Landslið karla í fótbolta

Fréttamynd

Segir Gomes ekki fenginn í stað Hákonar

Olivier Létang, formaður franska knattspyrnufélagsins Lille, segir að koma Portúgalans André Gomes til félagsins sé ekki hugsuð til þess að fylla í skarðið fyrir Hákon Arnar Haraldsson.

Fótbolti
Fréttamynd

„Við náðum aldrei al­menni­legum tökum á leiknum“

Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landslið drengja í knattspyrnu, beið lægri hlut gegn liði Wales í Víkinni í dag. Leikurinn fór 2-1, gestunum í vil, og með sigrinum nær velska liðið að bæta stöðu sína í undanriðlinum. Wales og Danmörk sitja á toppi riðilsins með 14 stig á meðan Ísland er enn með 9 stig en á þó leik til góða.

Fótbolti
Fréttamynd

Nóel Atli með brotið bein í fæti

Nóel Atli Arnórsson, leikmaður Álaborgar í dönsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu og yngri landsliða Íslands, er með brotið bein í fæti. Þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolti.net.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þetta má ekki gerast í svona mikil­vægum leik“

Fyrirliði íslenska U-21 árs landslið drengja, Andri Fannar Baldursson, var niðurlútur í leikslok eftir 2-1 tap á móti Wales. Leikurinn var hluti af undankeppni Evrópumótsins 2025 og situr íslenska liðið í þriðja sæti riðilsins eftir tapið.

Fótbolti
Fréttamynd

Gíraðir í stór­leik dagsins: „Nú er þetta í okkar höndum“

Ís­lenska undir 21 árs lands­liðið í fót­bolta tekur á móti Wa­les í afar mikil­vægum leik í undan­keppni EM 2025 á Víkings­velli í dag. Róbert Orri Þor­kels­son, lands­liðs­maður Ís­lands, segir liðið vera með ör­lögin í sínum höndum og býst við miklum fætingi gegn Wa­les.

Fótbolti
Fréttamynd

Hetja Tyrkja gegn Ís­landi lifði af mikinn harm­leik

Kerem Akturkoglu, landsliðsmaður Tyrklands, sem reyndist hetja landsliðsins gegn Íslandi í Þjóðadeild Evrópu er sannkallað kraftaverkabarn. Akturkoglu bjargaðist úr rústum byggingar í Izmir eftir öflugan jarðskjálfta þar á svæðinu árið 1999.

Fótbolti
Fréttamynd

Þaggaði niður í sínum bestu vinum

Kristall Máni Ingason sló markamet 21 árs landsliðsins þegar hann skoraði þrennu í sigri á Dönum í síðustu viku og hann verður aftur í sviðsljósinu með íslenska 21 árs landsliðinu í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þarna á ég að gera betur“

Guðlaugur Victor Pálsson fór ekki í grafgötur með álit sitt á frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í Tyrklandi í kvöld, hvar Ísland tapaði 3-1. Hann axlaði ábyrgð á sínum hluta í tapinu.

Fótbolti
Fréttamynd

„Stór mis­tök hjá mér“

Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, kvaðst hafa verið ólíkur sjálfum sér fyrstu tuttugu mínúturnar gegn Tyrkjum í kvöld. Hann hlakkar til að hefna fyrir tapið, á Laugardalsvelli eftir mánuð.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ég verð vonandi kominn í betra form“

Gylfi Þór Sigurðsson var að vonum svekktur eftir 3-1 tap Íslands fyrir Tyrklandi ytra í Þjóðadeild karla í fótbolta. Hann lítur þó á jákvæðu hliðarnar eftir fyrstu landsleiki sína í tæpt ár.

Fótbolti
Fréttamynd

Tyrkir sigurvissir fyrir kvöldið

Stuðningsmenn Tyrklands eru sigurvissir fyrir leik kvöldsins við Ísland í Þjóðadeild karla í fótbolta. Stefán Árni Pálsson tók fólk tali við völlinn í Izmir.

Fótbolti
Fréttamynd

„Getum hrist að­eins upp í hlutunum“

„Við þurfum einna helst að einbeita okkur að okkur leik, hvernig við ætlum að verjast og hvernig ætlum að sækja. Við erum búnir að greina leikinn þeirra gegn Wales og sáum hvernig þeir spila,“ segir Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, eftir æfingu liðsins í Izmir í Tyrklandi í gær.

Sport