
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna

Sjáðu mörkin: Real marði sigur í Úkraínu | Öruggt hjá Juventus
Tveimur af leikjum dagsins í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta er nú lokið. Real Madríd marði sigur gegn WFC Zhytlobud-1 Kharkiv frá Úkraínu en bæði lið eru með Breiðablik í riðli. Þá vann Juventus öruggan sigur á Servette í Sviss.

Segir leikinn í kvöld hjálpa landsliðinu eftir tíu ár og rifjar upp sögu frá Hvolsvelli
Ætli verðandi fulltrúar Íslands á HM 2031 í fótbolta verði meðal áhorfenda á Kópavogsvelli í kvöld? Úlfar Hinriksson, yfirmaður afreksþjálfunar hjá Breiðabliki, er í það minnsta sannfærður um að leikir Breiðabliks við PSG, Real Madrid og Kharkiv hjálpi íslenska kvennalandsliðinu í framtíðinni.

Ásta Eir: „Þetta er náttúrulega bara stærsta sviðið“
Ásta Eir Árnadóttir, leikmaður Breiðabliks, spilaði með liðinu gegn Paris Saint-Germain fyrir tveimur árum og hún er aftur í liðinu þegar að PSG heimsækir Breiðablik í Meistaradeild Evrópu á morgun. Hún segir að bæði Blikar og PSG séu mep breytt lið frá því seinast, og að franska liðið sé jafnvel sterkara nú en þá.

Blikar skrúfa upp í ljósunum og fá að spila á Kópavogsvelli
Breiðablik hefur fengið undanþágu frá UEFA til að spila leikinn gegn Paris Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu á Kópavogsvelli.

Finnur sársauka í hverjum leik og var sagt að hætta en styrkir Blika í Meistaradeild
Belgíska landsliðskonan Alexandra Soree hefur fengið undanþágu til félagaskipta í Breiðablik og verður með liðinu í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta sem hefst í næstu viku. Sérfræðingar sögðu að hún þyrfti að hætta í fótbolta þegar hún var unglingur.

Blikar fá tvær nýjar í Meistaradeildina
Breiðablik hefur bætt við sig tveimur leikmönnum fyrir komandi stórleiki í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Félagið nýtti undanþáguheimildir til félagaskipta enda félagaskiptaglugginn lokaður á Íslandi.

Real Madríd til Íslands í desember
Fyrr í dag var dregið í riðla í Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna megin. Nú er ljóst hvenær leikirnir fara fram. Leikur Breiðabliks og Real Madríd fer fram miðvikudaginn 8. desember.

„Þið takið þær hundrað prósent“
Ásta Eir Árnadóttir tók sér stutta pásu frá störfum sínum á markaðsdeild IKEA í hádeginu til að sjá hvaða stórliðum hún mætir í Meistaradeild Evrópu í vetur. Hún var nokkuð hress eftir að Blikar drógust gegn Paris Saint-Germain, Real Madrid og Kharkiv frá Úkraínu.

Breiðablik í riðli með PSG og Real Madrid
Breiðablik er í riðli með Paris Saint-Germain, Real Madrid og Kharkiv í Meistaradeild Evrópu. Dregið var í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í dag.

Breiðablik og heimavöllurinn
Kvennalið Breiðabliks hefur skrifað nafn sitt í knattspyrnusögu landsins með því að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu þar sem 16 bestu knattspyrnulið álfunnar leika.

Eysteinn: Gerum allt til þess spila á Kópavogsvelli
Eysteinn Lárusson, framkvæmdastóri Breiðabliks, stendur í ströngu þessa dagana vegna þátttöku kvennaliðs Breiðabliks í riðlakeppni meistaradeildar Evrópu. Guðjón Guðmundsson fréttamaður tók hann tali.

Fögnuðu sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með bragðaref
Það er fátt íslenskara en að fá sér bragðaref, það er ís með allskyns nammi, þegar fagna skal stórum áfanga.

Sigur í dag færir Breiðabliki 75 milljónir og leiki fram að jólum
Breiðablik er öruggt um að fá rúmar 20 milljónir króna fyrir að spila gegn króatíska liðinu Osijek í dag. Sigur færir liðinu að lágmarki 75 milljónir og leiki við einhver af bestu liðum Evrópu fram að jólum.

Sigur í dag og Breiðablik gæti mætt Barcelona, Real Madríd eða Lyon: „Þetta er náttúrulega stærsta sviðið“
„Ég sé þetta bara fyrir mér sem sigur hjá okkur, við leggjum upp með það,“ sagði Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks, í viðtali við Stöð 2 og Vísi um stórleik dagsins á Kópavogsvelli.

Blikar fá að spila 60 milljóna leikinn þrátt fyrir að leikmaður hafi smitast
Einn leikmaður Breiðabliks hefur greinst með kórónuveirusmit í aðdraganda seinni leiksins við króatíska liðið Osijek, í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á morgun.

Sjáðu hvernig Barcelona skráði sig í sögubækurnar
Barcelona varð í gær fyrsta félagið frá upphafi til að geta státað sig af því hafa orðið Evrópumeistari bæði kvenna og karla í fótbolta.

Skelfileg byrjun varð Chelsea að falli er Barcelona vann Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn
Barcelona gekk einfaldlega frá Chelsea á rúmum hálftíma er liðin mættust í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í dag. Lokatölur 4-0 Börsungum í vil sem voru að vinna Meistaradeildina í fyrsta sinn.

Sara tilnefnd sem besti miðjumaður Meistaradeildarinnar
Fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta er tilnefndur sem besti miðjumaður Meistaradeildar Evrópu tímabilið 2019-20.

Frábærar fréttir fyrir íslenskan kvennafótbolta
Mikil ánægja ríkti í Pepsi Max Mörkunum í gær. Annars vegar var gleðin yfir því að Sara Björk Gunnarsdóttir hafi unnið Meistaradeild Evrópu með Lyon og hins vegar að Berglind Björg Þorvaldsdóttir væri á leið í atvinnumennsku í Frakklandi.

„Féllu nokkur hamingjutár þegar Sara skoraði“
Berglind Björg Þorvaldsdóttir segist hafa samglaðst Söru Björk Gunnarsdóttur innilega þegar hún varð Evrópumeistari á sunnudaginn.

Engin skoraði meira en Berglind Björg í Meistaradeildinni
Berglind Björg Þorvaldsdóttir var markahæst í Meistaradeild Evrópu tímabilið 2019-20 ásamt tveimur öðrum.

Grínuðust með það að Sara Björk ætti að fara og taka við silfrinu líka
Sara Björk Gunnarsdóttir spilaði jafnmarga leiki með gullliði Lyon og silfurliði Wolfsburg í Meistaradeildinni 2019-20.

Sara hughreysti vinkonu sína í Wolfsburg eftir úrslitaleikinn
Eftir að hafa unnið sinn stærsta sigur á ferlinum gaf Sara Björk Gunnarsdóttir sér tíma til að hughreysta vinkonu sína í Wolfsburg, liðinu sem hún lék með áður en hún fór til Wolfsburg.

Vatni skvett yfir Söru sem dansaði trylltan sigurdans
Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Lyon voru heldur betur í stuði eftir að liðið lyfti Evrópubikarnum á loft.

Sjáðu Söru lyfta Evrópubikarnum
Sara Björk Gunnarsdóttir varð í kvöld annar íslenski leikmaðurinn til þess að vinna Meistaradeild Evrópu.

Sjáðu markið hennar Söru sem innsiglaði sigur Lyon
Sara Björk Gunarsdóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði eitt marka Lyon sem vann 3-1 sigur á Wolfsburg í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld.

Sara Björk skoraði og Lyon er Evrópumeistari
Sara Björk Gunnarsdóttir er Evrópumeistari í fyrsta sinn eftir að Lyon vann 3-1 sigur á Wolfsburg í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld. Sara Björk skoraði í leiknum.