Neytendur

Fréttamynd

Fékk nóg af fá­tæktar­gildrunni og stofnaði stærsta um­ræðu­hóp um fjár­mál á Ís­landi

Sædís Anna Jónsdóttir var rétt rúmlega tvítug þegar hún var komin í miklar fjárhagslegar ógöngur og kveið fyrir framtíðinni. Skuldirnar fóru stigvaxandi, reikningarnir söfnuðust upp og fyrsta barnið var á leiðinni. Henni hefur síðan tekist að gjörbreyta fjárhagsstöðu sinni með aga, hagsýni og samviskusemi og stofnaði í leiðinni einn stærsta umræðuvettvang um fjármál á Íslandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mis­jafnt hvort at­vinnu­lausir og ör­yrkjar greiði lægri leik­skóla­gjöld

Akureyri og Garðabær eru einu sveitarfélögin sem bjóða upp á lægri leikskólagjöld fyrir atvinnulausa af þeim fimmtán sveitarfélögum sem úttekt verðlagseftirlits ASÍ náði til. Ekkert þeirra sveitarfélaga er með lægri skóladagvistunargjöld fyrir atvinnulausa en í Hafnarfirði og Mosfellsbæ eru afslættir af leikskólagjöldum reiknaðir út frá tekjuviðmiðum og geta atvinnulausir fallið undir þau viðmið.

Innlent
Fréttamynd

Grænir frasar

Að leita leiða til að gera hlutina örlítið „grænni“ er vinsæl hugsun í dag. Frumkvöðlar, fyrirtæki og stjórnmálaflokkar berjast við það að bjóða fram sínar grænustu hugmyndir.

Skoðun
Fréttamynd

Eig­endur inn­eignar­nóta muni lík­lega sitja eftir með sárt ennið

Eigendur inneignarnóta og gjafabréfa í verslanir Geysis, sem lokað var nú um mánaðamótin, munu líklega sitja eftir með sárt ennið, fari fyrirtækið í þrot. Fjölmargar fyrirspurnir hafa borist Neytendasamtökunum um málið en formaður samtakanna segir almennar kröfur í þrotabú því miður sjaldan fást greiddar.

Neytendur
Fréttamynd

Varúðarmerking á verðtryggð lán

Með aukinni neytendavernd er krafist varúðarmerkinga á áhættusamar vörur sem almenningur notar. Þekkt dæmi eru sígarettur sem geta valdið heilsutjóni og skoteldar vegna sprengihættu. Fjárhagsleg áhætta af verðtryggðu láni er slík að lánveitendum ætti að vera skylt að upplýsa lántakanda um hættuna sem honum stafar af láninu.

Skoðun
Fréttamynd

„Út­salan er í fullum gangi“ – eða þannig

Margar verslanir – sérstaklega þó húsgagnaverslanir – eru með útsölur og tlboð alla daga ársins. En hvernig er það hægt? Útsala snýst jú um að selja vöru á lækkuðu verði frá fyrra verði. Hámark útsölu má vera 6 vikur, eftir það telst útsöluverðið fullt verð. Engu að síður eru sömu vörurnar auglýstar á útsölu mánuðum og árum saman og „útsöluverðið“ er sífellt það sama.

Skoðun
Fréttamynd

Neytandinn er kóngurinn!

Hvar eigum við að byrja? Síðustu mánuðir hafa verið vægast sagt sérstakir. Áskoranir sem fyrirtæki hafa þurft að takast á við eru einstakar, óútreiknanlegar og á köflum gríðarlega erfiðar.

Skoðun
Fréttamynd

Skoða hvort breyta þurfi vörumerkinu í ljósi líkinda

Einn forsvarsmanna pítsustaðarins Slæs segir að merki staðarins, sem bent hefur verið á að svipi til merkis annars pítsustaðar, sé fengið í gegnum vefsíðuna Fiverr, markaðstorg á netinu þar sem hægt er að kaupa þjónustu af einyrkjum. Verið sé að skoða hvort taka þurfi upp nýtt merki í ljósi líkindanna.

Neytendur
Fréttamynd

Yfir 300 þúsund króna munur á leikskólagjöldum

Yfir 300 þúsund króna munur er á leikskólagjöldum á ári fyrir fjölskyldur með fleiri en eitt barn á leikskóla. Þetta kemur fram í úttekt verðlagseftirlits ASÍ á breytingum á leikskólagjöldum hjá fimmtán stærstu sveitarfélögum landsins. Niðurstöður úttektarinnar má lesa um hér að neðan.

Innlent
Fréttamynd

Kólus innkallar Risaþrista

Sælgætisframleiðandinn Kólus hefur ákveðið að innkalla Sambó Ristaþrist í fimmtíu gramma umbúðum. Ástæðan er sögð sú að aukabragð hafi borist úr plastumbúðum í vöruna. Talið er mögulegt að tilvikin geti verið fleiri að því er segir í tilkynningu frá Kólus.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Inn­kalla tvær tegundir af Monster

Monster Ltd og CCEP hafa innkallað orkudrykkina Monster Lewis Hamilton LH44 og Monster Vanilla Espresso. Allar aðrar tegundir Monster-drykkja, svo sem Monster Green og Ultra, verða ekki fyrir áhrifum vegna þessarar innköllunar.

Neytendur
Fréttamynd

Þessar breytingar tóku gildi um áramótin

Ýmsar breytingar í hinum ýmsu málaflokkum tóku gildi nú um áramótin. Gjöld voru víða hækkuð, til dæmis í sund, sorphirðu og strætó - en í sumum tilfellum lækkuð. Skattabreytingar voru innleiddar, fæðingarorlof lengt og plastpokar bannaðir. 

Innlent
Fréttamynd

400 milljóna sekt vegna brota Byko

Norvik, móðurfélag Byko, var í dag dæmt til þess að greiða 400 milljón króna stjórnvaldssekt vegna brota á samkeppnislögum. Málið má rekja aftur til ársins 2010 þegar fyrirsvarsmenn Múrbúðarinnar sneru sér að Samkeppniseftirlitinu og tilkynntu því að Byko og Húsasmiðjan höfðu reynt að fá fyrirtækið til þess að taka þátt í ólögmætu samráði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eitt sund­kort í allar laugar landsins?

Á dögunum rakst ég á grein sem ber heitið „Mikilvægi þess að börnin fari oft í sund og jafnvel stundi sund í tómstundarstarfi.” eftir Guðmund Hafþórsson. Í grófum dráttum fjallar greinin um hversu mikilvæg og góð hreyfing sundið er. Þetta er hreyfing sem þú getur stundað alla ævina, hreyfing sem eykur liðleika og bætir líkamsstöðununa.

Skoðun