Niðurstaðan styðji þá ályktun að lán með breytilegum vöxtum geti talist ólögleg Eiður Þór Árnason skrifar 7. janúar 2021 17:01 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, telur að ákvörðunin geti verið fordæmisgefandi. Vísir Arion banki braut gegn lögum árið 2015 þegar hann hækkaði vexti á verðtryggðu fasteignaláni, að sögn Neytendastofu. Neytendasamtökin segja að um sé að ræða mikilvæga niðurstöðu sem hafi mikla þýðingu í málarekstri samtakanna gegn bönkunum. Málið varðar skilmála fasteignaláns með vaxtaendurskoðunarákvæði sem tekið var hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum árið 2005 en lánið fluttist til Arion banka í kjölfar bankahrunsins. Árið 2015 tilkynnti Arion banki að vextir á láninu, sem var með 4,15% föstum vöxtum, yrðu hækkaðir í 4,35% með vísan til endurskoðunarákvæðisins. Að sögn Hagsmunasamtaka heimilanna á umrædd ákvörðun Neytendastofu rætur að rekja til kvörtunar samtakanna fyrir hönd félagsmanns sem hafi ofgreitt vexti af tveimur húsnæðislánum í rúm fjögur ár eða frá því að Arion banki hækkaði þá í apríl 2015. Kröfðust breytinga á skilmálum Í september síðastliðnum lögðu Neytendasamtökin fram kröfu um að Íslandsbanki, Arion banki og Landsbanki breyti skilmálum lána með breytilegum vöxtum. Telja samtökin að núverandi skilmálar og framkvæmd slíkra lána standist ekki lög. Byggist það mat á lögfræðiáliti sem samtökin öfluðu. Eftir athugun á vaxtaútreikningi íbúðalána með breytilegum vöxtum síðastliðinn vetur komust Neytendasamtökin að þeirri niðurstöðu að vaxtabreytingar hafi hvorki fylgt vaxtaákvörðunum Seðlabankans né vaxtaþróun á markaði og að grundvöllur breytinganna væri illskiljanlegur fyrir neytendur. „Ákvörðunin hlýtur að vera fordæmisgefandi, því þó hún eigi við um lán sem tekið var árið 2005, hafa ekki orðið það miklar breytingar á skilmálum og framkvæmd um vaxtabreytingar,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, í samtali við Vísi um niðurstöðu eftirlitsstofnunarinnar. „Úrskurðurinn tekur undir sjónarmið Neytendasamtakanna og skilning á lögum um neytendalán og staðfestir að kröfur okkar til bankanna um breytingar eru réttmætar.“ Brjóti gegn góðum viðskiptaháttum Í fyrra komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu í umræddu máli að Frjálsi fjárfestingarbankinn hafi brotið gegn lögum um neytendalán með því að tilgreina ekki í skilmálum við hvaða aðstæður vextir geti breyst. Sú ákvörðun stofnunarinnar var kærð til áfrýjunarnefndar neytendamála sem taldi að Neytendastofa ætti einnig að taka afstöðu til þess hluta kvörtunarinnar sem sneri að vaxtahækkun Arion banka í apríl 2015. Var stofnuninni því gert að taka málið til nýrrar meðferðar. Í nýrri ákvörðun kemst Neytendastofa að sömu niðurstöðu og áður auk þess sem hún telur vaxtahækkun Arion banka brjóta gegn góðum viðskiptaháttum og þar með lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Byggist sú niðurstaða á grundvelli þess að Arion banki nýtti áðurnefnda skilmála sem úrskurðaðir hafi verið ófullnægjandi til að hækka vextina. Samkvæmt gögnum málsins hefur Arion banki fallið frá umræddri vaxtahækkun og telur Neytendastofa því ekki tilefni til frekari aðgerða gagnvart bankanum að svo stöddu. Íslenskir bankar Neytendur Húsnæðismál Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Málið varðar skilmála fasteignaláns með vaxtaendurskoðunarákvæði sem tekið var hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum árið 2005 en lánið fluttist til Arion banka í kjölfar bankahrunsins. Árið 2015 tilkynnti Arion banki að vextir á láninu, sem var með 4,15% föstum vöxtum, yrðu hækkaðir í 4,35% með vísan til endurskoðunarákvæðisins. Að sögn Hagsmunasamtaka heimilanna á umrædd ákvörðun Neytendastofu rætur að rekja til kvörtunar samtakanna fyrir hönd félagsmanns sem hafi ofgreitt vexti af tveimur húsnæðislánum í rúm fjögur ár eða frá því að Arion banki hækkaði þá í apríl 2015. Kröfðust breytinga á skilmálum Í september síðastliðnum lögðu Neytendasamtökin fram kröfu um að Íslandsbanki, Arion banki og Landsbanki breyti skilmálum lána með breytilegum vöxtum. Telja samtökin að núverandi skilmálar og framkvæmd slíkra lána standist ekki lög. Byggist það mat á lögfræðiáliti sem samtökin öfluðu. Eftir athugun á vaxtaútreikningi íbúðalána með breytilegum vöxtum síðastliðinn vetur komust Neytendasamtökin að þeirri niðurstöðu að vaxtabreytingar hafi hvorki fylgt vaxtaákvörðunum Seðlabankans né vaxtaþróun á markaði og að grundvöllur breytinganna væri illskiljanlegur fyrir neytendur. „Ákvörðunin hlýtur að vera fordæmisgefandi, því þó hún eigi við um lán sem tekið var árið 2005, hafa ekki orðið það miklar breytingar á skilmálum og framkvæmd um vaxtabreytingar,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, í samtali við Vísi um niðurstöðu eftirlitsstofnunarinnar. „Úrskurðurinn tekur undir sjónarmið Neytendasamtakanna og skilning á lögum um neytendalán og staðfestir að kröfur okkar til bankanna um breytingar eru réttmætar.“ Brjóti gegn góðum viðskiptaháttum Í fyrra komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu í umræddu máli að Frjálsi fjárfestingarbankinn hafi brotið gegn lögum um neytendalán með því að tilgreina ekki í skilmálum við hvaða aðstæður vextir geti breyst. Sú ákvörðun stofnunarinnar var kærð til áfrýjunarnefndar neytendamála sem taldi að Neytendastofa ætti einnig að taka afstöðu til þess hluta kvörtunarinnar sem sneri að vaxtahækkun Arion banka í apríl 2015. Var stofnuninni því gert að taka málið til nýrrar meðferðar. Í nýrri ákvörðun kemst Neytendastofa að sömu niðurstöðu og áður auk þess sem hún telur vaxtahækkun Arion banka brjóta gegn góðum viðskiptaháttum og þar með lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Byggist sú niðurstaða á grundvelli þess að Arion banki nýtti áðurnefnda skilmála sem úrskurðaðir hafi verið ófullnægjandi til að hækka vextina. Samkvæmt gögnum málsins hefur Arion banki fallið frá umræddri vaxtahækkun og telur Neytendastofa því ekki tilefni til frekari aðgerða gagnvart bankanum að svo stöddu.
Íslenskir bankar Neytendur Húsnæðismál Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira