Hvaða úrslit vill Ísland í öðrum riðlum og hvaða áhrif hefur stríðið? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2023 09:18 Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki með íslenska landsliðinu í þessum glugga en vonandi í umspilsleikjum á nýju ári. Vísir/Hulda Margrét Íslenska karlalandsliðið í fótbolta á enn smá von um að komast beint á EM næsta sumar í gegnum riðlakeppni EM. Svo er það alltaf góða gamla Krýsuvíkurleiðin sem að þessu sinni liggur í gegnum umspil Þjóðadeildarinnar. Íslenska liðið er inni í umspilinu eins og stendur og samkvæmt líkindareikningi Football Rankings þá eru 98 prósent líkur á því að íslenska liðið komist í umspilið. Líkurnar eru því með okkar strákum. Það eru líkar mestar líkur á því að Ísland mæti Wales eða Ísrael í umspilinu. Wales endi liðið í umspili A-deildar en Ísrael verði íslenska liðið í umspili B-deildarinnar. Gætu spilað aftur umspilsleik í Búdapest Lendi íslenska liðið á móti Ísrael þá er ljóst að sá leikur fer ekki fram í Ísrael þar sem stríð geisar á milli Ísrael og Hamas-samtakanna. Ísrael spilaði síðasta heimaleik sinn í Búdapest í Ungverjalandi og þar verður líklegast sá leikur spilaður líka. Ísland á samt ekki góðar minningar frá umspilsleik í Búdapest. Þar dóu vonir Íslands í umspilinu fyrir síðasta Evrópumót. Það væri þá ástæða til að eyða þeim minningum með glæstum sigri. Strákarnir eru þó ekki komnir í þann leik. Orri Steinn Óskarsson og félagar í íslenska landsliðinu geta komist beint á EM en fara líklegast í umsilið.Vísir/Hulda Margrét Vísir lagðist yfir stöðuna og hefur fundið út með hvaða þjóðum við eigum að halda í síðustu tveimur umferðunum í undankeppni Evrópumótsins sem fara einmitt fram í þessari viku. Íslenska landsliðið er vissulega í ágætri stöðu en hlutirnir gætu vissulega breyst í lokaumferðunum því úrslitin eru ekki ráðin í mörgum riðlanna. Svona er staðan Ísland er í sjöunda sæti í styrkleikaröð B-deildar Þjóðadeildarinnar og ein af þessum sex þjóðum fyrir ofan Ísland, Skotland, hefur þegar tryggt sér sæti á EM. Það voru góðar fréttir. Serbía og Úkraína sitja eins og er í EM-sæti en gætu misst þau frá sér í lokaumferðunum. Þjóðirnar fyrir ofan okkur úr B-deildinni eru Ísrael, Bosnía-Hersegovína, Serbía (inn á EM eins og er), Skotland (komið á EM), Finnland og Úkraína (inn á EM eins og er). Það eru þó ekki aðeins þær sem skipta máli heldur er það einnig best fyrir okkur að sem flestar þjóðir úr A-deildinni tryggi sér beint sæti á EM svo framarlega sem það er á kostnað þjóðanna fyrir ofan okkur á B-deildarlistanum. Það hefði verið gott fyrir Ísland að Bosnía næði öðru sæti í okkar riðli frekar en Slóvakía en vonir Bosníumanna dóu í síðasta glugga. Þeir eru öruggir í umspilið en eiga ekki möguleika á að ná öðru sætinu í riðlinum. Hákon Arnar Haraldsson á ferðinni með íslenska landsliðinu.Vísir/Hulda Margrét Þar á Ísland enn tölfræðilega möguleika að enda í öðru sæti riðilsins en til svo að verði þarf allt að falla með íslenska liðinu. Raunhæfi möguleikinn er því að fara í gegnum umspilið. Eftir síðustu leiki eru aðeins þrjár af A-deildarþjóðunum ekki í EM-sæti en það eru Króatía, Ítalía og Pólland. Það er best að það bætist ekki við þann hóp en Holland, Danmörk, Ungverjaland, Sviss, Tékkland og Wales hafa enn ekki tryggt sér sæti á EM. Tólf þjóðir berjast um þrjú laus sæti Tólf þjóðir komast í þrjú mismunandi umspil þar sem í hverju þeirra munu fjórar þjóðir spila um eitt laust sæti á EM. Ísland mun líklegast keppa í B-deildar umspilinu komist liðið í þessa umspilskeppni. Það er aftur á móti ekki öruggt því möguleiki er á því að Ísland detti inn í umspil A-deildarinnar og myndi þá mæta Wales. Líklegast er þó að umspilið líti þannig út. Líklegasta útkoman í umspili Þjóðadeildarinnar: Umspil A-deildar: Pólland - Eistland Wales - Finnland/Úkraína/Ísland Umspil B-deildar Ísrael - Úkraína/Ísland Bosnía - Finnland/Úkraína Umspil C-deildar Georgía - Lúxemborg Grikkland - Kasasktan Hér fyrir neðan má sjá þær þjóðir sem við Íslendingar viljum að tryggi sér beint sæti á EM en með því aukast líkurnar á því að íslenska liðið komist í umspilið. Rasmus Hojlund verður ekki með Dönum sem kemur vonandi ekki að sök en þeir verða að klára sitt EM sæti.AP/Felice Calabro A-riðill - Úrslitin ráðin (Spánn og Skotland á EM) B-riðill - Holland Hollendingar eru í öðru sæti en þeir eru með jafnmörg stig og Grikkir sem hafa bæði leikið einum leik fleira sem og að hollenska liðið verður alltaf ofar á innbyrðis viðureignum endi þjóðirnar jafnar að stigum. Frakkar hafa þegar tryggt sér EM-sæti. C-riðill - Úkraína Úkraínumenn eru í öðru sæti eftir úrslitin í síðasta glugga, með þremur stigum meira en Ítalir. Þessi riðill skiptir þó minna máli því ef Úkraínumenn taka sætið af Ítölum þá taka Ítalir alltaf umspilsætið í gegnum A-deildina og þar með fækkar aftur sætunum sem bætast við B-deildina. Englendingar tryggðu sér EM-sætið með sigri á Ítölum í október. Ef Ítalía kemmst upp fyrir Úkraínu þá gæti það leitt til þess að Ísland þurfi að fara í A-umspilið. Öruggara að Úkraína vinni einvígið við Ítalíu því B-umspilið er léttara. D-riðill - Ekkert Hér eru Wales og Króatía að berjast um síðasta sætið en þær eru báðar í A-deildinni og því mun annað hvor þeirra alltaf taka eitt umspilsæti A-deildarinnar. Tyrkir hafa þegar tryggt sér EM-sæti. E-riðill - Pólland og Tékkland Tékkar (11 stig) og Pólverjar (10 stig) eru að berjast um sætið við Albana (13 stig). Best væri ef Albanir komist ekki áfram en Pólland og Tékkar tryggi sig inn á EM. Þar með myndu losna tvö umspilssæti í A-deildinni sem gæti mögulega færst niður í B-deildina og aukið fjölda sæta í boði þar. Albanir eiga hins vegar eftir tvö slökustu lið riðilsins og eru því í mjög góðum málum. F-riðill - Úrslitin ráðin (Belgía og Austurríki á EM) G-riðill - Serbía Serbar sitja eins og er í öðru sæti riðilsins, einu stigi á eftir toppliði Ungverja og fimm stigum á undan Svartfellingum. Svartfjallaland á hins vegar leik til góða. Það er hins vegar mikilvægt fyrir umspilsvonir Íslands að Serbar haldi nágrönnum sínum fyrir neðan sig. H-riðill - Finnar hjálpa okkur ekki úr þessu en Danir mega ekki klikka Finnar voru í baráttunni um EM-sæti við Slóvena, Dani og Kasaka en klúðruðu því með tapi á móti Kasakstan. Nú eru þeir sjö stigum frá EM-sæti þegar aðeins sex stig eru eftir í pottinum. Þeir verða því að treysta á umspilið og þar eru þeir á undan Íslendingum inn. Danir spila án lykilmanna í síðustu tveimur leikjum sínum en þeir mega alls ekki missa EM-sætið til Kasakstan. I-riðill - Ísrael Ísraelsmenn sitja í þriðja sætinu, fjórum stigum frá EM-sæti (Sviss) og fimm stigum frá toppnum (Rúmenía). Þeir töpuðu hins vegar fyrir Kósóvó um síðustu helgi sem voru slæm úrslit fyrir þá. Ísrael getur enn náð Sviss eða Rúmeníu og þá eiga þeir eftir heimaleik á móti Rúmeníu. Töpuðu stig á móti Kósóvó gerði verkefnið hins vegar mun erfiðara. J-riðill - Áfram Ísland Þjóðadeild karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti Fleiri fréttir Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Sjá meira
Íslenska liðið er inni í umspilinu eins og stendur og samkvæmt líkindareikningi Football Rankings þá eru 98 prósent líkur á því að íslenska liðið komist í umspilið. Líkurnar eru því með okkar strákum. Það eru líkar mestar líkur á því að Ísland mæti Wales eða Ísrael í umspilinu. Wales endi liðið í umspili A-deildar en Ísrael verði íslenska liðið í umspili B-deildarinnar. Gætu spilað aftur umspilsleik í Búdapest Lendi íslenska liðið á móti Ísrael þá er ljóst að sá leikur fer ekki fram í Ísrael þar sem stríð geisar á milli Ísrael og Hamas-samtakanna. Ísrael spilaði síðasta heimaleik sinn í Búdapest í Ungverjalandi og þar verður líklegast sá leikur spilaður líka. Ísland á samt ekki góðar minningar frá umspilsleik í Búdapest. Þar dóu vonir Íslands í umspilinu fyrir síðasta Evrópumót. Það væri þá ástæða til að eyða þeim minningum með glæstum sigri. Strákarnir eru þó ekki komnir í þann leik. Orri Steinn Óskarsson og félagar í íslenska landsliðinu geta komist beint á EM en fara líklegast í umsilið.Vísir/Hulda Margrét Vísir lagðist yfir stöðuna og hefur fundið út með hvaða þjóðum við eigum að halda í síðustu tveimur umferðunum í undankeppni Evrópumótsins sem fara einmitt fram í þessari viku. Íslenska landsliðið er vissulega í ágætri stöðu en hlutirnir gætu vissulega breyst í lokaumferðunum því úrslitin eru ekki ráðin í mörgum riðlanna. Svona er staðan Ísland er í sjöunda sæti í styrkleikaröð B-deildar Þjóðadeildarinnar og ein af þessum sex þjóðum fyrir ofan Ísland, Skotland, hefur þegar tryggt sér sæti á EM. Það voru góðar fréttir. Serbía og Úkraína sitja eins og er í EM-sæti en gætu misst þau frá sér í lokaumferðunum. Þjóðirnar fyrir ofan okkur úr B-deildinni eru Ísrael, Bosnía-Hersegovína, Serbía (inn á EM eins og er), Skotland (komið á EM), Finnland og Úkraína (inn á EM eins og er). Það eru þó ekki aðeins þær sem skipta máli heldur er það einnig best fyrir okkur að sem flestar þjóðir úr A-deildinni tryggi sér beint sæti á EM svo framarlega sem það er á kostnað þjóðanna fyrir ofan okkur á B-deildarlistanum. Það hefði verið gott fyrir Ísland að Bosnía næði öðru sæti í okkar riðli frekar en Slóvakía en vonir Bosníumanna dóu í síðasta glugga. Þeir eru öruggir í umspilið en eiga ekki möguleika á að ná öðru sætinu í riðlinum. Hákon Arnar Haraldsson á ferðinni með íslenska landsliðinu.Vísir/Hulda Margrét Þar á Ísland enn tölfræðilega möguleika að enda í öðru sæti riðilsins en til svo að verði þarf allt að falla með íslenska liðinu. Raunhæfi möguleikinn er því að fara í gegnum umspilið. Eftir síðustu leiki eru aðeins þrjár af A-deildarþjóðunum ekki í EM-sæti en það eru Króatía, Ítalía og Pólland. Það er best að það bætist ekki við þann hóp en Holland, Danmörk, Ungverjaland, Sviss, Tékkland og Wales hafa enn ekki tryggt sér sæti á EM. Tólf þjóðir berjast um þrjú laus sæti Tólf þjóðir komast í þrjú mismunandi umspil þar sem í hverju þeirra munu fjórar þjóðir spila um eitt laust sæti á EM. Ísland mun líklegast keppa í B-deildar umspilinu komist liðið í þessa umspilskeppni. Það er aftur á móti ekki öruggt því möguleiki er á því að Ísland detti inn í umspil A-deildarinnar og myndi þá mæta Wales. Líklegast er þó að umspilið líti þannig út. Líklegasta útkoman í umspili Þjóðadeildarinnar: Umspil A-deildar: Pólland - Eistland Wales - Finnland/Úkraína/Ísland Umspil B-deildar Ísrael - Úkraína/Ísland Bosnía - Finnland/Úkraína Umspil C-deildar Georgía - Lúxemborg Grikkland - Kasasktan Hér fyrir neðan má sjá þær þjóðir sem við Íslendingar viljum að tryggi sér beint sæti á EM en með því aukast líkurnar á því að íslenska liðið komist í umspilið. Rasmus Hojlund verður ekki með Dönum sem kemur vonandi ekki að sök en þeir verða að klára sitt EM sæti.AP/Felice Calabro A-riðill - Úrslitin ráðin (Spánn og Skotland á EM) B-riðill - Holland Hollendingar eru í öðru sæti en þeir eru með jafnmörg stig og Grikkir sem hafa bæði leikið einum leik fleira sem og að hollenska liðið verður alltaf ofar á innbyrðis viðureignum endi þjóðirnar jafnar að stigum. Frakkar hafa þegar tryggt sér EM-sæti. C-riðill - Úkraína Úkraínumenn eru í öðru sæti eftir úrslitin í síðasta glugga, með þremur stigum meira en Ítalir. Þessi riðill skiptir þó minna máli því ef Úkraínumenn taka sætið af Ítölum þá taka Ítalir alltaf umspilsætið í gegnum A-deildina og þar með fækkar aftur sætunum sem bætast við B-deildina. Englendingar tryggðu sér EM-sætið með sigri á Ítölum í október. Ef Ítalía kemmst upp fyrir Úkraínu þá gæti það leitt til þess að Ísland þurfi að fara í A-umspilið. Öruggara að Úkraína vinni einvígið við Ítalíu því B-umspilið er léttara. D-riðill - Ekkert Hér eru Wales og Króatía að berjast um síðasta sætið en þær eru báðar í A-deildinni og því mun annað hvor þeirra alltaf taka eitt umspilsæti A-deildarinnar. Tyrkir hafa þegar tryggt sér EM-sæti. E-riðill - Pólland og Tékkland Tékkar (11 stig) og Pólverjar (10 stig) eru að berjast um sætið við Albana (13 stig). Best væri ef Albanir komist ekki áfram en Pólland og Tékkar tryggi sig inn á EM. Þar með myndu losna tvö umspilssæti í A-deildinni sem gæti mögulega færst niður í B-deildina og aukið fjölda sæta í boði þar. Albanir eiga hins vegar eftir tvö slökustu lið riðilsins og eru því í mjög góðum málum. F-riðill - Úrslitin ráðin (Belgía og Austurríki á EM) G-riðill - Serbía Serbar sitja eins og er í öðru sæti riðilsins, einu stigi á eftir toppliði Ungverja og fimm stigum á undan Svartfellingum. Svartfjallaland á hins vegar leik til góða. Það er hins vegar mikilvægt fyrir umspilsvonir Íslands að Serbar haldi nágrönnum sínum fyrir neðan sig. H-riðill - Finnar hjálpa okkur ekki úr þessu en Danir mega ekki klikka Finnar voru í baráttunni um EM-sæti við Slóvena, Dani og Kasaka en klúðruðu því með tapi á móti Kasakstan. Nú eru þeir sjö stigum frá EM-sæti þegar aðeins sex stig eru eftir í pottinum. Þeir verða því að treysta á umspilið og þar eru þeir á undan Íslendingum inn. Danir spila án lykilmanna í síðustu tveimur leikjum sínum en þeir mega alls ekki missa EM-sætið til Kasakstan. I-riðill - Ísrael Ísraelsmenn sitja í þriðja sætinu, fjórum stigum frá EM-sæti (Sviss) og fimm stigum frá toppnum (Rúmenía). Þeir töpuðu hins vegar fyrir Kósóvó um síðustu helgi sem voru slæm úrslit fyrir þá. Ísrael getur enn náð Sviss eða Rúmeníu og þá eiga þeir eftir heimaleik á móti Rúmeníu. Töpuðu stig á móti Kósóvó gerði verkefnið hins vegar mun erfiðara. J-riðill - Áfram Ísland
Líklegasta útkoman í umspili Þjóðadeildarinnar: Umspil A-deildar: Pólland - Eistland Wales - Finnland/Úkraína/Ísland Umspil B-deildar Ísrael - Úkraína/Ísland Bosnía - Finnland/Úkraína Umspil C-deildar Georgía - Lúxemborg Grikkland - Kasasktan
Þjóðadeild karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti Fleiri fréttir Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Sjá meira