Landslið karla í fótbolta

Fréttamynd

Jón Dagur kallar Þórhall Dan trúð

Jón Dagur Þorsteinsson hefur dregið allan vafa á því hverjir umræddir trúðar út í bæ eru með myndbirtingu á Instagram síðu sinni í dag. Þar kemur Þórhallur Dan Jóhannsson fyrir með trúða hárkollu og nef. Þórhallur er fyrrum fótboltamaður og reglulegur gestur í hlaðvarpsþættinum Mín Skoðun.

Fótbolti
Fréttamynd

Lars Lagerbäck: Arnar vildi gera þetta einn

Lars Lagerbäck, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, er sérfræðingur hjá Viaplay í kringum landsleik Íslands og Ísrael. Lars sagði í spjalli við Gunnar Ormslev fyrir leik að starfslok hans hjá landsliðinu hafi alfarið verið ákvörðun Arnars.

Fótbolti
Fréttamynd

Arnar segir ummæli Kára óheppileg og soft

Landsliðið fékk mikla gagnrýni eftir sigurleikinn gegn San Marínó á fimmtudaginn síðasta. Fyrrum landsliðsmennirnir Kári Árnason og Rúrik Gíslason sögðu í útsendingu Viaplay af leiknum að leikmenn væru ekki nógu harðir af sér. Landsliðsþjálfarinn, Arnar Þór Viðarsson, er ekki sammála þessari nálgun fyrrum landsliðsmannanna.

Fótbolti
Fréttamynd

„Sjáum að hlutirnir eru að þróast í rétta átt“

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, sat fyrir svörum blaðamanna í Laugardalnum í dag, en íslenska liðið tekur á móti Ísrael í Þjóðadeildinni á morgun. Ísland hefur gert tvö jafntefli og unnið einn leik í þessum landsleikjaglugga og Arnar segist ánægður með liðið.

Fótbolti
Fréttamynd

„Við klárum okkar og sjáum svo hvað gerist“

Ungmennalandslið Íslands skipað leikmönnum 21 árs og yngri mæti Kýpur á Víkingsvelli í mikilvægum leik í undankeppni EM í kvöld. Með sigri á íslenska liðið möguleika á sæti í lokakeppni EM í gegnum umspil.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þeir eru frekar pirrandi leikmenn“

„Það er mikil spenna og við ætlum að gera okkar besta,“ segir ungstirnið Kristian Nökkvi Hlynsson, leikmaður Ajax, sem verður í sviðsljósinu með U21-landsliðinu í fótbolta í kvöld þegar það mætir Kýpur á Víkingsvelli.

Fótbolti
Fréttamynd

Albert: Frammistaðan var í raun og veru léleg

Albert Guðmundsson miðjumaður íslenska landsliðsins var á því að frammistaða liðsins hafi ekki verið nógu góð í kvöld á mót San Marínó. Albert var í viðtali við Viaplay skömmu eftir leik og var ómyrkur í máli og sagði að sigurinn hefði átt að vera stærri og krafturinn meiri. Ísland vann 1-0 sigur engu að síður og það var 

Fótbolti
Fréttamynd

„Allt eðlilegt en samt ekki eðlilegt“

Ísak Snær Þorvaldsson segir enn óljóst hvað hafi valdið því að hann endaði á spítala í gærkvöld með verki fyrir brjósti, eftir að hafa verið að spila með U21-landsliðinu í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Einn sigur á heilu ári fyrir skyldu­sigurinn í kvöld

Á síðustu 365 dögum hefur íslenska karlalandsliðið í fótbolta aðeins unnið einn sigur en það var á heimavelli gegn Liechtenstein, 4-0, í október í fyrra. Í kvöld gefst kærkomið tækifæri á öðrum sigri, gegn San Marínó sem er neðst á heimslista FIFA.

Fótbolti