Fíkniefnabrot

Fréttamynd

Grunaðir um smygl til Íslands í áraraðir

„Þetta er eitt stærsta mál sem við höfum unnið að,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um mál átta Íslendinga og fjögurra annarra sem nú sitja inni í Kaupmannahöfn og Noregi.

Innlent
Fréttamynd

Mál Svedda eru enn í rannsókn

Mál Sverris Þórs Gunnarssonar, Svedda tannar, er enn til rannsóknar hjá lögreglunni í Rio de Janeiro í Brasilíu. Hann situr enn í varðhaldi vegna málsins og óvíst er hvort og þá hvenær hann verður framseldur til Spánar vegna eldri dóms, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins.

Innlent
Fréttamynd

Geymdi dópfé í bankahólfi pabba

Tveir af mönnunum fimm sem voru í morgun dæmdir fyrir umsvifamikinn innflutning af kókaíni frá Spáni til Íslands voru einnig dæmdir fyrir peningaþvætti vegna sölu fíkniefna.

Innlent
Fréttamynd

Höfuðpaurs í kókaín-smygli leitað á Spáni

Átta manns, sjö karlar og ein kona, sitja nú í gæsluvarðhaldi grunuð um að tengjast innflutningi á rúmlega þremur kílóum af mjög sterku kókaíni til Íslands fyrr í mánuðinum. Kókaínið kom í tveimur sendingum frá Alicante á Spáni, og vó hvor sending um 1.600 grömm.

Innlent