
LIV-mótaröðin

Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV
Opna bandaríska risamótið í golfi mun taka inn kylfinga af LIV mótaröðinni þegar mótið fer fram í ár.

Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn
Sádiarabískir eigendur LIV-mótaraðarinnar í golfi hafa ráðið nýjan framkvæmdastjóra í stað Gregs Norman sem hefur stýrt henni frá byrjun. Ný framkvæmdastjórinn hefur meðal annars komið nálægt rekstri bandarískra körfubolta- og íshokkíliða.

Rahm brjálaður: „Djöfulsins drónar“
Jon Rahm hefur ekki mikla þolinmæði fyrir drónunum sem er flogið yfir keppnisstöðum á LIV-mótaröðinni í golfi.

Brjálaður út í British Airways fyrir að skilja kylfurnar sínar eftir
Enski kylfingurinn Ian Poulter var brjálaður út í flugfélagið British Airways eftir að kylfurnar hans urðu eftir á Heathrow flugvellinum.

Rahm fær meira í árslaun en Ronaldo og Messi til samans
Nýr samningur Jons Rahm við LIV-mótaröðina í golfi gerir hann að langlaunahæsta íþróttamanni heims. Hann þénar meira en fótboltamennirnir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi til samans.

Sakar Rahm um að skemma golfið
Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy hefur sakað Spánverjann Jon Rahm um að skemma golfíþróttina með því að semja við LIV.

LIV „stal“ Mastersmeistaranum af PGA: „Vona að þeir verði áfram vinir mínir“
Jon Rahm staðfesti í gær að hann er búinn að gera samning við LIV mótaröðina og Sádarnir eru því enn að „stela“ frábærum kylfingum af bandarísku mótaröðinni.

Evrópska liðið hafi fengið að blómstra í fjarveru LIV-kylfingana
Rory McIlroy, einn besti kylfingur heims, segir að evrópska liðið hafi fengið að blómstra í Ryder-bikarnum í golfi sem fram fór um síðustu helgi í fjarveri stórra persónuleika sem færðu sig yfir á hina umdeildu LIV-mótaröð.

Fótboltaheimurinn nötrar vegna Sáda
Opinber fjárfestingasjóður Sádi-Arabíu hefur rutt sér til rúms í íþróttaheiminum með gífurlegum fjárútlátum síðustu mánuði. Í fótboltanum er bitið til baka, á fleiri en einum vettvangi.

Segir heimskulegt að Sergio García hafi ekki verið valinn í Ryder-liðið
Spánverjinn Jon Rahm er afar ósáttur við þá ákvörðun Lukes Donald að velja landa sinn, Sergio García, ekki í Ryder-lið Evrópu og segir hann heimskulega.

Myndi frekar hætta en að spila LIV-golf
Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy hefur aldrei reynt að fela tilfinningar sínar í garð sádiarabísku LIV-mótaraðarinnar í golfi og segir að ef það væri eini staðurinn í heiminum þar sem enn væri hægt að spila golf myndi hann frekar hætta en að taka þátt.

Kylfingar fengu kjánahroll og stólpagrín gert á samfélagsmiðlum
Golfmót á sádísku LIV-mótaröðinni fór af stað með furðulegum hætti í Lundúnum í fyrradag. Fólk sem leit út fyrir að vera starfsfólk mótsins steig dans.

„Kjánalegt“ ef evrópska liðið hunsar kylfinga sem völdu LIV-mótaröðina
Graeme McDowell, fyrrverandi varafyrirliði Evrópuliðsins í Ryder-bikarnum, segir að Evrópumótaröðin, DP World Tour, muni líta kjánalega út ef þeir kylfingar sem skiptu yfir á sádiarabísku LIV-mótaröðina komi ekki til greina í liðið fyrir Ryder-bikarinn í september.

Lefty þögull sem gröfin um samrunann
Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson hefur ekkert viljað tjá sig um samrunann stóra í golfheiminum.

Yfirmaður PGA stígur tímabundið til hliðar
Jay Monahan, yfirmaður PGA-mótaraðarinnar í golfi, hefur látið daglegan rekstur mótaraðarinnar tímabundið í hendur sinna næstu undirmanna á meðan hann jafnar sig á veikindum.

Rahm segir kylfinga svikna en Koepka nýtur ringulreiðarinnar
Færustu kylfingar heims virðast kunna misvel við samruna PGA- og LIV-mótaraðarinnar í golfi. Sumir segjast ekki skilja hvað er í gangi, aðrir líkja þessu við að vera stunginn í bakið á meðan enn aðrir njóta ringulreiðarinnar í botn.

Ringlaður eftir samrunann: „Enginn veit hvað er í gangi nema fjórir í heiminum“
Kylfingurinn Matt Fitzpatrick stendur á gati eftir samruna LIV- og PGA-mótaraðanna í golfi.

Öldungadeild Bandaríkjaþings rannsakar samruna PGA og LIV
Samruni PGA- og LIV-mótaraðanna í golfi kom eins og þruma úr heiðskýru lofti fyrir sléttri viku síðan og ráku margir upp stór augu þegar fréttir af samrunanum bárust. Nú hefur öldungadeild Bandaríkjaþings blandað sér í málið og ætlar sér að rannsaka samrunann.

„Þetta eru risastórar fréttir“
„Þetta eru risastórar fréttir,“ segir Björn Berg Gunnarsson, um nýjustu vendingar í golfheiminum þar sem að fjárfestingasjóður Sádi-Arabíu er kominn saman í eina sæng með stærstu mótaröðum íþróttarinnar.

Íþróttaþvottavél Sáda á fullum snúningi
Sprengju var varpað inn í golfheiminn í vikunni þegar tilkynnt var um samstarf tveggja stærstu golfmótaraða heims við þjóðarsjóð Sádi-Arabíu sem höfðu eldað grátt silfur saman í á annað ár. Samstarfið er nýjasta útspilið í viðleitni Sáda til þess að kaupa sér áhrif og fegra ímynd sína í gegnum íþróttir.

Lítt þekktur kylfingur sagði McIlroy að fara til fjandans
Ýmislegt gekk á þegar kylfingar á PGA-mótaröðinni komu saman eftir samrunann við LIV-mótaröðina. Lítt þekktur kylfingur sagði einum fremsta kylfingi heims meðal annars að fara til fjandans.

Kalla eftir afsögn yfirmanns PGA eftir samrunann við LIV
Eftir að tilkynnt var um samruna PGA- og LIV-mótaraðanna í golfi hafa margir af fremstu kylfingum heims látið óánægju sína í ljós. Kylfingar sem héldu tryggð við PGA-mótaröðina hittust í gær og margir þeirra kölluðu eftir afsögn Jay Monahan, yfirmanns PGA.

Samruninn sé góður fyrir golfíþróttina en segist samt enn hata LIV
Rory McIlroy, efsti maður heimslistans í golfi, segir að samruni PGA- og LIV-mótaraðanna í golfi séu þegar allt kemur til alls góðar fréttir fyrir golfíþróttina. Hann segist þó enn hata LIV og vonar að sádiarabíska mótaröðin hverfi alfarið.

PGA-mótaröðin og LIV-mótaröðin sameinast
Bandaríska PGA-mótaröðin í golfi hefur samþykkt að sameinast sínum helsta keppinauti, sádiarabísku LIV-mótaröðinni. Sameining mótaraðanna þýðir að öll málaferli þeirra á milli verða felld niður.

McIlroy er helsti gagnrýnandi LIV en varð að viðurkenna eitt
Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy hefur verið í fararbroddi í gagnrýninni á nýju LIV mótaröðina í Sádí-Arabíu en hann verður samt að viðurkenni að hún hafi í raun gert góða hluti fyrir bestu kylfinga heims.

Reiði á meðal enskra úrvalsdeildarliða vegna nýrra gagna
Ensk úrvalsdeildarlið hafa brugðist ókvæða við og krefjast skýringa eftir að Yasir al-Rumayyan, stjórnarformanni Newcastle United, var lýst sem sitjandi ráðherra í ríkisstjórn Sádi-Arabíu í skjali fyrir bandarískum dómstólum. Mannréttindasamtökin Amnesty International kalla eftir endurskoðun á mati ensku úrvalsdeildar á eignarhaldi Newcastle.

Segir heimslistann í golfi úreltan
Ástralski kylfingurinn Cameron Smith, sem vann Opna breska mótið í fyrra, segir að heimslistinn í golfi sé sífellt að verða úreltari.

LIV stefnir á að sækja fleiri kylfinga og semja um sjónvarpsrétt fyrir næsta ár
Sádi Arabíska golfmótaröðin LIV kom eins og stormsveipur inn í íþróttaheiminn þegar margir af bestu kylfingum heims skiptu PGA út fyrir gylliboð LIV. Forsvarsmenn mótaraðarinnar hafa nú staðfest að stefnt sé að sækja fleiri stór nöfn fyrir næstu leiktíð sem og að semja um sjónvarpsrétt mótaraðarinnar fyrir næsta ár.

Fyrsti meistari LIV mótaraðarinnar vann sér inn 2,6 milljarða króna
Dustin Johnson er fyrsti meistari LIV mótaraðarinnar í golfi og það er óhætt að segja að það hafi borgað sig fyrir hann að „svíkja lit“ og semja við Sádana.

LIV-kylfingar fá engin stig á heimslistanum á næstu mótum
Þeir kylfingar sem yfirgáfu PGA-mótaröðina og Evrópumótaröðina í golfi munu ekki fá nein stig á heimslistann á næstu tveimur mótum sádí-arabísku mótaraðarinnar.