Sá ekki til sólar í fjármálum en stefnir nú á skuldleysi fyrir fimmtugt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. janúar 2021 08:00 Kolbeinn Marteinsson var á erfiðum stað í fjármálum eftir hrun. Nú er tíðin allt önnur og betri. Kolbeinn Marteinsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda samskipta- og almannatengslafyrirtækisins Athygli, segist hafa tekið fjármálin í gegn eftir að hafa komist í hann krappan eftir bankahrunið árið 2008 en þá féllu á hann ábyrgðir vegna fyrirtækjareksturs og skulda sem margfölduðust vegna verðbólgu á eftirhrunsárunum. Hann segir að með elju og breyttri fjármálahegðun hafi honum tekist að vinna sig út úr vandanum og stefnir nú á að verða skuldlaus fyrir fimmtugt. Kolbeinn, sem er viðmælandi í nýjasta þættinum af Leitinni að peningunum, stofnaði einnig fyrirtækið Útilegukortið árið 2007 og fleiri félög tengd ferðaþjónustu. Hann segir að sá lærdómur sem hann dró af sínum fjárhagslegu erfiðleikum hafi á skilað honum á þann góða stað sem hann er á í dag. Lifði lífinu áhyggjulaus „Mistök eru allt í lagi ef maður lærir af þeim. Og ég gerði það svo sannarlega í þessu tilfelli,“ segir Kolbeinn. Eins og fleiri fór hann út á vinnumarkað um 25 ára gamall og lifði lífinu áhyggjulaus og velti peningum ekki mikið fyrir sér. Hann gekkst í fjárhagslegar ábyrgðir fyrir fyrirtæki sem hann var hluthafi í og sem fór á hausinn í hruninu. Ábyrgðirnar hafi fallið á hann. Á sama tíma hafi húsnæðislán hans hækkað mjög mikið. Kolbeinn og kona hans höfðu starfað ýmist sem verktakar eða í rekstri. „Þegar ég horfi til baka var 2009 ekki skemmtilegt ár en 2010 var leiðinlegasta ár sem ég man eftir. Það var ekkert að gerast.“ Á þessum árum sá Kolbeinn ekki til sólar í fjármálum. „Ég man bara hvað þetta var vond tilfinning. Ég hafði aldrei pælt í fjármálum. Þetta var mjög erfitt og ég upplifði algjöra örvæntingu. En ég stóð í skilum með allt,” segir Kolbeinn í þættinum og segir að tilfinningin sem hafi fylgt þessum vanda hafi verið hræðileg. Klippa: Leitin að peningunum - Kolbeinn Marteinsson Markmið um skuldleysi fyrir fimmtugt Árið 2011 breyttust hlutirnir þó og fóru að þokast í rétt átt þegar hann var ráðinn í betur launað starf. „Það var ótrúlega góð tilfinning að sjá að launin manns dugðu fyrir öllum skuldbindingum og aðeins betur.“ Það var þá sem Kolbeinn áttaði sig á að hann gæti ráðið fram úr vandanum á sínum forsendum, ekki bara forsendum fjármálafyrirtækjanna. Í kjölfarið gerði Kolbeinn plan sem byggði á bókina Þú átt nóg af peningum, eftir Ingólf H. Ingólfsson, sem kenndi sig við fyrirtækið Spara. Planið gekk út á að greiða niður skuldirnar með því að byrja á lægstu lánunum og nýta það sem sparaðist við það til að greiða niður frekari skuldir. „Það er ótrúlega góð tilfinning að sjá skuldirnar sínar lækka mjög hratt.“ Tilfinningin að fá uppgreitt skuldabréf sent heim í pósti hafi verið ótrúlega góð. Kolbeinn, sem er 47 ára í dag, stefnir að því að vera skuldlaus um fimmtugt fyrir utan námslán. Börn læra af góðu fordæmi Í þættinum segir Kolbeinn að fjármál og árangur í fjármálum séu fyrst og fremst hegðun, ekki ósvipað því að mæta í ræktina. „Þetta snýst einfaldlega um að tileinka sér hegðun,“ segir Kolbeinn, sem hefur endurfjármagnað húsnæðislán fjölskyldunnar fjórum eða fimm sinnum á undanförnum þremur eða fjórum árum. Hann segir það vera besta tímakaup sem hann hafi haft. Kolbeinn segist í uppeldi barnanna sinna hafa lagt mikla áherslu á fjármálalæsi. Þar skipti aðalmáli að sýna fordæmi í verki, fordæmi sem hann segir dætur sínar hafa haft gagn af, sem birtist í því að þær keyptu báðar nýverið íbúð án utanaðkomandi aðstoðar áður en þær byrjuðu í háskóla. „Gott fordæmi skiptir mestu máli þegar við kennum börnum fjármálalæsi, þau læra af hegðun okkar en ekki því sem við segjum.“ Milljónamæringurinn í næsta húsi Kolbeinn ræddi bókina „The Millionaire Next Door“ í þættinum en hann segir bókina hafa haft mikil áhrif á sig. „Kjarninn er að flestir milljónamæringar lifa frekar einföldu lífi og oft erfitt að sjá að þarna sé stórefna fólk á ferð,“ segir Kolbeinn. Í bókinni er fjallað um helstu atriði sem einkenna ameríska milljónamæringa byggt á rannsóknum á hegðun þeirra. Helstu niðurstöður eru: Þau lifa innan þeirra marka sem tekjur þeirra setja þeim, setja sér fjárhagsleg markmið og eyða minna en þau afla. Þau verja tíma sínum, orku og fjármunum á skilvirkan hátt í að afla sér auðs og skilja samhengi tíma og peninga. Þau álíta fjárhagslegt sjálfstæði vera mikilvægara en að berast á. Fjárhagslegt sjálfstæði veitir un meiri hamingju en að eyða endalaust af peningum. Auður þeirra var í langflestum tilfellum sjálfskapaður frá grunni með skipulagi og skilningi á fjármálum. Hann var ekki fenginn í arf eða unninn í lottó. Þátturinn Leitin að peningunum er framleiddur af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. Hlusta má á viðtalið í spilaranum fyrir ofan. Neytendur Fjármál heimilisins Mest lesið Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Hann segir að með elju og breyttri fjármálahegðun hafi honum tekist að vinna sig út úr vandanum og stefnir nú á að verða skuldlaus fyrir fimmtugt. Kolbeinn, sem er viðmælandi í nýjasta þættinum af Leitinni að peningunum, stofnaði einnig fyrirtækið Útilegukortið árið 2007 og fleiri félög tengd ferðaþjónustu. Hann segir að sá lærdómur sem hann dró af sínum fjárhagslegu erfiðleikum hafi á skilað honum á þann góða stað sem hann er á í dag. Lifði lífinu áhyggjulaus „Mistök eru allt í lagi ef maður lærir af þeim. Og ég gerði það svo sannarlega í þessu tilfelli,“ segir Kolbeinn. Eins og fleiri fór hann út á vinnumarkað um 25 ára gamall og lifði lífinu áhyggjulaus og velti peningum ekki mikið fyrir sér. Hann gekkst í fjárhagslegar ábyrgðir fyrir fyrirtæki sem hann var hluthafi í og sem fór á hausinn í hruninu. Ábyrgðirnar hafi fallið á hann. Á sama tíma hafi húsnæðislán hans hækkað mjög mikið. Kolbeinn og kona hans höfðu starfað ýmist sem verktakar eða í rekstri. „Þegar ég horfi til baka var 2009 ekki skemmtilegt ár en 2010 var leiðinlegasta ár sem ég man eftir. Það var ekkert að gerast.“ Á þessum árum sá Kolbeinn ekki til sólar í fjármálum. „Ég man bara hvað þetta var vond tilfinning. Ég hafði aldrei pælt í fjármálum. Þetta var mjög erfitt og ég upplifði algjöra örvæntingu. En ég stóð í skilum með allt,” segir Kolbeinn í þættinum og segir að tilfinningin sem hafi fylgt þessum vanda hafi verið hræðileg. Klippa: Leitin að peningunum - Kolbeinn Marteinsson Markmið um skuldleysi fyrir fimmtugt Árið 2011 breyttust hlutirnir þó og fóru að þokast í rétt átt þegar hann var ráðinn í betur launað starf. „Það var ótrúlega góð tilfinning að sjá að launin manns dugðu fyrir öllum skuldbindingum og aðeins betur.“ Það var þá sem Kolbeinn áttaði sig á að hann gæti ráðið fram úr vandanum á sínum forsendum, ekki bara forsendum fjármálafyrirtækjanna. Í kjölfarið gerði Kolbeinn plan sem byggði á bókina Þú átt nóg af peningum, eftir Ingólf H. Ingólfsson, sem kenndi sig við fyrirtækið Spara. Planið gekk út á að greiða niður skuldirnar með því að byrja á lægstu lánunum og nýta það sem sparaðist við það til að greiða niður frekari skuldir. „Það er ótrúlega góð tilfinning að sjá skuldirnar sínar lækka mjög hratt.“ Tilfinningin að fá uppgreitt skuldabréf sent heim í pósti hafi verið ótrúlega góð. Kolbeinn, sem er 47 ára í dag, stefnir að því að vera skuldlaus um fimmtugt fyrir utan námslán. Börn læra af góðu fordæmi Í þættinum segir Kolbeinn að fjármál og árangur í fjármálum séu fyrst og fremst hegðun, ekki ósvipað því að mæta í ræktina. „Þetta snýst einfaldlega um að tileinka sér hegðun,“ segir Kolbeinn, sem hefur endurfjármagnað húsnæðislán fjölskyldunnar fjórum eða fimm sinnum á undanförnum þremur eða fjórum árum. Hann segir það vera besta tímakaup sem hann hafi haft. Kolbeinn segist í uppeldi barnanna sinna hafa lagt mikla áherslu á fjármálalæsi. Þar skipti aðalmáli að sýna fordæmi í verki, fordæmi sem hann segir dætur sínar hafa haft gagn af, sem birtist í því að þær keyptu báðar nýverið íbúð án utanaðkomandi aðstoðar áður en þær byrjuðu í háskóla. „Gott fordæmi skiptir mestu máli þegar við kennum börnum fjármálalæsi, þau læra af hegðun okkar en ekki því sem við segjum.“ Milljónamæringurinn í næsta húsi Kolbeinn ræddi bókina „The Millionaire Next Door“ í þættinum en hann segir bókina hafa haft mikil áhrif á sig. „Kjarninn er að flestir milljónamæringar lifa frekar einföldu lífi og oft erfitt að sjá að þarna sé stórefna fólk á ferð,“ segir Kolbeinn. Í bókinni er fjallað um helstu atriði sem einkenna ameríska milljónamæringa byggt á rannsóknum á hegðun þeirra. Helstu niðurstöður eru: Þau lifa innan þeirra marka sem tekjur þeirra setja þeim, setja sér fjárhagsleg markmið og eyða minna en þau afla. Þau verja tíma sínum, orku og fjármunum á skilvirkan hátt í að afla sér auðs og skilja samhengi tíma og peninga. Þau álíta fjárhagslegt sjálfstæði vera mikilvægara en að berast á. Fjárhagslegt sjálfstæði veitir un meiri hamingju en að eyða endalaust af peningum. Auður þeirra var í langflestum tilfellum sjálfskapaður frá grunni með skipulagi og skilningi á fjármálum. Hann var ekki fenginn í arf eða unninn í lottó. Þátturinn Leitin að peningunum er framleiddur af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. Hlusta má á viðtalið í spilaranum fyrir ofan.
Neytendur Fjármál heimilisins Mest lesið Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira