Handbolti

Fréttamynd

Góður leikur Al­dísar Ástu dugði ekki

Aldís Ásta Heimisdóttir átti góðan leik í liði Skara í efstu deild sænska handboltans í kvöld. Það dugði þó ekki til þar sem lið hennar Skara mátti þola tveggja marka tap á útivelli gegn Skuru.

Handbolti
Fréttamynd

Samningi Lovísu í Noregi rift

Lovísa Thompson, landsliðskona í handbolta, mun ekki klára tímabilið með Tertnes í Noregi en samningi hennar þar var rift þar sem hún er að glíma við meiðsli og er frá keppni.

Handbolti
Fréttamynd

„Hafa verið góðir að fá nýja menn inn“

Áhugavert verður að sjá hvort Danir geti viðhaldið árangri sínum í handbolta þegar reynsluboltar liðsins hætta. Þetta segir Arnór Atlason, fyrrverandi landsliðsmaður og núverandi aðstoðarþjálfari stórliðs Álaborgar í Danmörku. Danska landsliðið varð heimsmeistari þriðja skiptið í röð með sigri á Frakklandi í gær, sunnudag.

Handbolti
Fréttamynd

Frakkar mæta Dönum í úr­slitum

Það verða Frakkland og Danmörk sem mætast í úrslitum HM í handbolta á sunnudaginn kemur. Frakkar unnu Svía með fimm marka mun nú í kvöld, lokatölur 31-26.

Handbolti
Fréttamynd

Á­fram tapa Ung­verjar

Það verða Norðmenn sem mæta Þjóðverjum í leiknum um 5. sætið á HM í handbolta. Noregur vann Ungverjaland með 8 marka mun nú rétt í þessu, lokatölur 33-25.

Handbolti
Fréttamynd

HSÍ fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ

Handknattleikssamband Íslands fær hæstu upphæðina úr Afrekssjóði ÍSÍ en tilkynnt var um úthlutun sjóðsins í dag. Alls úthlutar Afrekssjóðurinn meira en 500 milljónum til sérsambanda fyrir árið 2023.

Sport
Fréttamynd

„Fannst liðið heilt yfir ekkert rosa­lega sjarmerandi“

„Ég myndi segja að það væri hægt á einhverjum forsendum að hugsa þetta þannig,“sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta og núverandi þjálfari Hauka í Olís deild karla, aðspurður hvort mögulega hefðu væntingar íslensku þjóðarinnar borið íslenska landsliðið ofurliði í Svíþjóð.

Handbolti
Fréttamynd

Norð­menn og Danir hirtu topp­sætin: Átta liða úr­slitin klár

Síðustu leikjunum í milliriðlum HM í handbolta er nú lokið. Í síðustu tveimur leikjum dagsins þá tók Noregur toppsætið milliriðli III með sigri á lærisveinum Alfreðs Gíslasonar. Sama má segja um Danmörku sem vann öruggan sigur á Egyptalandi í slagnum um toppsætið í milliriðli IV.

Handbolti
Fréttamynd

Ís­land endar í tólfta sæti á HM

Þegar nær öllum leikjum dagsins á HM í handbolta er lokið er orðið ljóst að Ísland endar í 12. sæti á mótinu. Fyrr í dag var Ísland í tíunda sæti en eftir sigra Serbíu og Króatíu fellur Ísland niður í tólfta sætið.

Handbolti
Fréttamynd

Króatía keyrði yfir Bar­ein í síðari hálf­leik

Lærisveinar Arons Kristjánssonar í Barein léku einkar vel í fyrri hálfleik gegn Króatíu í síðasta leik liðanna í milliriðli IV á HM í handbolta. Í síðari hálfleik reyndist Króatía mun sterkari aðilinn og vann á endanum 11 marka sigur, lokatölur 43-32.

Handbolti
Fréttamynd

Frakkar ó­sigraðir í átta liða úr­slit

Frakkland og Spánn mættust í toppslag milliriðils eitt á HM í handbolta. Frakkar unnu leikinn 28-26 og þar með riðilinn. Fyrir leik höfðu bæði lið unnið alla sína leiki á mótinu og því varð eitthvað undan að láta.

Handbolti
Fréttamynd

„Hund­fúlir að fara ekki lengra“

„Fyrir leikinn vissum við að við værum úr leik þannig að auðvitað vildum við enda þetta með sigri. Sérstaklega fyrir fólkið okkar í stúkunni sem er mætt að horfa á, og hvetja, okkur. Það er stuðningurinn sem stendur upp úr á þessu móti,“ sagði Bjarki Már Elísson eftir sigur Íslands í síðasta leik milliriðils á HM í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

„Ef og hefði, sá og mundi og allur sá pakki“

Gísli Þorgeir Kristjánsson var ánægður með síðari hálfleik íslenska landsliðsins í dag þegar það sneri leiknum gegn Brasilíu við. Hann er hins vegar á því að liðið hafi hent frá sér möguleikanum að fara lengra í síðari hálfleik á móti Ungverjum.

Handbolti
Fréttamynd

Þýska­land í átta liða úr­slit

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu í handbolta eru komnir í 8-liða úrslit á HM í handbolta. Danmörk er hársbreidd frá sæti í 8-liða úrslitum en Danir unnu þægilegan sigur á Bandaríkjunum í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

HM-maðurinn segir alla hljóta að skilja hitann

Sterkar tilfinningar HM-mannsins svokallaða yfir leikjum á stórmótum hafa vakið mikla athygli og kátínu landsmanna. Hann er nú staddur í Gautaborg og segir hvern einasta Íslending hljóta að skilja hitann.

Lífið
Fréttamynd

Svíar ekki í vand­ræðum með Ung­verja

Svíþjóð lenti ekki í teljandi vandræðum með lið Ungverjalands í fyrsta leik liðanna í milliriðli á HM í handbolta, lokatölur 37-28 Svíum í vil. Ísland mætir Svíþjóð í Gautaborg á föstudaginn í leik sem Ísland verður í raun að vinna.

Handbolti