Halldór Auðar Svansson
Traust og gagnsæi
Fyrir tveimur árum birtu þáverandi formenn stjórnarflokkanna yfirlýsingu á vef Stjórnarráðsins þar sem þeir sögðust sammála um ákveðin atriði varðandi umdeilda sölu á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka sem fram hafði farið í mars 2022.
Látum þau borða gaslýsingar
„Það lá alveg ljóst fyrir að með samþykkt þessara laga væri verið að taka þjónustu af fólki. Þegar þú ert að svipta fólki þjónustu eins og húsnæði og framfærslu þá geturðu ekki sett þessi lög með þessum afleiðingum en líka veitt þjónustuna á sama tíma. Þá fellur þetta allt um sjálft sig.“
Frekari afglöp við afglæpavæðingu
Fyrir rúmu ári skrifaði ég grein þar sem ég rakti erfiðleika ríkisstjórnarinnar við að innleiða afglæpavæðingu neysluskammta vímuefna og tengdi erfiðleikana við stefnuleysi stjórnarinnar.
Hverju miðla miðlunartillögur?
Úrskurðurinn sem kveðinn var upp í Landsrétti þann 13. febrúar síðastliðinn, þar sem kröfu ríkissáttasemjara um aðgang að félagatali Eflingar var hafnað, er sögulegur og afdrifaríkur.
Mólok heimtar barnfórnir
Í Gamla testamentinu er að finna fordæmingar Guðs í garð ýmissa siða sem Ísraelsmönnum var bannað að ástunda samkvæmt lögmáli Móse. Einn slíkur siður er barnfórnir, en guðinum Mólok mun hafa verið færðar slíkar fórnir í von um einhvers konar efnisleg gæði. Líkt og mörg önnur minni úr Biblíunni þá hefur fordæmingin á Mólok lifað með mannkyninu inn í nútímann og stundum er vísað til Móloks þegar fjallað er um hvers kyns skammsýnar og grimmilegar fórnir.
Afruglun á umræðu um brottvísanir
Líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum þá hafa rússnesku hjónin Anton og Viktoria Garbar nú verið send héðan nauðug frá Íslandi og til Ítalíu. Þau flúðu heimaland sitt vegna andófs í garð stjórnvalda þeirra sem setti þau í mikla hættu á pólitískum ofsóknum – og þau langaði helst að sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi af því hingað hafa þau oft komið og hér eiga þau vini.
Afglöp við afglæpavæðingu
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem settur var saman árið 2017 sagði: „Snúa þarf af braut harðra refsinga fyrir neyslu fíkniefna en styrkja aðgerðir gegn fíkniefnasölum, innflutningi og framleiðslu fíkniefna. Tryggja þarf fíklum viðunandi meðferðarúrræði með samvinnu dóms-, félags- og heilbrigðiskerfis.“
Fjölbreytni, ekki einsleitni
Íslenskir meirihlutar hafa í gegnum tíðina helst verið myndaðir af fæstum mögulegum flokkum. Þannig hefur ekki þurft að gera málamiðlanir milli margra aðila og allt vesen lágmarkað.
Breiðfylkingarstjórnin
Í kosningum er ekki bara kosið um flokka, það er líka kosið um ríkisstjórnarmynstur. Kjósendur eru mismikið að huga að þessu atriði en það er samt þannig að hvert atkvæði sem greitt er hefur áhrif á hvernig ríkisstjórn er möguleg eða líkleg.
Sýnidæmi KSÍ um þöggunarmenningu
Löglærður forseti dómstóls KSÍ skrifaði færslu á Facebook í gærkvöldi um Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur, sem steig fram til að andmæla þeim málflutningi sambandsins að engin erindi vegna kynferðiofbeldis landsliðsmanna hefðu borist inn á borð þess.
Píratar vilja sterkari fjölmiðla
Í nýjustu mælingu samtakanna Blaðamanna án landamæra á stöðu fjölmiðlafrelsis í heiminum hafnaði Ísland í 16. sæti. Við sem erum nógu gömul til að muna hversu svekkjandi það var að Gleðibankinn hafnaði bara í sextánda sæti í Eurovision 1986 eigum auðvelt með að setja það sæti í rétt samhengi; alls ekki nógu gott.
Geðheilbrigðisstefna Pírata
Heilbrigðismál eru eitt stærsta pólitíska málið í komandi kosningum. Nú sem aldrei fyrr sjáum við hversu mikilvæg heilbrigðisþjónusta er og hvað fjárfestingar í henni geta skilað sér margfalt til baka.
Alvöru McKinsey II
Í fyrri pistli fór ég stuttlega yfir hvað segir í raun og veru í nýlegri skýrslu McKinsey um heilbrigðiskerfið. Þar tel ég mig eiginlega hafa verið að koma sitjandi ríkisstjórn til varnar gagnvart innri gagnrýni fjármálaráðherra sem heldur því fram að þeirra eigin fjárfestingar í kerfinu hafi ekki verið að nýtast sem skyldi.
Alvöru McKinsey
Fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins er með áhugavert kosningaupplegg um yfirstandandi Covid-bylgju. Hann segir það óásættanlegt að Landspítalinn ráði ekki við álagið vegna hennar og að það sé alveg bölvað að það þurfi að standa í sóttvarnaaðgerðum út af því.
Örlagastund í sóttvörnum
Sóttvarnalæknir er búinn að útbúa minnisblað um aðgerðir innanlands og ríkisstjórnin fundar á morgun. Mín tilfinning er að þetta sé einn krítískasti tíminn í baráttunni við veiruna, þar sem upplýsingagjöf hefur verið misvísandi og mikið óþol komið í marga.
Hverfið mitt í Reykjavík 2018
Hjá Reykjavíkurborg stendur nú yfir hugmyndasöfnun fyrir Hverfið mitt 2018, árlegt íbúalýðræðisverkefni um framkvæmdir í hverfum borgarinnar.
Eitrað fyrir lýðræðinu á samfélagsmiðlum
Lýðræði er orð sem vekur upp jákvæðar tengingar. Það er ekki að ástæðulausu, enda er lýðræði eina stjórnarfarið sem valdeflir almenning til að móta framtíðina og veitir stjórnmálamönnum og flokkum aðhald.
Beint lýðræði í menntamálum
Beint lýðræði snýst um að þú getir haft bein áhrif á það sem skiptir þig máli. Beint lýðræði snýst ekki um að hafa skoðun á öllu alltaf, heldur að geta haft áhrif á það sem skiptir mann máli.
Opin fjármál Reykjavíkurborgar
Opnað hefur verið nýtt svæði á vefsíðu Reykjavíkurborgar, Opin fjármál Reykjavíkurborgar. Þar má nú sjá ítarlega myndræna framsetningu á útgjöldum og tekjum borgarinnar, fyrstu níu mánuði þessa árs og árin 2014 og 2015.
Rafræn þjónustumiðstöð í Reykjavík
Á fundi sínum þann 23. júní síðastliðinn samþykkti borgarráð Reykjavíkurborgar einróma tillögu stjórnkerfis- og lýðræðisráðs um að stofnuð skuli rafræn þjónustumiðstöð í borginni. Um er að ræða nýja stjórnsýslueiningu sem verður leiðandi í vinnu við að samræma rafræna þjónustu milli mismunandi sviða
Enn betri Reykjavík
Reykjavíkurborg hefur síðan 2010 haldið úti vefsíðunni www.betrireykjavik.is í samstarfi við sjálfseignarstofnunina Íbúa. Betri Reykjavík er samt meira en bara vefsíða heldur er þetta stærra fyrirbæri sem tengist beint inn í stjórnsýslu borgarinnar.
Píratar og kirkjuheimsóknir
Sú hvatning sem stjórn Pírata í Reykjavík gaf út til skólastjórnenda í Reykjavík um að ekki yrði farið í kirkjuheimsóknir yfir jólin hefur vakið nokkra athygli og umræðu. Þar er vísað í eftirfarandi grein í reglum borgarinnar
Hinir sílogandi netheimar
Fyrir nokkrum árum birti grínsíðan Baggalútur frétt með fyrirsögninni „Netheimar loga“. Þar var vísað í frasa sem oft er dreginn fram þegar hiti er í umræðu á netinu – en í fréttinni voru Netheimar orðnir að blokk í 104 Reykjavík sem bókstaflega var kviknað í.
Af hákörlum
Sæunn Ólafsdóttir ritaði á þessum vettvangi pistil sem bar titilinn Sniðugar nauðganir. Hann hefur vakið töluverða athygli og farið víða um netheima. Það er fyllilega eðlilegt í ljósi þess að þarna er stungið á ákveðnum kýlum sem því miður er ekki nógu oft stungið á. Höfundur pistilsins sýnir mikið hugrekki með því að opna sig með þessum hætti og vekja þannig þarfa umræðu. Ég ætla að reyna að sýna samsvarandi hugrekki með því að tjá mig um þetta málefni af hreinskilni út frá karllægu sjónarhorni.