
Sambandsdeild Evrópu

Óskar Hrafn segist aldrei hafa séð aðra eins reiði í boðvangi andstæðinganna
„Ég er auðvitað mjög ánægður með að við náðum að skora tvö mörk, fannst við eiga það skilið. Þetta var erfitt, tók tíma að brjóta þá á bak aftur. Varð ekkert léttara þegar þeir voru að fara af velli, urðu tíu og svo níu,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks eftir 2-0 sigur sinna manna á Budućnost í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í kvöld.

Umfjöllun,viðtöl og myndir: Víkingur - The New Saints 2-0 | Kristall bjó til gott nesti fyrir Víkinga
Víkingur vann 2-0 sigur gegn The New Saints í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í kvöld og er því í flottum málum fyrir útileikinn í næstu viku.

„Erum tveimur mörkum yfir í hálfleik og þurfum að klára einvígið í Wales“
Víkingur Reykjavík vann 2-0 sigur á New Saints í undankeppni Sambandsdeildarinnar. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var ánægður með spilamennskuna í fyrri leiknum af tveimur gegn New Saints.

Umfjöllun og myndir: Breiðablik-Budućnost 2-0 | Frábær sigur Blika þar sem allt ætlaði um koll að keyra í lok leiks
Breiðablik vann Budućnost Podgorica frá Svartfjallalandi 2-0 í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta er liðin mættust á Kópavogsvelli í kvöld. Um var að ræða fyrri leik liðanna og ætti seinni leikurinn að verða einkar áhugaverður þar sem allt ætlaði fjandans til undir loks leiks.

Patrik hélt hreinu í Prag
Patrik Sigurður Gunnarsson og Samúel Kári Friðjónsson gerðu fína ferð til Tékklands og náðu markalausu jafntefli gegn Sparta Prag með norska liðinu Viking í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar í fótbolta í kvöld.

Gott útlit hjá Hólmberti en Sveinn og Hákon í slæmri stöðu
Fyrir utan lið Víkings og Breiðabliks eru nokkrir Íslendingar á ferðinni með sínum félagsliðum í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í kvöld.

„Þurfum bara að mæta með kassann úti og keyra yfir þá“
Breiðablik tekur á móti Budućnost Podgorica í fyrri leik liðanna í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari liðsins, ræddi við Stöð 2 í dag og fór yfir möguleika sinna manna.

„Þetta er öðruvísi áskorun fyrir okkar stráka“
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands og bikarmeistara Víkings, segir andstæðinga liðsins í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu séu harðir í horn að taka og hann býst við mikilli baráttu.

Hinn fjölhæfi Viktor Örlygur er einnig fimur á saumavélinni
Undirbúningur leikmanna er misjafn fyrir stóran Evrópuleik. Víkingurinn Viktor Örlygur Andrason verður að öllum líkindum í byrjunarliðinu er Íslands- og bikarmeistararnir mæta The New Saints frá Wales í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Undirbúningur hans er töluvert frábrugðinn öðrum leikmönnum liðsins.

Víkingur gæti mætt pólsku meisturunum og Blikar á leið í langt ferðalag
Drátturinn í þriðju umferð forkeppni Smabandsdeildar Evrópu fór fram í dag. Íslensku liðin tvö, Víkingur og Breiðablik, eiga erfið verkefni fyrir höndum takist þeim að sigra viðureignir sínar í annarri umferð.

Mourinho fagnar Evrópuafrekinu með húðflúri
Portúgalinn Jose Mourinho er einn allra sigursælasti þjálfari seinni ára í evrópskum fótbolta og hann veit það vel.

Áfrýjun Rússlands hafnað
CAS, Alþjóðlegi íþróttadómstóllinn í Sviss, hefur hafnað áfrýjunarkröfu frá fjórum rússneskum félagsliðum vegna þátttökubanns UEFA sem meinar liðunum frá því að taka þátt í Evrópukeppnum á næsta leiktímabili. Rússnesku landsliðin mega heldur ekki leika í alþjóðlegum keppnum.

KR spilaði heimaleik á útivelli: Stuðningsmenn Pogoń settu lit sinn á leikinn
KR vann 1-0 sigur á pólska liðinu Pogoń í síðari leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Stuðningsmenn gestanna settu skemmtilegan svip á leikinn en nokkur hundruð mættu á Meistarvelli til að sjá lið sitt tapa. Segja má að þeir hafi verið vægast ósáttir með úrslit leiksins.

Ísland upp um fimm sæti og fjórða Evrópusætið í sjónmáli
Gott gengi íslenskra félagsliða í Evrópukeppnum í knattspyrnu undanfarið hefur skilað landinu upp um fimm sæti á styrkleikalista UEFA.

Sjáðu sýningu Breiðabliks og sigurmark KR
Breiðablik og KR unnu bæði sína leiki í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöld. Breiðablik lagði Santa Coloma frá Andorra 4-1 og flýgur áfram í næstu umferð á meðan KR er úr leik þrátt fyrir 1-0 sigur á heimavelli gegn Pogón Szczecin. Mörkin úr báðum leikjum má sjá hér að neðan.

Rúnar: Þessi sigur gefur vonandi sjálfstraust fyrir næstu leiki
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, tók heilmargt jákvætt út úr sigri KR gegn Pogon Szczecin í seinni leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla þrátt fyrir að sigurinn dygði ekki til þess að koma KR-ingum áfram í næstu umferð keppninnar.

Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Santa Coloma 4-1 | Blikar fóru örugglega áfram
Breiðablik flaug áfram í næstu umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu með 4-1 sigri á Santa Coloma frá Andorra. Breiðablik lenti reyndar óvænt 0-1 undir í kvöld en það kom ekki að sök. Lokatölur í einvíginu 5-1 og Blikar komnir áfram.

Sagði síðari hálfleikinn frábæran og vildi ekki tjá sig um orðróma tengda Norrköping
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var sáttur með seinni hálfleik sinna manna í 4-1 sigrinum á Santa Coloma í leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þá vildi hann ekki tjá sig um sænska úrvalsdeildarfélagið Norrköping en fyrr í kvöld orðuðu sænskir fjölmiðlar hann við starfið.

Umfjöllun: KR-Pogón 1-0 | Allt annað að sjá KR-liðið á Meistaravöllum í kvöld
KR sýndi annað andlit þegar liðið pólska liðið Pogón í heimsók á Meistaravelli í síðari leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla í kvöld en í þeim fyrri.

„Á heimavelli munum við að sjálfsögðu reyna að lyfta okkur hærra upp á völlinn“
Rúnar Kristinsson ræddi við Vísi fyrir leik KR og pólska liðsins Pogoń Szczecin í síðari leik liðanna í undankeppni Evrópudeildarinnar. Hann segir að leikplanið verði ekkert ósvipað og í fyrri leiknum en hans lið þurfi einfaldlega að gera hlutina betur.

Víkingur mætir liði frá Wales í Sambandsdeildinni
Víkingur féll úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir samanlagt 6-5 tap gegn sænska stórliðinu Malmö. Víkingar fara því næst í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu þar sem næsti mótherji er The New Saints frá Wales.

Óskar Hrafn: Þurfum að stíga á bensíngjöfina
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, telur að liðið lærði mikið af fyrri leiknum við Santa Coloma sem Blikar unnu 0-1 í Andorra. Blikar þurfa að auka hraðann gegn þeim í næsta leik.

Mörkin frá Andorra og Póllandi
Breiðablik og KR hófu leik í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta hér að neðan. Mörkin úr leikjunum tveimur má sjá hér að neðan.

Rúnar: Náðum ekki að gera það sem lagt var upp með
KR spilaði við Pogon Szczecin í Sambandsdeild Evrópu í Póllandi í dag. Leikurinn fór 4-1 fyrir þá pólsku eftir erfiðan fyrri hálfleik. Rúnar Kristinsson, þjálfara KR fannst leikplan sinna manna ekki ganga nægilega vel upp í fyrri hálfleik en mun betur í þeim seinni. Honum fannst heimamenn eiga of auðvelt með að spila upp völlinn.

Umfjöllun: Pogon Szczecin-KR 4-1 | Afar kaflaskipt frammistaða hjá KR í Póllandi
Pogon Szczecin vann KR 4-1 í fyrri leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla Póllandi í dag eftir að þeir pólsku leiddu í hálfleik 3-0.

Umfjöllun: Santa Coloma-Breiðablik 0-1 | Blikar sigruðu í Andorra
Breiðablik hóf Evrópuævintýri sitt á 1-0 sigri í Andorra. Liðin mætast aftur á Kópavogsvelli eftir viku.

Íslenskir dómarar á tveimur völlum
Það eru ekki bara KR og Breiðablik sem verða fulltrúar Íslands í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. Það verða íslensk dómarateymi á tveimur völlum.

Rice sakaði dómara um spillingu | Fær tveggja leikja bann
Declan Rice, leikmaður West Ham, hefur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann frá Evrópuleikjum af knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA.

Breiðablik víxlar Evrópuleikjum
Breiðablik hefur samþykkt beiðni Santa Coloma frá Andorra að víxla heimaleikjum liðanna í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta. Þetta staðfesti félagið á samfélagsmiðlum sínum í gær.

Mismunandi og miserfiðar leiðir sem Víkingur getur farið
Víkingur frá Reykjavík tekur þátt í forkeppni fyrir undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í næstu viku. Ljóst er að Víkingar eiga fram undan Evrópueinvígi sama hvernig fer, en mögulegir andstæðingar eru breytilegir eftir því hversu langt þeir komast.