Fótbolti á Norðurlöndum

Fréttamynd

Minnkuðu forskotið í þrjú stig

Landsliðskonurnar Sara Björk Gunnarsdóttir og Þóra Björg Helgadóttir voru báðar í byrjunarliði LdB FC Malmö og spiluðu allan leikinn þegar liðið vann 4-0 sigur á botnliði Sunnanå SK í sænsku kvennadeildinni í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Hallgrímur og félagar misstu af stigunum í lokin

Hallgrímur Jónasson og félagar í SönderjyskE máttu sætta sig við fyrsta tapið á tímabilinu þegar liðið heimsótti Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Midtjylland vann leikinn 2-1 og er áfram með fullt hús á toppnum.

Fótbolti
Fréttamynd

Ekki enn haft samband við Grétar

"Ég heyri að tyrknesk lið hafa áhuga en ég veit voðalega lítið,“ segir Gunnar Heiðar Þorvaldsson hjá Norrköping. Sænskir fjölmiðlar fjalla um áhuga tyrkneska félagsins á framherjanum sem hefur skorað grimmt í Svíþjóð.

Fótbolti
Fréttamynd

Lentu 0-2 undir en unnu leikinn 4-2

Arnór Smárason og félagar í Helsingborg styrktu stöðu sína á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar í kvöld eftir 4-2 útisigur í Íslendingaslag á móti IFK Gautaborg. Eftir leiki dagsins er Helsingborg með fimm stiga forskot í efsta sætinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Tímabilið byrjar ekki vel hjá FCK

Tímabilið byrjar ekki vel hjá dönsku meisturunum í FC Kaupmannahöfn en Íslendingaliðið er stigalaust eftir tvær fyrstu umferðirnar í dönsku úrvalsdeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Indriði skoraði beint úr aukaspyrnu

Indriði Sigurðsson og félagar í Viking unnu 3-0 heimasigur á Start í Íslendingaslag í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Indriði skoraði fyrsta mark Viking-liðsins sem komst upp í þriðja sætið með þessum sigri. Það gekk ekki eins hjá Íslendingaliðunum Hönefoss og Brann.

Fótbolti
Fréttamynd

Steinþór hetja Sandnes Ulf

Steinþór Freyr Þorsteinsson tryggði sínum mönnum í Sandnes Ulf dramatískan sigur á Álasundi á útivelli í norsku úrvalsdeildinni í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Sjáðu glæsimark Gumma

Bolvíkingurinn Guðmundur Kristjánsson skoraði stórkostlegt mark beint úr aukaspyrnu í 3-3 jafntefli Start gegn Brann í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Draumamark Guðjóns dugði ekki

Guðjón Baldvinsson skoraði glæsilegt mark fyrir Halmstad sem sótti sænsku meistarana í Elfsborg heim í dag. Gestirnir misstu 2-0 forystu niður í jafntefli.

Fótbolti
Fréttamynd

Óvæntustu úrslit tímabilsins

Hjálmar Jónsson og Hjörtur Logi Valgarðsson stóðu vaktina í vörn IFK Gautaborgar sem tapaði 2-1 gegn botnliði Brommapojkarna í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Helgi Valur spilaði allan leikinn í sigri AIK

Íslenski landsliðsmaðurinn, Helgi Valur Daníelsson spilaði allan leikinn í 2-0 sigri AIK á Hacken í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Það voru þeir Henok Goitom og Robert Ahman Persson sem gerðu mörk AIK í leiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Pálmi Rafn hetja Lilleström í bikarnum

Pálmi Rafn Pálmason skoraði eina mark leiksins þegar Lilleström komst áfram í undanúrslit norsku bikarkeppninnar í kvöld. Lilleström vann þá 1-0 sigur á Start í slag tveggja Íslendingaliða.

Fótbolti
Fréttamynd

Helgi Valur spilar fjóra leiki til viðbótar með AIK

Íslenski landsliðsmaðurinn Helgi Valur Daníelsson mun spila með portúgalska félaginu CF Os Belenenses á komandi leiktíð en hann stóðst læknisskoðun hjá félaginu í dag. Helgi Valur flytur þó ekki út fyrr en eftir leik AIK-liðsins á móti BK Hacken sem fer fram 22. júlí og á því eftir að spila fjóra leiki með sænska félaginu. Þetta kemur fram á heimasíðu AIK í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Matthías tryggði Start jafntefli

Matthías Vilhjálmsson tryggði Start stig á heimavelli gegn Aalesund í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Matthías skoraði síðasta markið í 2-2 jafntefli.

Fótbolti
Fréttamynd

Pálmi lék allan leikinn í tapi

Pálmi Rafn Pálmason lék allan leikinn fyrir Lilleström sem tapaði 1-0 fyrir Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Það var markalaust í hálfleik.

Fótbolti