Íslandsbanki

Fréttamynd

Beint tap ríkisins af lægra virði banka vegna sér­tækra skatta yfir 60 milljarðar

Samkeppnishæfni íslenska fjármálakerfisins er léleg, meðal annars út af miklum opinberum álögum, og bankaskattar valda því að virði eignarhluta ríkisins í bönkum er um 64 milljörðum lægra en ella til viðbótar við óbein áhrif í formi minni hagvaxtar og fjárfestingar, að sögn bankagreinanda. Hann telur að vaxtamunur banka sé „stórlega ofmetinn og rangtúlkaður“ í almennri umræðu og kemst að þeirri niðurstöðu að Arion sé talsvert undirverðlagður á markaði.

Innherji
Fréttamynd

Sam­runi TM og Lands­bankans mun „klár­lega hafa á­hrif“ á tekju­vöxt VÍS

Núna þegar samruni Landsbankans, stærsti banki landsins, og TM er að ganga í gegn þá er ljóst að þær breytingar á markaðinum munu „klárlega“ hafa áhrif fyrir tekjuvöxtinn í tryggingastarfsemi Skaga, að sögn forstjórans, en dótturfélaginu VÍS tókst að stækka markaðshlutdeild sína á liðnu ári samhliða miklum iðgjaldavexti. Hann telur jafnframt nánast fullvíst að Skaga verði alltaf „boðin þátttaka í samtali“ sem miðar að „stórum eða smáum hreyfingum“ í átt að frekari hagræðingu og samþjöpun á íslenskum fjármálamarkaði.

Innherji
Fréttamynd

Arð­greiðslur frá stórum ríkis­félögum um tíu milljörðum yfir á­ætlun fjár­laga

Hlutdeild ríkissjóðs í boðuðum arðgreiðslum stærstu ríkisfyrirtækjanna, einkum Landsbankans og Landsvirkjunar, verður nærri tíu milljörðum króna meiri á þessu ári heldur en hafði verið áætlað í fjárlögum sem voru samþykkt í nóvember í fyrra. Arðgreiðslurnar minnka hins vegar lítillega að umfangi á milli ára en þar munar mestu um minni hagnað hjá Landsvirkjun eftir að hafa skilað metafkomu á árinu 2023.

Innherji
Fréttamynd

Góður fyrsti aldar­fjórðungur

Afkoma fyrirtækja er gjarnan mæld í ársfjórðungum. Sumun þykir það heldur títt og að betra væri að horfa til lengri tíma í rekstri. Í efnahagslegu tilliti er ársfjórðungur stuttur tími og því gaman að horfa til þess að nú þegar er liðinn aldarfjórðungur af 21. öldinni. Hvað hefur helst gerst í efnahagslegu tilliti hér á Íslandi á þeim tíma?

Skoðun
Fréttamynd

Banka­bréfin hækka vegna á­huga á risa­sam­runa með veru­lega sam­legð

Umtalsverð utanþingsviðskipti voru með hlutabréf allra fjármálafyrirtækja í Kauphöllinni og hækkaði gengi þeirra við opnun markaða í morgun eftir að Arion banki kunngjörði áhuga sinn fyrir helgi að sameinast Íslandsbanka. Þótt óvíst sé hvort þau viðskipti verði að veruleika vegna samkeppnislegra hindrana þá er ljóst að árleg heildarsamlegð af sameiningu bankanna, einkum með mun minni rekstrarkostnaði og bættum fjármögnunarkjörum, yrði að lágmarki vel á annan tug milljarð.

Innherji
Fréttamynd

Bankarnir áður svikið neyt­endur

Formaður fjárlaganefndar Alþingis er ekki spenntur fyrir mögulegri sameiningu Arion og Íslandsbanka. Bankarnir hafi sýnt það í gegnum tíðina að neytendur séu ekki í forgangi hjá þeim, og efast hann um að það sé að breytast.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjöl­margar hindranir yrðu á vegi mögu­legs risa­sam­runa á banka­markaði

Mögulegur samruni Íslandsbanka og Arion, sem myndi búa til stærsta banka landsins og skapa mikla samlegð með aukinni stærðarhagkvæmni, yrði í senn flókinn og erfiður út frá samkeppnislegum sjónarmiðum, meðal annars þegar kæmi að stöðu sameinaðs banka á sviði innlánastarfsemi, eignastýringarmarkaðar og útlánum til fyrirtækja. Það var mat Bankasýslunnar árið 2020, sem þá hélt utan um eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka, að af samruna þessara banka gæti ekki orðið nema með sérstökum lögum en á það hefur verið bent að eigi að tryggja virka samkeppni á millibankamarkaði, til dæmis viðskipti með gjaldeyri, þurfi að vera að „lágmarki þrjár burðugar“ innlánstofnanir.

Innherji
Fréttamynd

Banka­stjórarnir fengu 260 milljónir króna

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka sem vill sameinast Íslandsbanka, fékk rúmlega 68 milljónir króna í laun á síðasta ári. Þá fékk hann sex milljónir til viðbótar vegna góðs árangurs. Það gerði hann að launahæsta íslenska bankastjóra síðasta árs þó ekki muni miklu á bankstjórum stóru bankanna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Neyt­endur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka

Bankastjóri Arion banka segir að samruni hans og Íslandsbanka fæli í sér umtalsverðan sparnað og heitir því að fimm milljarðar að lágmarki af árlegum sparnaði við samrunann skili sér til neytenda. Íslenskir neytendur tapi á því að hér séu reknir þrír kerfislega mikilvægir bankar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Betra og skil­virkara fjár­mála­kerfi

Síðastliðinn föstudag lýsti stjórn Arion banka yfir áhuga á að hefja viðræður við stjórn Íslandsbanka um samruna bankanna. Ég átta mig á því að þetta skref kann að hafa komið mörgum á óvart en við tókum það vegna þeirrar sannfæringar að samruni Arion banka og Íslandsbanka gæti orðið til þess að styrkja fjármálakerfið í heild sinni og skila bæði neytendum og hluthöfum bankanna ávinningi.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­runinn geti skilað auknum sparnaði til neyt­enda

Í gær sendi stjórn Arion banka bréf til Kauphallar þar sem þeir lýstu yfir áhuga á samruna við Íslandsbanka. Bankastjóri Arion banka segir samrunann geta skilað auknum sparnaði til neytenda. Bankastjóri Íslandsbanka segir tímasetningu tilkynningarinnar komið á óvart.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bankarnir byrji í brekku

Sérfræðingur í samkeppnisrétti segir mögulegan samruna Arion banka og Íslandsbanka byrja í brekku hjá Samkeppniseftirlitinu fari hann þangað inn á borð. Hann vill ekki útiloka að samruninn gangi í gegn á endanum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Fyrstu við­brögðin voru þetta er ekki hægt“

Stjórn Arion banka lýsti yfir áhuga á að hefja viðræður við stjórn Íslandsbanka um samruna bankanna fyrr í dag. Hagfræðingur telur það ólíklegt að Samkeppniseftirlitið heimili samrunann þar sem fordæmi séu fyrir því að eftirlitið heimili ekki bankasamruna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Al­menningur fær for­gang og lægsta verðið

Fjármálaráðuneytið hefur kynnt fyrirkomulag sölu á eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka, sem fyrirhuguð er á næstu misserum. Í því felst að einstaklingar fá lægsta verðið í sölunni, allt að fimm prósenta afslátt frá markaðsvirði, og forgang við úthlutun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra

Hagnaður stóru viðskiptabankanna þriggja, Landsbankans, Íslandsbanka og Arion banka, nam 87,8 milljörðum króna á síðasta ári. Mestur var hagnaður Landsbankans. Ráðgert er að þar af verði tæpur helmingur greiddur í arð til hluthafa. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ís­lands­banki til­kynnir vaxtabreytingu

Íslandsbanki hefur ákveðið að breyta vöxtum inn- og útlána og taka mið af stýrivaxtalækkun Seðlabankans sem var kynnt í morgun og hljóðaði upp á 0,5 prósentustig. Breytingin mun taka gildi þann 12. febrúar næstkomandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Olíu­sjóðurinn ekki átt meira undir á Ís­landi síðan 2007 eftir kaup á ríkis­bréfum

Olíusjóður Noregs, stærsti fjárfestingarsjóður í ríkiseigu á heimsvísu, hélt áfram að stækka verðbréfastöðu sína á Íslandi í fyrra þegar hann bætti talsvert við sig í ríkisskuldabréfum. Olíusjóðurinn átti eignir í skuldabréfum á íslensk fyrirtæki og ríkissjóð fyrir samtals um jafnvirði 40 milljarða í lok ársins og hefur umfang hans ekki verið meira í nærri tvo áratugi.

Innherji