Mest ánægja með eldsneytissölu Costco en minnst með þjónustu Póstsins Eiður Þór Árnason skrifar 29. janúar 2021 10:18 Árangur Póstsins í Íslensku ánægjuvoginni batnar milli ára og fer úr 46,7 stigum í 56,6. Vísir/Vilhelm Pósturinn mældist með lægstu einkunn allra fyrirtækja sem tóku þátt í Íslensku ánægjuvoginni í fyrra, eða 56,6 stig af 100. Eldsneytissala Costco var aftur á móti hæst með 85,8 stig og er það í fjórða árið í röð sem viðskiptavinir eldsneytissölunnar mælast þeir ánægðustu á Íslandi með marktækum hætti. Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar árið 2020 voru kynntar í dag og tóku alls 37 fyrirtæki í 13 atvinnugreinum þátt að þessu sinni. Íslenska ánægjuvogin er mælikvarði á ánægju viðskiptavina sem er mæld reglulega yfir árið og gagnast fyrirtækjum sem mælikvarði á þeirra frammistöðu á milli ára og í samanburði við helstu samkeppnisaðila, segir í tilkynningu frá Ánægjuvoginni. Nova, Krónan og IKEA hrepptu hnossið Viðurkenning var veitt þeim fyrirtækjum sem voru með tölfræðilega marktækt hæstu einkunnina í sínum flokki. Á eldsneytismarkaði var það eldsneytissala Costco með 85,8 stig af 100 mögulegum, Nova á farsímamarkaði með 78,5 stig, Krónan á matvörumarkaði með 74,2 stig, BYKO á byggingavörumarkaði með 68,2 stig, Sjóvá á tryggingamarkaði sem fékk 72,6 stig og var IKEA hæst allra fyrirtækja á smásölumarkaði með 78,0 stig. Athygli vekur að vöruhús Costco var ekki í eins miklum metum og eldsneytissala fyrirtækisins en Costco vermir þriðja neðsta sætið í flokki smásöluverslana með 65,8 stig. Mjótt á munum Efstu fyrirtækin á mörkuðum þar sem ekki var marktækur munur á efsta og næstefsta sæti fengu einnig viðurkenningu fyrir góðan árangur. Hjá raforkusölum var Orka náttúrunnar hæst með 67,2 stig af 100 mögulegum, Landsbankinn var með 66,3 stig á bankamarkaði, Penninn Eymundsson með 73,2 stig á ritfangamarkaði, Apótekarinn með 74,4 stig á lyfsölumarkaði, Heimilistæki með 74,2 stig hjá raftækjaverslunum og Smáralind með 71,6 hjá verslunarmiðstöðvum. Ekki var hægt að segja með 95% vissu að viðskiptavinir þessara fyrirtækja væru að jafnaði ánægðari en viðskiptavinir fyrirtækisins með næsthæstu einkunnina. Einkunnir allra fyrirtækja í Íslensku ánægjuvoginni 2020 Biðja fólk um að ímynda sér hið fullkomna fyrirtæki Íslenska ánægjuvogin er í eigu Stjórnvísi og sáu Zenter rannsóknir um framkvæmd rannsóknarinnar, af því er fram kemur í tilkynningu. Ánægjuvogin samanstendur af þremur eftirfarandi spurningum: 1. Á heildina litið, hversu ánægður(ur) eða óánægð(ur) ert þú með reynslu þína af [fyrirtæki]? 2. Hugleiddu allar væntingar þínar til [fyrirtækis] annars vegar og reynslu þína af fyrirtækinu hins vegar. Að hve miklu leyti uppfyllir [fyrirtæki] væntingar þínar? 3. Núna biðjum við þig um að ímynda þér hið fullkomna [fyrirtæki á viðkomandi markaði]. Hversu nálægt slíku fyrirtæki er [fyrirtæki]? Uppfært kl. 13.50. Áður sagði að efstu fyrirtæki þar sem ekki væri marktækur munur fengju ekki að nota merki ánægjuvogarinnar. Hið rétta er að þetta á við um gullmerki ánægjuvogarinnar en öll fyrirtæki geta notað blátt merki hennar. Neytendur Pósturinn Costco Verslun Bensín og olía Íslenska ánægjuvogin Tengdar fréttir Eldsneytissala Costco hæst allra í Íslensku ánægjuvoginni Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2018 voru kynntar í dag í tuttugasta skiptið. 25. janúar 2019 16:28 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Sjá meira
Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar árið 2020 voru kynntar í dag og tóku alls 37 fyrirtæki í 13 atvinnugreinum þátt að þessu sinni. Íslenska ánægjuvogin er mælikvarði á ánægju viðskiptavina sem er mæld reglulega yfir árið og gagnast fyrirtækjum sem mælikvarði á þeirra frammistöðu á milli ára og í samanburði við helstu samkeppnisaðila, segir í tilkynningu frá Ánægjuvoginni. Nova, Krónan og IKEA hrepptu hnossið Viðurkenning var veitt þeim fyrirtækjum sem voru með tölfræðilega marktækt hæstu einkunnina í sínum flokki. Á eldsneytismarkaði var það eldsneytissala Costco með 85,8 stig af 100 mögulegum, Nova á farsímamarkaði með 78,5 stig, Krónan á matvörumarkaði með 74,2 stig, BYKO á byggingavörumarkaði með 68,2 stig, Sjóvá á tryggingamarkaði sem fékk 72,6 stig og var IKEA hæst allra fyrirtækja á smásölumarkaði með 78,0 stig. Athygli vekur að vöruhús Costco var ekki í eins miklum metum og eldsneytissala fyrirtækisins en Costco vermir þriðja neðsta sætið í flokki smásöluverslana með 65,8 stig. Mjótt á munum Efstu fyrirtækin á mörkuðum þar sem ekki var marktækur munur á efsta og næstefsta sæti fengu einnig viðurkenningu fyrir góðan árangur. Hjá raforkusölum var Orka náttúrunnar hæst með 67,2 stig af 100 mögulegum, Landsbankinn var með 66,3 stig á bankamarkaði, Penninn Eymundsson með 73,2 stig á ritfangamarkaði, Apótekarinn með 74,4 stig á lyfsölumarkaði, Heimilistæki með 74,2 stig hjá raftækjaverslunum og Smáralind með 71,6 hjá verslunarmiðstöðvum. Ekki var hægt að segja með 95% vissu að viðskiptavinir þessara fyrirtækja væru að jafnaði ánægðari en viðskiptavinir fyrirtækisins með næsthæstu einkunnina. Einkunnir allra fyrirtækja í Íslensku ánægjuvoginni 2020 Biðja fólk um að ímynda sér hið fullkomna fyrirtæki Íslenska ánægjuvogin er í eigu Stjórnvísi og sáu Zenter rannsóknir um framkvæmd rannsóknarinnar, af því er fram kemur í tilkynningu. Ánægjuvogin samanstendur af þremur eftirfarandi spurningum: 1. Á heildina litið, hversu ánægður(ur) eða óánægð(ur) ert þú með reynslu þína af [fyrirtæki]? 2. Hugleiddu allar væntingar þínar til [fyrirtækis] annars vegar og reynslu þína af fyrirtækinu hins vegar. Að hve miklu leyti uppfyllir [fyrirtæki] væntingar þínar? 3. Núna biðjum við þig um að ímynda þér hið fullkomna [fyrirtæki á viðkomandi markaði]. Hversu nálægt slíku fyrirtæki er [fyrirtæki]? Uppfært kl. 13.50. Áður sagði að efstu fyrirtæki þar sem ekki væri marktækur munur fengju ekki að nota merki ánægjuvogarinnar. Hið rétta er að þetta á við um gullmerki ánægjuvogarinnar en öll fyrirtæki geta notað blátt merki hennar.
Neytendur Pósturinn Costco Verslun Bensín og olía Íslenska ánægjuvogin Tengdar fréttir Eldsneytissala Costco hæst allra í Íslensku ánægjuvoginni Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2018 voru kynntar í dag í tuttugasta skiptið. 25. janúar 2019 16:28 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Sjá meira
Eldsneytissala Costco hæst allra í Íslensku ánægjuvoginni Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2018 voru kynntar í dag í tuttugasta skiptið. 25. janúar 2019 16:28