Handbolti

Fréttamynd

Ásgeir Örn í landsliðshópinn

Ásgeir Örn Hallgrímsson, leikmaður Lemgo í Þýskalandi, hefur verið kallaður inn í íslanska landsliðshópinn í stað Vilhjálms Halldórssonar og er væntanlegur á æfingu liðsins í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Danir efstir í riðlinum

Danir tryggðu sér í kvöld efsta sætið í C-riðlinum á EM í Sviss þegar þeir lögðu Serba og Svartfellinga með 33 mörkum gegn 29. Danir hirtu með því efsta sæti riðilsins og fara áfram í milliriðil með okkur Íslendingum með þrjú stig í farteskinu líkt og íslenska liðið. Serbarnir fara einnig áfram, en án stiga.

Sport
Fréttamynd

Við vildum vinna þennan leik

Viggó Sigurðsson var nokkuð vonsvikinn eftir tapið gegn Ungverjum í lokaleik liðsins í C-riðli í dag og sagðist hafa vonast eftir að klára riðilinn með stæl, þó úrslit leiksins í dag skipti engu máli upp á framhaldið.

Sport
Fréttamynd

Línur að skýrast fyrir milliriðilinn

Íslenska landsliðið í handknattleik mun leika með Serbum, Dönum, Norðmönnum, Rússum og Króötum í milliriðlinum á EM í Sviss, en keppni í riðlinum hefst á þriðjudag.

Sport
Fréttamynd

Ungverjar hafa yfir í hálfleik

Íslenska landsliðið er undir 16-14 gegn Ungverjum í hálfleik í lokaleik liðanna í C-riðli EM í Sviss. Viggó Sigurðsson teflir fram sínu sterkasta liði í leiknum, en leikur íslenska liðsins hefur ekki verið mjög sannfærandi framan af. Snorri Steinn Guðjónsson hefur skorað fjögur mörk fyrir Ísland.

Sport
Fréttamynd

Ólafur Stefánsson hvílir

Ólafur Stefánsson fær að hvíla sig í leiknum við Ungverja sem er að hefjast núna klukkan 17, en markvörðurinn Roland Eradze kemur inn í mark íslenska liðsins í fyrsta sinn á mótinu. Eradze hefur átt við meiðsli að stríða á öxl, en hefur náð sér nógu mikið til að spila í dag.

Sport
Fréttamynd

Frakkar sigruðu Þjóðverja

Frakkar lögðu Þjóðverja 27-25 í B-riðlinum á EM í Sviss í dag. Frakkar fara því með tvö stig með sér í milliriðil, en Þjóðverjar eitt. Fyrr í dag sigruðu Slóvenar svo Pólverja 33-29 í A-riðlinum og fara með með fjögur stig í milliriðil.

Sport
Fréttamynd

Hentar okkur illa að spila við Íslendinga

Ulrik Wibek, landsliðsþjálfari Dana í handbolta, sagði í samtali við danska blaðið BT í gær að hann væri ekki alveg viss hvort hann ætti að vera svekktur eða ánægður með jafnteflið við íslenska liðið á EM í Sviss í gær.

Sport
Fréttamynd

Spánverjar sigruðu Frakka

Spánverjar sigruðu Frakka 29-26 í B-riðli EM í Sviss í dag og eru því komnir áfram í milliriðla. Sigur heimsmeistraranna var í raun öruggari en lokatölurnar gefa til kynna, því liðið náði mest 11 marka forystu í leiknum og hafði undirtökin allan tíman.

Sport
Fréttamynd

Þjóðverjar áfram

Landslið Þjóðverja hefur tryggt sér sæti í milliriðlum á Evrópumótinu í Sviss eftir að liðið lagði Slóvakíu 31-26 í fyrsta leik dagsins, en þjóðirnar leika í B-riðli. Nú standa yfir leikir Sviss og Póllands og Spánverja og Frakka.

Sport
Fréttamynd

Viggó mjög ánægður

Hann var misjafn tóninn í mönnum hjá íslenska landsliðinu í handbolta í kvöld eftir að liðið gerði jafntefli við Dani 28-28 í C-riðli. Stigið þýðir að Ísland er komið áfram í milliriðla og Viggó Sigurðsson var afar kátur með niðurstöðuna, en Snorri Steinn Guðjónsson var ekki jafn sáttur.

Sport
Fréttamynd

Jafnt hjá Íslendingum og Dönum

Íslendingar og Danir gerðu jafntefli 28-28 í leik sínum í C-riðli EM í Sviss í kvöld. Íslenska liðið fékk tækifæri til að gera út um leikinn í síðustu sókn leiksins en það tókst ekki og niðurstaðan því jafntefli. Íslenska liðið hafði frumkvæðið lengst af leik, en getur ef til vill vel við unað með jafnteflið þar sem liðið var án Ólafs Stefánssonar og fékk aðeins eitt mark frá Guðjóni Val Sigurðssyni í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Ísland yfir í hálfleik

Íslendingar hafa yfir 15-14 gegn Dönum í leik þjóðanna sem nú stendur yfir í C-riðli EM í Sviss. Snorri Steinn Guðjónsson hefur skorað fimm mörk fyrir íslenska liðið, Arnór Atlason er með fjögur og Sigfús Sigurðsson hefur skorað þrjú. Þá hefur Birkir Ívar varið vel í markinu og er kominn með yfir tíu varin skot í hálfleiknum.

Sport
Fréttamynd

Serbar lögðu Ungverja

Serbar hlutu sín fyrstu stig í C-riðlinum á EM í Sviss í kvöld þegar liðið lagði Ungverja að velli 29-24. Serbar hafa því hlotið tvö stig í riðlinum eins og Íslendingar og Danir, en frændþjóðirnar mætast nú klukkan 19:15. Ungverjar eru á botni riðilsins með ekkert stig og mæta íslenska liðinu á sunnudag.

Sport
Fréttamynd

Ólafur verður með á móti Ungverjum

Þær fréttir voru að berast úr herbúðum íslenska landsliðsins í Sviss að Ólafur Stefánsson er ekki með brákuð rifbein eins og óttast var og mun hann því verða með á móti Ungverjum í síðasta leik íslenska liðsins í C-riðli á sunnudag. Ólafur er nokkuð þjáður af meiðslunum, en ætlar að reyna allt sem hann getur til að spila.

Sport
Fréttamynd

Ólafur Stefánsson ekki með gegn Dönum

Ólafur Stefánsson getur ekki leikið með íslenska landsliðinu í gegn Dönum á EM í Sviss í kvöld en óttast er að hann sé með brákað rifbein eftir átökin við Serbana í gær. Svo gæti farið að Ólafur yrði ekki meira með í keppninni.

Sport
Fréttamynd

Danir sigruðu Ungverja

Danir lögðu Ungverja á EM í handbolta í kvöld 29-25, en liðin eru með okkur Íslendingum í C-riðli. Þá lögðu Slóvenar Svisslendinga 29-25 í A-riðli og Rússar lögðu Norðmenn 24-21 í D-riðlinum.

Sport
Fréttamynd

Viggó kátur með sína menn

Landsliðsþálfarinn Viggó Sigurðsson var kampakátur með sína menn í kvöld eftir að íslenska landsliðið bar sigurorð af Serbum í fyrsta leik á EM. Viggó var fyrst og fremst ánægður með leik liðsins í fyrri hálfleik, en sagðist hafa búist við grófum leik og sú hafi orðið raunin.

Sport
Fréttamynd

Úrslit dagsins

Nokkrum leikjum er þegar lokið á EM í handbolta í dag. Þjóðverjar og Spánverjar gerðu jafntefli 31-31 í opnunarleik mótsins, en liðin keppa í B-riðli. Í öðrum leik riðilsins burstuðu Frakkar Slóvaka 35-21.

Sport
Fréttamynd

Góður sigur á Serbum í fyrsta leik

Íslenska landsliðið í handbolta vann frækinn sigur á Serbum í fyrsta leik sínum í C-riðli Evrópumótsins í handbolta í kvöld 36-31, eftir að hafa verið yfir í hálfleik 16-11. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur í íslenska liðinu með tíu mörk, þar af þrjú úr vítaköstum.

Sport
Fréttamynd

Ísland yfir í hálfleik

Íslenska landsliðið í handknattleik hefur yfir 16-11 í hálfleik gegn Serbum í fyrsta leik sínum á EM í handbolta í Sviss. Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson hafa skoraði 5 mörk hvor.

Sport
Fréttamynd

Jafnt hjá Spánverjum og Þjóðverjum

Opnunarleikurinn á EM í Sviss var æsispennandi en honum lauk með jafntefli Spánverja og Þjóðverja 31-31 í B-riðli. Spánverjar höfðu raunar ágæta möguleika að ná öllum stigunum úr leiknum á síðustu mínútunni, en sterk vörn Þjóðverja hélt í lokin. Klukkan 17 eigast svo Íslendingar og Serbar við í C-riðli.

Sport
Fréttamynd

Svissneskir dómarar dæma í kvöld

Dómarar í leik Íslands og Serbíu síðar í dag koma frá Sviss og heita Falcone og Ratz en eftirlitsmennirnir koma frá Þýskalandi og Ísrael. Íslensku dómararnir Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson verða einnig í eldlínunni í dag en þeir dæma leik Frakka og Slóvaka í Basel.

Sport
Fréttamynd

Garcia farinn til Þýskalands

Landsliðsmaðurinn Jaliesky Garcia mun ekki leika með íslenska landsliðinu í handbolta á EM í Sviss vegna meiðsla og hefur hann því snúið aftur til Stuttgart í Þýskalandi þar sem lið hans Göppingen er við æfingar.

Sport
Fréttamynd

Guðjón Valur framlengir við Gummersbach

Landsliðsmaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson hefur framlengt samning sinn við þýska úrvalsdeildarliðið Gummersbach til ársins 2009. Guðjón hefur farið á kostum með liðinu í vetur og hefur verið markahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar undanfarnar vikur. Kóreumaðurinn Shin Yoon hefur hinsvegar neitað að framlengja samning sinn við félagið og leikur því ekki með Gummersbach á næstu leiktíð.

Sport
Fréttamynd

Ungverjar lögðu Þjóðverja

Ungverjar sem verða í riðli með Íslandi á Evrópumótinu í handbolta í lok mánaðarins, unnu Þjóðverja í dag, 34-30 á fjögurra þjóða móti í Króatíu í dag. Slóvenar og Króatar leika til úrslita í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Alfreð látinn fara

Alfreð Gíslasyni hefur verið vikið úr starfi sem þjálfara úrvalsdeildarliðsins Magdeburg, þar sem hann hefur verið við störf síðan 1999. Alfreð hefur náð góðum árangri á þessum tíma með liðið, en gengi liðsins hefur þó verið upp og niður í vetur. Alfreð hefur þegar gert samning um að taka við liði Gummersbach árið 2007.

Sport
Fréttamynd

Þórir skoraði tíu mörk fyrir Lubbecke

Fimm leikir voru á dagskrá í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Þórir Ólafsson skoraði tíu mörk fyrir lið sitt Lubbecke þegar það burstaði Delitzsch 40-25. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði níu mörk fyrir Gummersbach í sigri liðsins á Minden, Róbert Gunnarsson bætti við þremur mörkum fyriri Gummersbach, en Snorri Steinn Guðjónsson skoraði eitt mark fyrir Minden.

Sport
Fréttamynd

Ólafur og félagar bikarmeistarar

Ólafur Stefánsson og félagar í Ciudad Real tryggðu sér sigur í deildarbikarkeppninni á Spáni, þriðja árið í röð í fyrrakvöld þegar liðið sigraði Portland San Antonio í úrslitaleik 31-23. Þetta er í þriðja sinn í röð sem Ciudad vinnur þennan titil.

Sport
Fréttamynd

Þrír leikir í kvöld

Þrír leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Grosswallstadt sigraði Kronau Ostringen 27-26 þar sem Alexander Petersson skoraði sex mörk fyrir Grosswallstadt. Nordhorn sigraði Dusseldorf 30-29 og Göppingen lagði Hamburg 34-29.

Sport