Sóttu jólastyttu fulla af kókaíni á pósthúsið á Stórhöfða Atli Ísleifsson skrifar 9. júní 2022 08:08 Lögregla kom hlustunar- og staðsetningarbúnaði fyrir í póstsendingunni og var gerviefnum komið fyrir í stað fíkniefnanna. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvo karlmenn í fangelsi fyrir tilraun til stórfellds fíkniefnainnflutnings þar sem þeir sóttu pakka á pósthús þar sem í var jólastytta með um kíló af kókaíni innan í. Annar mannanna var dæmdur í 21 mánaða fangelsi og hinn átján mánaða fangelsi. Til frádráttar kemur gæsluvarðhald sem þeir sættu vikulangt í desember 2021 vegna málsins. Í dómi héraðsdóms segir að fíkniefnin hafi borist með póstsendingu frá Þýskalandi og verið stíluð á mann sem bæri „algengt íslenskt nafn“, heimilisfang sem ekki var til og á óskráð símanúmer. Stóð um innihald sendingarinnar að þetta væri „dekofigur“. Kom fyrir gerviefnum Tollgæslan hafði haft samband við lögreglu og bent á sendinguna þar sem ætluð fíkniefni hafi fundist. Lögregla kom þá hlustunar- og staðsetningarbúnaði fyrir í póstsendingunni og var gerviefnum komið fyrir í stað fíkniefnanna. Í desember 2021 var svo haft eftirlit með pósthúsi Íslandspósts á Stórhöfða í Reykjavík og komu mennirnir þangað til að sækja pakkann 9. dag mánaðarins. Áhyggjur að fylgst væri með þeim Mennirnir, sem eru albanskir ríkisborgarar, neituðu báðir sök í málinu og sagði annar þeirra einungis hafa verið að skutla félaga sínum á pósthúsið gegn gjaldi á meðan sá sem sótti pakkann sagðist hafa verið að sækja pakkann fyrir mann sem hafi ekki komist á pósthúsið og beðið hann um að gera það gegn 15 þúsund króna greiðslu. Dómari í málinu taldi það hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærðu hafi gerst sekir um tilraun til stórfellds fíkniefnalagabrots líkt og lýst var í ákæru.Vísir/Vilhelm „Í skýrslum lögreglu liggja fyrir lýsingar á hátterni ákærðu við pósthúsið og bera þær með sér að ákærðu hafi verið varir um sig og haft áhyggjur af því að fylgst væri með þeim. Eftir að sendingin var afhent fóru þeir saman inn í bíl og ræddu saman. Eftir skamma stund hringdi sími ákærða [annars mannanna] og ákærðu áttu stutt samtal við mann sem m.a. spurði hvort ákærðu hefðu náð í „það“, sem [annar ákærðu] svaraði með því að þeir hefðu náð í „það“ og væru með það hjá sér í bílnum,“ segir í dómnum, en mennirnir voru svo handteknir eftir að hafa farið með sendinguna úr eigin bíl og yfir í leigubíl. Langsóttar og ótrúverðugar skýringar Dómari í málinu telur skýringar mannanna afar langsóttar og ótrúverðugar, en hvorugur þeirra vildi kannast við að eiga síma sem fannst í fórum þeirra með símanúmeri sem skráð var fyrir póstsendingunni . Taldi dómari það hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærðu hafi gerst sekir um tilraun til stórfellds fíkniefnalagabrots líkt og lýst var í ákæru. Mennirnir eru einnig dæmdir til greiðslu málsvarnarlauna verjenda sinna, samtals rúmar fjórar milljónir króna, og sakarkostnaðar. Þá sæti þeir upptöku á fíkniefnum, farsímum, og reiðufé sem lögregla lagði hald á verið rannsókn málsins. Dómsmál Tollgæslan Smygl Fíkniefnabrot Pósturinn Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Annar mannanna var dæmdur í 21 mánaða fangelsi og hinn átján mánaða fangelsi. Til frádráttar kemur gæsluvarðhald sem þeir sættu vikulangt í desember 2021 vegna málsins. Í dómi héraðsdóms segir að fíkniefnin hafi borist með póstsendingu frá Þýskalandi og verið stíluð á mann sem bæri „algengt íslenskt nafn“, heimilisfang sem ekki var til og á óskráð símanúmer. Stóð um innihald sendingarinnar að þetta væri „dekofigur“. Kom fyrir gerviefnum Tollgæslan hafði haft samband við lögreglu og bent á sendinguna þar sem ætluð fíkniefni hafi fundist. Lögregla kom þá hlustunar- og staðsetningarbúnaði fyrir í póstsendingunni og var gerviefnum komið fyrir í stað fíkniefnanna. Í desember 2021 var svo haft eftirlit með pósthúsi Íslandspósts á Stórhöfða í Reykjavík og komu mennirnir þangað til að sækja pakkann 9. dag mánaðarins. Áhyggjur að fylgst væri með þeim Mennirnir, sem eru albanskir ríkisborgarar, neituðu báðir sök í málinu og sagði annar þeirra einungis hafa verið að skutla félaga sínum á pósthúsið gegn gjaldi á meðan sá sem sótti pakkann sagðist hafa verið að sækja pakkann fyrir mann sem hafi ekki komist á pósthúsið og beðið hann um að gera það gegn 15 þúsund króna greiðslu. Dómari í málinu taldi það hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærðu hafi gerst sekir um tilraun til stórfellds fíkniefnalagabrots líkt og lýst var í ákæru.Vísir/Vilhelm „Í skýrslum lögreglu liggja fyrir lýsingar á hátterni ákærðu við pósthúsið og bera þær með sér að ákærðu hafi verið varir um sig og haft áhyggjur af því að fylgst væri með þeim. Eftir að sendingin var afhent fóru þeir saman inn í bíl og ræddu saman. Eftir skamma stund hringdi sími ákærða [annars mannanna] og ákærðu áttu stutt samtal við mann sem m.a. spurði hvort ákærðu hefðu náð í „það“, sem [annar ákærðu] svaraði með því að þeir hefðu náð í „það“ og væru með það hjá sér í bílnum,“ segir í dómnum, en mennirnir voru svo handteknir eftir að hafa farið með sendinguna úr eigin bíl og yfir í leigubíl. Langsóttar og ótrúverðugar skýringar Dómari í málinu telur skýringar mannanna afar langsóttar og ótrúverðugar, en hvorugur þeirra vildi kannast við að eiga síma sem fannst í fórum þeirra með símanúmeri sem skráð var fyrir póstsendingunni . Taldi dómari það hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærðu hafi gerst sekir um tilraun til stórfellds fíkniefnalagabrots líkt og lýst var í ákæru. Mennirnir eru einnig dæmdir til greiðslu málsvarnarlauna verjenda sinna, samtals rúmar fjórar milljónir króna, og sakarkostnaðar. Þá sæti þeir upptöku á fíkniefnum, farsímum, og reiðufé sem lögregla lagði hald á verið rannsókn málsins.
Dómsmál Tollgæslan Smygl Fíkniefnabrot Pósturinn Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira