
Steinunn Þórðardóttir

Frambjóðendur, gerið betur
Það er búið að vera sérstaklega erfitt að fylgjast með kosningabaráttunni fyrir alþingiskosningarnar í þetta skiptið. Ekki hvað síst í ljósi þess að á sama tíma er stéttin mín að berjast fyrir bættu starfsumhverfi og betri mönnun læknisþjónustu við landsmenn, en forsenda þess eru sómasamleg kjör lækna.

Ákall um kjark
Staðan í kjaraviðræðum og lítill skilningur á stöðu háskólamenntaðra á vinnumarkaði veldur áhyggjum. Ekki einungis gagnvart einstaklingum sem hafa þurft að þola umtalsverða kjararýrnun heldur er framtíð og menntunarstig þjóðarinnar í húfi. – Það er kjarni málsins.

Heilbrigðiskerfi á tímamótum
Heilbrigðiskerfið stendur nú á tímamótum. Skjólstæðingum þess mun fjölga verulega á næstu árum og kerfið mun glíma við mun stærri og flóknari vanda en áður. Þetta er staðreynd sem legið hefur fyrir lengi og verið margítrekuð án þess að farið hafi verið í samstillt átak til að mæta fyrirséðum vanda.

Viltu vinna of mikið í ár og ennþá meira á næsta ári?
Má bjóða þér vinnu þar sem þú berð gríðarlega ábyrgð og öll mistök sem þú gerir, sama hversu smávægileg, geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir líf og limi annarra? Þar sem hver dagur er fullur af áskorunum og afdrifaríkum ákvörðunum og enginn tími dauður tími?

Um dánaraðstoð
Í umsögn LÍ kemur fram að félagið leggst eindregið gegn samþykkt þess frumvarps til laga um dánaraðstoð, sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Þar kemur og fram að stjórn LÍ hefur falið Siðfræðiráði félagsins að efna til málþings um dánaraðstoð á næstunni og þannig beita sér fyrir umræðu um efnið meðal félagsmanna sinna.

Dánaraðstoð: Læknafélag Íslands skilar ekki auðu
Stjórnarmenn Lífsvirðingar birtu 14. apríl sl. grein[1] á visir.is um Læknafélag Íslands (LÍ) og dánaraðstoð. Í greininni eru rangfærslur sem stjórn LÍ telur nauðsynlegt að leiðrétta og svara. Stjórnarmenn Lífsvirðingar fullyrða í greininni að LÍ veigri sér við að skila umsögn um frumvarp til laga um dánaraðstoð. Þetta er rangt.

Skimun á villigötum
Nýverið hóf fyrirtæki á Íslandi að auglýsa „heilskimun“ með segulómun til að skima fyrir alls kyns kvillum þar með talið krabbameinum. Greinarhöfundar hafa, fyrir hönd fagfélaga lækna, miklar áhyggjur af þessari þróun og mæla ekki með því að almenningur fari í slíka rannsókn.

Eldur á Landspítala
Ástandið á Landspítalanum hefur verið fordæmalaust undanfarna daga.

Er of miklu eytt í heilbrigðiskerfið? Mun það aldrei fá nóg?
Umræða um fjármögnun heilbrigðiskerfisins hérlendis hefur í mörgum tilvikum því miður frekar verið byggð á yfirlýsingum og staðhæfingum en tölulegum gögnum. Ítrekað er því haldið fram að heilbrigðiskerfið sé óseðjandi hít sem þurfi að veita stöðugt aðhald, annars muni það á endanum soga til sín alla sameiginlega sjóði landsmanna.

Byrjum á rafrænu sjúkraskránni
Það er fagnaðarefni að augu stjórnvalda beinist í auknum mæli að nýsköpun tengdri heilbrigðisþjónustu. McKinsey skýrslan tíundaði með ógnvekjandi hætti hvers konar útgjaldaaukning er yfirvofandi fram til ársins 2040 ef ekki kemur til bylting varðandi nýsköpun og stafrænar lausnir.

Öryggi kostar – Alvarleg vanáætlun á mönnunarþörf í skýrslu um framtíðarþróun þjónustu Landspítala
Í nýlega birtri skýrslu um framtíðarþróun þjónustu Landspítala kemur fram að okkar mati alvarlegt vanmat á mönnunarþörf Landspítalans. Skýrslan, sem var unnin af ráðgjafarfyrirtækinu McKinsey og gefin út af Heilbrigðisráðuneytinu, byggir á ítarlegri greiningu á stöðu sjúkrahússins og þeim áskorunum sem framundan eru á Landspítala.

Ég mun hafa heilsu sjúklinga minna að leiðarljósi framar öllu öðru
Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um útlendinga nr. 80/2016 (alþjóðleg vernd) eru nú í vinnslu í dómsmálaráðuneytinu. Fjölmargar umsagnir bárust um frumvarpsdrögin í samráðsgátt stjórnvalda. Læknafélag Íslands (LÍ) og Félag læknanema (FL) hafa í umsögn til dómsmálaráðuneytis gert alvarlegar athugasemdir við 19. gr. frumvarpsins, sem bætir nýrri 114. gr. a við lögin. Lagt er til að hin nýju 114. gr. a, sem ber yfirheitið heilbrigðisskoðun og læknisrannsókn, verði svohljóðandi:

Þetta snýst um fólkið í framlínunni
Nú hefur neyðarstigi almannavarna verið lýst yfir í fjórða sinn í yfirstandandi faraldri vegna álags á heilbrigðiskerfið. Hluti röksemdafærslunnar er sá að ekki verði hlaupið að því að styrkja mönnun kerfisins utan frá vegna einangrunar landsins.

Öldrunarfordómar, Landpítalinn og heilbrigðisþjónustan
Orð og hugtök eins og „fráflæðisvandi”, „aldraðir sem teppa bráðamóttökuna” og „útskriftarvandi” gefa öll þá mynd að aldraðir einstaklingar séu vandamál, að þeir séu fyrir og það þurfi að „leysa” vandann.

Afgreiðsla alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu
Þrátt ítarlegar tillögur starfshóps frá 2015 um úrvinnslu hafa engar skýrar úrbætur orðið.

Landakot er ekki hjúkrunarheimili
Í opinberri umræðu undanfarið hefur Landakot ítrekað verið kallað hjúkrunarheimili, af almenningi og fjölmiðlafólki, en einnig af einstaklingum sem vinna að öldrunarmálum.

Um elliglöp
Á dögunum bárust þær fréttir frá dönsku konungsfjölskyldunni að Hinrik prins, eiginmaður Margrétar Þórhildar Danadrottningar, hefði greinst með heilabilun. Fréttinni var samdægurs slegið upp í hérlendum vefmiðlum undir þeirri fyrirsögn að prinsinn hefði greinst með "elliglöp”.