Handbolti

Fréttamynd

Ítalir tóku toppsætið og Ísland mætir Slóvenum

Ítalir tryggðu sér toppsæti neðri milliriðils tvö, riðli okkar Íslendinga, með fimm marka sigri gegn Svartfellingum í dag á EM U20 ára landsliða í handbolta í dag, 31-26. Íslenska liðið hafnar því í öðru sæti riðilsins og mætir Slóvenum í leik sem ákvarðar hvort liðið leikur um 9. eða 11. sæti mótsins.

Handbolti
Fréttamynd

Íslensku strákarnir upp úr milliriðili eftir risasigur

Íslenska U20 ára landsliðið í handbolta vann afar öruggan 13 marka sigur er liðið mætti Króatíu í seinni leik milliriðilsins á EM sem fram fer í Portúgal. Lokatölur 33-20, en sigurinn þýðir að íslenska liðið mun leika um 9.-12. sæti mótsins.

Handbolti
Fréttamynd

Ítalía tryggði sér sigur gegn Íslandi með seinasta skoti leiksins

Íslenska U20 ára landsliðið í handbolta þurfti að sætta sig við súrt eins marks tap er liðið mætti Ítalíu á EM U20 ára landsliða í Portúgal í dag. Lokatölur 27-26, en Ítalir skoruðu sigurmarkið á lokasekúndum leiksins eftir að íslenska liðið hafði unnið upp sex marka forskot.

Handbolti
Fréttamynd

Þorsteinn Leó tryggði Íslandi dramatískt jafntefli

Þorsteinn Leó Gunnarsson reyndist hetja U20 ára landsliðs Íslands þegar hann tryggði liðinu jafntefli, 35-35, með seinasta skoti leiksins er liðið mætti Svíþjóð í opnunarleik Opna Skandinavíumótsins í handbolta sem fram ferí Noregi.

Handbolti
Fréttamynd

Grétar sá fjórði í efstu deild Frakklands

Nú er ljóst að hið minnsta fjórir íslenskir handboltamenn munu leika í efstu deild Frakklands á næstu leiktíð því markvörðurinn Grétar Ari Guðjónsson hefur samið við nýliða Sélestat.

Handbolti
Fréttamynd

„Ég fór hratt í djúpu laugina“

Goðsögnin Ólafur Stefánsson fór aftur út í þjálfun í vetur er hann gerðist aðstoðarþjálfari hjá þýska handknattleiksfélaginu Erlangen. Hann er að finna sig vel í nýja starfinu og verður áfram í Þýskalandi en hann samdi upprunalega við liðið í febrúar fyrr á þessu ári.

Handbolti
Fréttamynd

Sveinn til Skjern

Handknattleiksmaðurinn Sveinn Jóhannsson hefur samið við danska félagið Skjern. Gildir samningurinn til eins árs.

Handbolti