segir að kaupandinn, kona, hafi kvartað til nefndarinnar og krafist þess að fasteignasalinn endurgreiddi henni 307 þúsund krónur. Í kvörtun sóknaraðila hafi komið fram að konan hafi keypt fasteign í júlí árið 2023 ásamt sambýlismanni sínum en fasteignasalinn hafi annast milligöngu um sölu fasteignarinnar. Að sögn konunnar hafi fasteignasalinn verið upplýstur um að kaupendur vildu að eignin yrði skráð að sem mestu leyti á konuna þar sem hún hafi verið eigandi fyrri fasteignar. Við undirritun kaupsamnings hafi hún tekið eftir að eignarhlutfallið hafi verið skráð til helminga og að þau hafi bent fulltrúa fasteignasalans á það. Konan hafi fengið þær skýringar að skráningin yrði að vera í samræmi við lánin sem væru jafnt skráð á kaupendur. Konan og sambýlismaður hennar hafi því skrifað undir og treyst að upplýsingarnar væru réttar. Í kjölfarið hafi konan haft samband við bankann og fengið þær upplýsingar að hægt væri að skrá eignarhlutfallið 90/10 þrátt fyrir að báðir lántakar væru jafnábyrgir fyrir lánunum. Konan hafi þá farið fram á að hlutfallinu yrði breytt en þau hafi þurft að greiða 307.000 krónur vegna þinglýsingar afsals. Konan hafi enn fremur vísað til þess að bankinn hafi upplýst hann um að hægt hefði verið að senda uppfært kauptilboð með breyttum eignarhlutföllum þrátt fyrir að kauptilboð hafi þegar verið sent inn. Konan hafi talið að að kostnaður vegna þinglýsingar afsals ætti að leggjast á fasteignasalann vegna vinnubragða hennar og að um væri að ræða kostnað sem hún hefði ekki þurft að greiða ef orðið hefði verið við beiðni kaupenda. Konunni hafi verið veittar rangar upplýsingar sem leiddu til þess að hún skrifaði undir kaupsamning með skráningu eignarhlutfalls 50/50 í þeirri trú um að ómögulegt væri að hafa eignarhlutfallið skráð 90/10 eða í ósamræmi við lánahlutföll. Af þeim sökum gerði hún kröfu um að fasteignasalanum yrði gert að bæta henni það tjón sem hún hafði orðið fyrir eða 307.000 krónur. Hélt fram ómöguleika Í úrskurðinum segir að fasteignasalinn hafi vísað til þess að í undirrituðu kauptilboði fólksins hafi eignarhlutföll tilboðsgjafa verið skráð jöfn. Konan og sambýlismaður hennar hafi ekki gert athugasemdir við slíkt en þau hafi einnig undirritað síðara kauptilboð með jöfnu eignarhlutfalli án athugasemda. Kaupendur hafi fengið send kaupsamningsgögn sem hafi verið í samræmi við kauptilboð með skráðu jöfnu eignarhlutfalli. Kaupendur hafi engar athugasemdir gert og mætt til undirritunar kaupsamnings. Kaupsamningur hafi verið undirritaður af öllum aðilum, greiðslur framkvæmdar og lán gefin út. Í kjölfarið hafi sambýlismaður konunnar óskað eftir því við fulltrúa fasteignasalans að eignarhlutfalli yrði breytt en honum tjáð að slíkt væri ómögulegt í ljósi þess að lánaskjöl hafi verið afgreidd og gefin út í samræmi við kauptilboð og vegna þess að kaupsamningur hafði verið undirritaður og greiðslur framkvæmdar, meðal annars þinglýsingarkostnaður. Í ágúst árið 2023 hafi kaupendur eignarinnar óskað eftir að útbúin yrðu skjöl vegna breytingar á eignarhlutfalli. Skjölin hafi verið undirrituð, kostnaður greiddur og þinglýst hjá sýslumanni í september 2023. Fasteignasalinn hafi bent á að kaupsamningi verði ekki breytt þar sem um sé að ræða þinglýst skjal. Gætti ekki hagsmuna kaupenda Í niðurstöðukafla úrskurðarins segir að kærunefndin telji að af samskiptagögnum aðila megi ráða að konan hafi við undirritun kaupsamnings gert athugasemdir við skráningu eignarhlutafalls en fasteignasalinn þá tjáð kaupendunum að ekki væri hægt að gera breytingar. Í tölvupósti fasteignasalans til konunnar komi fram að fasteignasalinn hefði þær upplýsingar frá bönkum að ekki væri hægt að breyta skjölum eftir að búið væri að senda kauptilboð til þeirra og því hafi hlutfallinu ekki verið breytt við undirritun kaupsamnings. Fasteignasalinn hafi litið svo á að kauptilboð og kaupsamningur skyldu vera eins en aðilar gætu breytt hlutföllum eftir að búið væri að þinglýsa kaupsamningi. Konan hafi lagt fram tölvupóst frá starfsmanni ótilgreinds banka þar sem fram hafi komið að hægt sé að skrá eignarhluta kaupenda 90/10 þrátt fyrir að ábyrgð á greiðslu lána sé jöfn. Í tölvupóstinum hafi auk þess komið fram að lítið mál hefði verið að senda bankanum uppfært kauptilboð með breyttum eignarhlutföllum og að bankinn haldi ekki sérstaklega utan um skráningu eignarhlutfalla. Eina skilyrðið væri að lágmarkseignarhlutur einstaklings sem er skráður fyrir láni sé 10 prósent. Kærunefndin bendi á að fasteignasalinn sé sérfræðingur og beri því að gera kröfur til hans um aðgæslu og vönduð vinnubrögð. Fasteignasölum beri meðal annars að tryggja að hagsmunir kaupenda og seljenda séu tryggðir við skjala- og samningsgerð. Af upplýsingum frá starfsmanni bankans væri ljóst að hægt hefði verið að gera breytingar á skráðu eignarhlutfalli þrátt fyrir að það væri ekki í samræmi við lánahlutfall og að kauptilboð hafi þegar verið sent til bankans. Það hafi staðið fasteignasalanum næst að kanna hvort mögulegt væri að koma til móts við beiðni kaupendanna og gera breytingar á skráðu eignarhlutfalli áður en til undirritunar og þinglýsingar kaupsamnings kom enda félli þá til talsverður kostnaður. Hefði mátt koma í veg fyrir kostnaðinn Að mati kærunefndarinnar hefði mátt koma í veg fyrir greiðslu þinglýsingargjalds að fjárhæð 307.000 krónur ef konan hefði haft réttar upplýsingar og orðið við beiðni hennar um breytingu á skráningu áður en aðilar undirrituðu kaupsamning. Fasteignasalar beri ríkar skyldur og jafnframt skaðabótaábyrgð á tjóni sem þeir og starfsmenn þeirra valda í starfi sínu af gáleysi eða ásetningi. Að mati kærunefndarinnar hafi verið sýnt fram á að þjónusta fasteignasalans hafi ekki verið að öllu leyti í samræmi við ákvæði tveggja greina laga um fasteignasala og beri því að mati nefndarinnar ábyrgð á tjóni konunnar. Beri fasteignasalanum því að endurgreiða henni 307.000 krónur. Fasteignamarkaður Neytendur Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sjá meira
Þetta segir í úrskurði Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa, sem kveðinn var upp í lok ágúst. Þar segir að kaupandinn, kona, hafi kvartað til nefndarinnar og krafist þess að fasteignasalinn endurgreiddi henni 307 þúsund krónur. Í kvörtun sóknaraðila hafi komið fram að konan hafi keypt fasteign í júlí árið 2023 ásamt sambýlismanni sínum en fasteignasalinn hafi annast milligöngu um sölu fasteignarinnar. Að sögn konunnar hafi fasteignasalinn verið upplýstur um að kaupendur vildu að eignin yrði skráð að sem mestu leyti á konuna þar sem hún hafi verið eigandi fyrri fasteignar. Við undirritun kaupsamnings hafi hún tekið eftir að eignarhlutfallið hafi verið skráð til helminga og að þau hafi bent fulltrúa fasteignasalans á það. Konan hafi fengið þær skýringar að skráningin yrði að vera í samræmi við lánin sem væru jafnt skráð á kaupendur. Konan og sambýlismaður hennar hafi því skrifað undir og treyst að upplýsingarnar væru réttar. Í kjölfarið hafi konan haft samband við bankann og fengið þær upplýsingar að hægt væri að skrá eignarhlutfallið 90/10 þrátt fyrir að báðir lántakar væru jafnábyrgir fyrir lánunum. Konan hafi þá farið fram á að hlutfallinu yrði breytt en þau hafi þurft að greiða 307.000 krónur vegna þinglýsingar afsals. Konan hafi enn fremur vísað til þess að bankinn hafi upplýst hann um að hægt hefði verið að senda uppfært kauptilboð með breyttum eignarhlutföllum þrátt fyrir að kauptilboð hafi þegar verið sent inn. Konan hafi talið að að kostnaður vegna þinglýsingar afsals ætti að leggjast á fasteignasalann vegna vinnubragða hennar og að um væri að ræða kostnað sem hún hefði ekki þurft að greiða ef orðið hefði verið við beiðni kaupenda. Konunni hafi verið veittar rangar upplýsingar sem leiddu til þess að hún skrifaði undir kaupsamning með skráningu eignarhlutfalls 50/50 í þeirri trú um að ómögulegt væri að hafa eignarhlutfallið skráð 90/10 eða í ósamræmi við lánahlutföll. Af þeim sökum gerði hún kröfu um að fasteignasalanum yrði gert að bæta henni það tjón sem hún hafði orðið fyrir eða 307.000 krónur. Hélt fram ómöguleika Í úrskurðinum segir að fasteignasalinn hafi vísað til þess að í undirrituðu kauptilboði fólksins hafi eignarhlutföll tilboðsgjafa verið skráð jöfn. Konan og sambýlismaður hennar hafi ekki gert athugasemdir við slíkt en þau hafi einnig undirritað síðara kauptilboð með jöfnu eignarhlutfalli án athugasemda. Kaupendur hafi fengið send kaupsamningsgögn sem hafi verið í samræmi við kauptilboð með skráðu jöfnu eignarhlutfalli. Kaupendur hafi engar athugasemdir gert og mætt til undirritunar kaupsamnings. Kaupsamningur hafi verið undirritaður af öllum aðilum, greiðslur framkvæmdar og lán gefin út. Í kjölfarið hafi sambýlismaður konunnar óskað eftir því við fulltrúa fasteignasalans að eignarhlutfalli yrði breytt en honum tjáð að slíkt væri ómögulegt í ljósi þess að lánaskjöl hafi verið afgreidd og gefin út í samræmi við kauptilboð og vegna þess að kaupsamningur hafði verið undirritaður og greiðslur framkvæmdar, meðal annars þinglýsingarkostnaður. Í ágúst árið 2023 hafi kaupendur eignarinnar óskað eftir að útbúin yrðu skjöl vegna breytingar á eignarhlutfalli. Skjölin hafi verið undirrituð, kostnaður greiddur og þinglýst hjá sýslumanni í september 2023. Fasteignasalinn hafi bent á að kaupsamningi verði ekki breytt þar sem um sé að ræða þinglýst skjal. Gætti ekki hagsmuna kaupenda Í niðurstöðukafla úrskurðarins segir að kærunefndin telji að af samskiptagögnum aðila megi ráða að konan hafi við undirritun kaupsamnings gert athugasemdir við skráningu eignarhlutafalls en fasteignasalinn þá tjáð kaupendunum að ekki væri hægt að gera breytingar. Í tölvupósti fasteignasalans til konunnar komi fram að fasteignasalinn hefði þær upplýsingar frá bönkum að ekki væri hægt að breyta skjölum eftir að búið væri að senda kauptilboð til þeirra og því hafi hlutfallinu ekki verið breytt við undirritun kaupsamnings. Fasteignasalinn hafi litið svo á að kauptilboð og kaupsamningur skyldu vera eins en aðilar gætu breytt hlutföllum eftir að búið væri að þinglýsa kaupsamningi. Konan hafi lagt fram tölvupóst frá starfsmanni ótilgreinds banka þar sem fram hafi komið að hægt sé að skrá eignarhluta kaupenda 90/10 þrátt fyrir að ábyrgð á greiðslu lána sé jöfn. Í tölvupóstinum hafi auk þess komið fram að lítið mál hefði verið að senda bankanum uppfært kauptilboð með breyttum eignarhlutföllum og að bankinn haldi ekki sérstaklega utan um skráningu eignarhlutfalla. Eina skilyrðið væri að lágmarkseignarhlutur einstaklings sem er skráður fyrir láni sé 10 prósent. Kærunefndin bendi á að fasteignasalinn sé sérfræðingur og beri því að gera kröfur til hans um aðgæslu og vönduð vinnubrögð. Fasteignasölum beri meðal annars að tryggja að hagsmunir kaupenda og seljenda séu tryggðir við skjala- og samningsgerð. Af upplýsingum frá starfsmanni bankans væri ljóst að hægt hefði verið að gera breytingar á skráðu eignarhlutfalli þrátt fyrir að það væri ekki í samræmi við lánahlutfall og að kauptilboð hafi þegar verið sent til bankans. Það hafi staðið fasteignasalanum næst að kanna hvort mögulegt væri að koma til móts við beiðni kaupendanna og gera breytingar á skráðu eignarhlutfalli áður en til undirritunar og þinglýsingar kaupsamnings kom enda félli þá til talsverður kostnaður. Hefði mátt koma í veg fyrir kostnaðinn Að mati kærunefndarinnar hefði mátt koma í veg fyrir greiðslu þinglýsingargjalds að fjárhæð 307.000 krónur ef konan hefði haft réttar upplýsingar og orðið við beiðni hennar um breytingu á skráningu áður en aðilar undirrituðu kaupsamning. Fasteignasalar beri ríkar skyldur og jafnframt skaðabótaábyrgð á tjóni sem þeir og starfsmenn þeirra valda í starfi sínu af gáleysi eða ásetningi. Að mati kærunefndarinnar hafi verið sýnt fram á að þjónusta fasteignasalans hafi ekki verið að öllu leyti í samræmi við ákvæði tveggja greina laga um fasteignasala og beri því að mati nefndarinnar ábyrgð á tjóni konunnar. Beri fasteignasalanum því að endurgreiða henni 307.000 krónur.
Fasteignamarkaður Neytendur Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sjá meira