Kvika banki Innáskipting hjá Kviku Sigurgeir Guðlaugsson, sem hefur verið varamaður í stjórn Kviku banka tekur sæti Guðmundar Arnar Þórðarsonar og kemur nýr inn í stjórn bankans. Guðmundur Örn tók á dögunum við starfi framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar hjá Kviku. Viðskipti innlent 29.8.2024 13:05 Ættu ekki að vænta kröfulækkunar á löngum ríkisbréfum þegar vextir lækka Ef marka má þróunina hjá nýmarkaðsríkjum sem hófu vaxtalækkunarferli á síðasta ári þá er ósennilegt að skuldabréfafjárfestar njóti góðs af því að færa sig yfir í lengri ríkisbréf þegar fyrstu vaxtalækkanirnar koma til framkvæmda, að sögn aðalhagfræðings Kviku banka, enda sé þá mestöll kröfulækkun bréfanna komin fram. Vaxtarófið á íslenskum ríkisskuldabréfamarkaði hefur verið niðurhallandi um nokkurt skeið, og því lítið upp úr því að hafa fyrir fjárfesta að lengja í skuldabréfasöfnum, en væntingar eru um að peningastefndin lækki vexti síðar á árinu. Innherji 7.8.2024 07:30 Verðbólgan ekki að „taka aftur á skeið“ en leiðin að markmiði verður löng Skörp hækkun verðbólgunnar í júlí, langt umfram spár greinenda, þýðir að möguleg vaxtalækkun peningastefnunefndar Seðlabankans í næsta mánuði er núna „endanlega út af borðinu,“ að mati aðalhagfræðings Kviku banka, og biðin eftir vaxtalækkunarferlinu gæti jafnvel lengst fram yfir áramót. Það er áhyggjuefni hve yfirskotið er á breiðum grunni og er til marks um að „síðasta mílan“ geti orðið nefndinni óþægur ljár í þúfu. Innherji 24.7.2024 20:52 Komust ekki inn á netbanka vegna bilunar Tímabundin bilun í tölvukerfum hjá Reiknistofu bankanna orsakaði truflanir á virkni Aur-appsins og bankaþjónustu Auðar. Báðar fjármálaþjónusturnar eru reknar af Kviku og áttu viðskiptavinir Auðar um tíma erfitt með að komast inn í netbanka. Viðskipti innlent 19.7.2024 22:22 Gera margvíslegar athugasemdir við starfshætti Kviku Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Kvika banki hafi brotið gegn ákvæðum laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Margvíslegar athugasemdir eru gerðar við starfshætti í tengslum við áhættumat bankans, áreiðanleikakannanir og rekjanleika í upplýsingakerfum. Viðskipti innlent 3.7.2024 18:11 Íslandsbanki lokaði skortstöðu sinni á Kviku Íslandsbanki hefur lokað skortstöðu í Kviku sem hann tók síðastliðna viku, samkvæmt upplýsingum Innherja. Athygli vekur að Íslandsbanki er með viðskiptavakt á hlutabréf Kviku og lánar að auki fjárfestum meðal annars til að kaup hlutabréf. Frá áramótum hefur gengi Kviku lækkað um ellefu prósent. Það er nokkru lægra en gengi Íslandsbanka sem hefur lækkað um 16 prósent, rétt eins og gengi Arion banka. Innherji 10.6.2024 14:21 Kvika stendur vel að vígi samanborið við hina bankana þegar kreppir að Kvika mun standa vel að vígi eftir sölu á TM samanborið við viðskiptabankana þegar kreppir að í efnahagslífinu og peningamagn í umferð dregst frekar saman. Þótt útlit sé fyrir að róðurinn í efnahagsmálum muni þyngjast í vetur þá hefur spá um hreinar vaxtatekjur Kviku verið endurskoðaðar til örlítillar hækkunar, segir í hlutabréfagreiningu. Innherji 7.6.2024 11:58 Forstjóri: Kvika kemst vonandi nálægt því að ná markmiði um arðsemi í ár Kvika banki kemst vonandi nálægt því að ná markmiði sínu um arðsemi á árinu. „Við erum ánægð með góðan viðsnúning í bankarekstri,“ sagði Ármann Þorvaldsson bankastjóri. Stefnt er á að hleypa af stokkunum 3,5 til fimm milljarða króna framtakssjóði sem fjárfestir í Bretlandi. Innherji 3.5.2024 15:52 Hagnaður stóru sjóðastýringarfélaganna minnkaði eftir erfitt ár á mörkuðum Samanlagður hagnaður fjögurra stærstu sjóðastýringarfélaga landsins minnkaði um þrettán prósent á síðasta ári sem einkenndist af krefjandi aðstæðum á flestum eignamörkuðum fyrir fjárfesta. Afkoma Kviku eignastýringar, sem er í eigu samnefnds banka, dróst mest saman, eða um liðlega helming á milli ára. Innherji 30.4.2024 11:27 Gætu orðið tafir á að „Kvika fái peningana sína“ vegna sölu á TM Yfirgnæfandi líkur eru á að sala Kviku á TM til Landsbankans gangi eftir en hins vegar gætu orðið tafir á sölunni og þar með að „Kvika fái peningana sína,“ að mati hlutabréfagreinenda. Hann reiknar með að Kvika hafi þurft að binda nokkrum milljörðum meira af eigin fé við að eiga tryggingafélagið og geta bankans til útlánavaxtar aukist því við söluna. Innherji 27.3.2024 12:51 Lýsti yfir andstöðu við kaup á TM á fundi með stjórnendum Landsbankans Á fundi með lykilstjórnendum Landsbankans örfáum vikum áður en bankinn gerði skuldbindandi tilboð í allt hlutafé TM hafði fjármála- og efnahagsráðherra komið á framfæri andstöðu sinni við að bankinn myndi ráðast í slík kaup. Ráðherra, sem hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki beint tilmælum til Bankasýslunnar áður en kaupin færu fram, hefur sagt það óviðunandi að bankaráð Landsbankans hafi ekki upplýst stofnunina með formlegum hætti um áform bankans. Innherji 22.3.2024 10:59 Tilboð Íslandsbanka í TM var með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Tilboð Íslandsbanka, sem er að minnihluta í eigu ríkissjóðs, í allt hlutafé TM var meðal annars háð því skilyrði að kaupin yrðu í kjölfarið samþykkt af hluthöfum bankans. Því var hins vegar ekki fyrir að fara hjá Landsbankanum þegar fallist var á skuldbindandi tilboð hans upp á samtals nálægt 30 milljarða króna í tryggingafélagið. Innherji 20.3.2024 17:00 Bauð talsvert betur en Íslandsbanki í baráttunni um að kaupa TM Fjórum mánuðum eftir að Kvika hafði hrundið af stað formlegu söluferli á TM var það ríkisfyrirtækið Landsbankinn, stærsti banki landsins á alla helstu mælikvarða, sem skilaði inn álitlegasta tilboðinu í allt hlutafé tryggingafélagsins – og ætlar sér núna að blása til sóknar þvert á vilja eigandans. Bankinn naut ráðgjafar fyrrverandi forstjóra annars tryggingafélags til margra ára við kaupin og er sagður hafa augljóslega langað mest allra tilboðsgjafa að komast yfir TM. Innherji 19.3.2024 15:03 Ráðin innri endurskoðandi Kviku Hugrún Sif Harðardóttir hefur verið ráðin innri endurskoðandi Kviku banka hf. af stjórn bankans og hefur nú þegar hafið störf. Viðskipti innlent 19.3.2024 13:47 Ríkisvæðing og ríkisstjórnarmenning Að færa fé til hluthafa Kviku til þess eins að ríkið eignist tryggingarfélag er eitthvað sem maður sá ekki fyrir. Þótt ekkert komi lengur á óvart þegar þessi ríkisstjórn er annars vegar. Skoðun 19.3.2024 13:00 Ekki í stjórnarsáttmála að ríkisvæða tryggingafélög Fjármálaráðherra segir það ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar að selja hlut í Landsbankanum fyrr en sölu á Íslandsbanka verði lokið. Það samræmdist heldur ekki eigendastefnu stjórnvalda að Landsbankinn haslaði sér völl í tryggingastarfsemi. Viðskipti innlent 19.3.2024 12:36 Sýn fær fjármálastjóra frá Kviku Eðvald Gíslason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Sýn hf. Eðvald tekur við starfinu af Kristínu Friðgeirsdóttur sem lét af störfum fyrr í mánuðinum. Þetta kemur fram í tilkynningu Sýnar til Kauphallar. Viðskipti innlent 19.3.2024 09:48 Bankasýslan kom af fjöllum þegar tilkynnt var um kaupin Forstjóri Bankasýslu ríkisins segir að stofnuninni hafi verið alls ókunnugt um kaup Landsbankans á öllu hlutafé í TM tryggingum. Landsbankinn haldi því fram að upplýst hafi verið um áhuga bankans á kaupunum í óformlegu símtali til stjórnarformanns Bankasýslunnar. Innlent 18.3.2024 22:28 Lýsir yfir vonbrigðum og krefst frestunar aðalfundar Bankasýsla ríkisins hefur lýst yfir vonbrigðum með ákvarðanatöku og upplýsingagjöf bankaráðs Landsbankans um kaup bankans á TM. Bankasýslan krefst þess að aðalfundi Landsbankans verði frestað um fjórar vikur vegna fyrirséðra áhrifa kaupanna á dagskrá, umræður og niðurstöður fundarins. Innlent 18.3.2024 21:57 Telur að Kvika greiði út um fimmtán milljarða við söluna á TM Söluverð Kviku á TM var í samræmi við væntingar hlutabréfagreinenda sem telur að Kvika verði „sterkari“ eftir söluna en segir slæmt að fjárþurfa ríkissjóður sé með þessum kaupum Landsbankans að „dæla peningum inn í hagkerfið með vinstri hendinni.“ Sjóðstjóri reiknar með að Kvika muni greiða út um fimmtán milljarða samhliða sölunni í formi arðgreiðslna eða endurkaupum á eigin bréfum og hluthafar fái því ríflegan hluta söluverðsins til sín. Innherji 18.3.2024 15:58 Kvika tók kipp Gengi hlutabréfa Kviku banka hækkaði um tæplega fjögur prósent í fyrstu viðskiptum eftir að opnað var fyrir viðskipti í Kauphöllinni klukkan 9:30 í morgun. Viðskipti innlent 18.3.2024 09:55 „Þessi viðskipti verða ekki að veruleika með mínu samþykki“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra lýsir óánægju sinni með fyrirhuguð kaup Landsbankans á tryggingafélaginu TM. Hún segir að ríkisfyrirtæki eigi ekki að kaupa tryggingafélög og að viðskiptin verði ekki samþykkt af henni, nema söluferli Landsbankans hefjist samhliða. Viðskipti innlent 17.3.2024 22:10 Samþykkja tilboð Landsbankans í TM Kviku banka hafa borist skuldbindandi tilboð um kaup á hlutafé TM trygginga hf. en bankinn hefur verið með TM í söluferli í samræmi við tilkynningu þann 17. nóvember 2023 og síðari tilkynningar þess efnis. Viðskipti innlent 17.3.2024 17:48 Árslaun stjórnarformanna bankanna hlupu á tugum milljóna Stjórnarformenn Íslandsbanka, Kviku banka, Arion banka og Landsbanka voru með á bilinu 1,1 til 2,2 milljónir króna í mánaðarlaun fyrir að gegna starfi stjórnarformanns. Öll sinna þau öðrum störfum samhliða formannssetunni Viðskipti innlent 7.3.2024 08:22 Fjárfestar virðast enn hafa „litla trú“ á viðsnúningi í rekstri Kviku Á síðustu fjórðungum hefur „fátt ef eitthvað“ fallið með rekstrinum hjá Kviku og miðað við markaðsvirði bankans, sem er með TM í söluferli, eru væntingar fjárfesta til framhaldsins „mjög hófstilltar,“ að sögn forstjóra Stoða sem telur að undirliggjandi hagnaður eigi að geta tvöfaldast. Fjárfestingafélagið, sem er ráðandi hluthafi í First Water, segir eldið hafa gengið „vonum framar“ í fyrsta fasa og útlit sé fyrir að heildarframleiðsla landeldisfyrirtækisins verði töluvert meiri en áður var talið. Innherji 28.2.2024 14:04 Stór bankafjárfestir segir óhóflegar eiginfjárkröfur kosta samfélagið tugi milljarða Langsamlega stærsti einkafjárfestirinn í Kviku og Arion gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vilja ekki „taka á rót vandans“ í íslensku bankakerfi sem hann segir vera „óhóflegar“ eiginfjárkröfur og kosti heimili og atvinnulífið árlega tugi milljarða vegna meiri vaxtamunar en ella. Forstjóri Stoða hefði viljað sjá vaxtalækkunarferlið hefjast strax á síðasta fundi og brýnir Seðlabankann sem hann telur að sé „oft sinn versti óvinur“ í að ná niður verðbólguvæntingum með svartsýnum spám sínum um verðbólguhorfur. Innherji 26.2.2024 17:58 Ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Kviku banka Halldór Þór Snæland hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Kviku og tekur sæti í framkvæmdastjórn bankans. Viðskiptabankasviðið þjónustar viðskiptavini með almennri bankaþjónustu, fjölbreyttum fjártæknilausnum og í gegnum sérhæfð vörumerki og dótturfélög. Á meðal vörumerkja sem heyra undir viðskiptabankasviðið eru Auður, Aur, Lykill, Netgíró og Straumur. Viðskipti innlent 26.2.2024 15:26 Fjárfestarnir sem veðjuðu á Alvotech – og eygja von um að hagnast ævintýralega Þegar ljóst varð fyrir mánuði að samþykki fyrir markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrir stærstu lyf Alvotech væri nánast í höfn áttu íslenskir lífeyrissjóðir samanlagt vel undir þriggja prósenta hlut í þessu langsamlega verðmætasta fyrirtæki í Kauphöllinni – og höfðu þá engir nýir sjóðir bæst í hluthafahópinn frá því að FDA setti félaginu stólinn fyrir dyrnar tíu mánuðum áður. Risastór veðmál sumra sjóðastýringarfélaga á Alvotech, með því að halda stöðu sinni við krefjandi markaðsaðstæður og jafnvel bæta við hana, hefur skilað sjóðum þeirra nærri hundrað prósenta ávöxtun síðustu mánuði á meðan önnur mátu áhættuna of mikla og losuðu um hlut sinn, eins og greining Innherja á umfangi innlendra fagfjárfesta sem eiga bréf í Alvotech skráð hér heima leiðir í ljós. Innherji 21.2.2024 17:34 Á von á meiri erlendri fjárfestingu í ríkisbréf ef vaxtamunurinn „þrengist ekki“ Þrátt fyrir tugmilljarða innflæði fjármagns í íslensk ríkisskuldabréf síðustu mánuði þá hefði mátt reikna með að það yrði enn meira frá því að vaxtahækkunarferli Seðlabankans hófst, að sögn aðalhagfræðings Kviku banka, en fá dæmi eru um vestræn ríki þar sem skuldabréfafjárfestar geta komist í jafn háa vexti. Ef vaxtamunur Íslands við útlönd minnkar ekki að ráði er líklegt að fjárfesting erlendra sjóða í ríkisbréfum hér á landi, sem er umtalsvert minni borið saman við önnur þróuð hagkerfi, muni halda áfram að aukast. Innherji 20.2.2024 16:13 Um hagnað bankanna Í hönd fer senn uppgjörstímabil skráðra félaga. Jafnan verður það tilefni til umræðu um afkomu banka líkt og annarra fyrirtækja. Skoðun 31.1.2024 15:01 « ‹ 1 2 3 4 … 4 ›
Innáskipting hjá Kviku Sigurgeir Guðlaugsson, sem hefur verið varamaður í stjórn Kviku banka tekur sæti Guðmundar Arnar Þórðarsonar og kemur nýr inn í stjórn bankans. Guðmundur Örn tók á dögunum við starfi framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar hjá Kviku. Viðskipti innlent 29.8.2024 13:05
Ættu ekki að vænta kröfulækkunar á löngum ríkisbréfum þegar vextir lækka Ef marka má þróunina hjá nýmarkaðsríkjum sem hófu vaxtalækkunarferli á síðasta ári þá er ósennilegt að skuldabréfafjárfestar njóti góðs af því að færa sig yfir í lengri ríkisbréf þegar fyrstu vaxtalækkanirnar koma til framkvæmda, að sögn aðalhagfræðings Kviku banka, enda sé þá mestöll kröfulækkun bréfanna komin fram. Vaxtarófið á íslenskum ríkisskuldabréfamarkaði hefur verið niðurhallandi um nokkurt skeið, og því lítið upp úr því að hafa fyrir fjárfesta að lengja í skuldabréfasöfnum, en væntingar eru um að peningastefndin lækki vexti síðar á árinu. Innherji 7.8.2024 07:30
Verðbólgan ekki að „taka aftur á skeið“ en leiðin að markmiði verður löng Skörp hækkun verðbólgunnar í júlí, langt umfram spár greinenda, þýðir að möguleg vaxtalækkun peningastefnunefndar Seðlabankans í næsta mánuði er núna „endanlega út af borðinu,“ að mati aðalhagfræðings Kviku banka, og biðin eftir vaxtalækkunarferlinu gæti jafnvel lengst fram yfir áramót. Það er áhyggjuefni hve yfirskotið er á breiðum grunni og er til marks um að „síðasta mílan“ geti orðið nefndinni óþægur ljár í þúfu. Innherji 24.7.2024 20:52
Komust ekki inn á netbanka vegna bilunar Tímabundin bilun í tölvukerfum hjá Reiknistofu bankanna orsakaði truflanir á virkni Aur-appsins og bankaþjónustu Auðar. Báðar fjármálaþjónusturnar eru reknar af Kviku og áttu viðskiptavinir Auðar um tíma erfitt með að komast inn í netbanka. Viðskipti innlent 19.7.2024 22:22
Gera margvíslegar athugasemdir við starfshætti Kviku Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Kvika banki hafi brotið gegn ákvæðum laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Margvíslegar athugasemdir eru gerðar við starfshætti í tengslum við áhættumat bankans, áreiðanleikakannanir og rekjanleika í upplýsingakerfum. Viðskipti innlent 3.7.2024 18:11
Íslandsbanki lokaði skortstöðu sinni á Kviku Íslandsbanki hefur lokað skortstöðu í Kviku sem hann tók síðastliðna viku, samkvæmt upplýsingum Innherja. Athygli vekur að Íslandsbanki er með viðskiptavakt á hlutabréf Kviku og lánar að auki fjárfestum meðal annars til að kaup hlutabréf. Frá áramótum hefur gengi Kviku lækkað um ellefu prósent. Það er nokkru lægra en gengi Íslandsbanka sem hefur lækkað um 16 prósent, rétt eins og gengi Arion banka. Innherji 10.6.2024 14:21
Kvika stendur vel að vígi samanborið við hina bankana þegar kreppir að Kvika mun standa vel að vígi eftir sölu á TM samanborið við viðskiptabankana þegar kreppir að í efnahagslífinu og peningamagn í umferð dregst frekar saman. Þótt útlit sé fyrir að róðurinn í efnahagsmálum muni þyngjast í vetur þá hefur spá um hreinar vaxtatekjur Kviku verið endurskoðaðar til örlítillar hækkunar, segir í hlutabréfagreiningu. Innherji 7.6.2024 11:58
Forstjóri: Kvika kemst vonandi nálægt því að ná markmiði um arðsemi í ár Kvika banki kemst vonandi nálægt því að ná markmiði sínu um arðsemi á árinu. „Við erum ánægð með góðan viðsnúning í bankarekstri,“ sagði Ármann Þorvaldsson bankastjóri. Stefnt er á að hleypa af stokkunum 3,5 til fimm milljarða króna framtakssjóði sem fjárfestir í Bretlandi. Innherji 3.5.2024 15:52
Hagnaður stóru sjóðastýringarfélaganna minnkaði eftir erfitt ár á mörkuðum Samanlagður hagnaður fjögurra stærstu sjóðastýringarfélaga landsins minnkaði um þrettán prósent á síðasta ári sem einkenndist af krefjandi aðstæðum á flestum eignamörkuðum fyrir fjárfesta. Afkoma Kviku eignastýringar, sem er í eigu samnefnds banka, dróst mest saman, eða um liðlega helming á milli ára. Innherji 30.4.2024 11:27
Gætu orðið tafir á að „Kvika fái peningana sína“ vegna sölu á TM Yfirgnæfandi líkur eru á að sala Kviku á TM til Landsbankans gangi eftir en hins vegar gætu orðið tafir á sölunni og þar með að „Kvika fái peningana sína,“ að mati hlutabréfagreinenda. Hann reiknar með að Kvika hafi þurft að binda nokkrum milljörðum meira af eigin fé við að eiga tryggingafélagið og geta bankans til útlánavaxtar aukist því við söluna. Innherji 27.3.2024 12:51
Lýsti yfir andstöðu við kaup á TM á fundi með stjórnendum Landsbankans Á fundi með lykilstjórnendum Landsbankans örfáum vikum áður en bankinn gerði skuldbindandi tilboð í allt hlutafé TM hafði fjármála- og efnahagsráðherra komið á framfæri andstöðu sinni við að bankinn myndi ráðast í slík kaup. Ráðherra, sem hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki beint tilmælum til Bankasýslunnar áður en kaupin færu fram, hefur sagt það óviðunandi að bankaráð Landsbankans hafi ekki upplýst stofnunina með formlegum hætti um áform bankans. Innherji 22.3.2024 10:59
Tilboð Íslandsbanka í TM var með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Tilboð Íslandsbanka, sem er að minnihluta í eigu ríkissjóðs, í allt hlutafé TM var meðal annars háð því skilyrði að kaupin yrðu í kjölfarið samþykkt af hluthöfum bankans. Því var hins vegar ekki fyrir að fara hjá Landsbankanum þegar fallist var á skuldbindandi tilboð hans upp á samtals nálægt 30 milljarða króna í tryggingafélagið. Innherji 20.3.2024 17:00
Bauð talsvert betur en Íslandsbanki í baráttunni um að kaupa TM Fjórum mánuðum eftir að Kvika hafði hrundið af stað formlegu söluferli á TM var það ríkisfyrirtækið Landsbankinn, stærsti banki landsins á alla helstu mælikvarða, sem skilaði inn álitlegasta tilboðinu í allt hlutafé tryggingafélagsins – og ætlar sér núna að blása til sóknar þvert á vilja eigandans. Bankinn naut ráðgjafar fyrrverandi forstjóra annars tryggingafélags til margra ára við kaupin og er sagður hafa augljóslega langað mest allra tilboðsgjafa að komast yfir TM. Innherji 19.3.2024 15:03
Ráðin innri endurskoðandi Kviku Hugrún Sif Harðardóttir hefur verið ráðin innri endurskoðandi Kviku banka hf. af stjórn bankans og hefur nú þegar hafið störf. Viðskipti innlent 19.3.2024 13:47
Ríkisvæðing og ríkisstjórnarmenning Að færa fé til hluthafa Kviku til þess eins að ríkið eignist tryggingarfélag er eitthvað sem maður sá ekki fyrir. Þótt ekkert komi lengur á óvart þegar þessi ríkisstjórn er annars vegar. Skoðun 19.3.2024 13:00
Ekki í stjórnarsáttmála að ríkisvæða tryggingafélög Fjármálaráðherra segir það ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar að selja hlut í Landsbankanum fyrr en sölu á Íslandsbanka verði lokið. Það samræmdist heldur ekki eigendastefnu stjórnvalda að Landsbankinn haslaði sér völl í tryggingastarfsemi. Viðskipti innlent 19.3.2024 12:36
Sýn fær fjármálastjóra frá Kviku Eðvald Gíslason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Sýn hf. Eðvald tekur við starfinu af Kristínu Friðgeirsdóttur sem lét af störfum fyrr í mánuðinum. Þetta kemur fram í tilkynningu Sýnar til Kauphallar. Viðskipti innlent 19.3.2024 09:48
Bankasýslan kom af fjöllum þegar tilkynnt var um kaupin Forstjóri Bankasýslu ríkisins segir að stofnuninni hafi verið alls ókunnugt um kaup Landsbankans á öllu hlutafé í TM tryggingum. Landsbankinn haldi því fram að upplýst hafi verið um áhuga bankans á kaupunum í óformlegu símtali til stjórnarformanns Bankasýslunnar. Innlent 18.3.2024 22:28
Lýsir yfir vonbrigðum og krefst frestunar aðalfundar Bankasýsla ríkisins hefur lýst yfir vonbrigðum með ákvarðanatöku og upplýsingagjöf bankaráðs Landsbankans um kaup bankans á TM. Bankasýslan krefst þess að aðalfundi Landsbankans verði frestað um fjórar vikur vegna fyrirséðra áhrifa kaupanna á dagskrá, umræður og niðurstöður fundarins. Innlent 18.3.2024 21:57
Telur að Kvika greiði út um fimmtán milljarða við söluna á TM Söluverð Kviku á TM var í samræmi við væntingar hlutabréfagreinenda sem telur að Kvika verði „sterkari“ eftir söluna en segir slæmt að fjárþurfa ríkissjóður sé með þessum kaupum Landsbankans að „dæla peningum inn í hagkerfið með vinstri hendinni.“ Sjóðstjóri reiknar með að Kvika muni greiða út um fimmtán milljarða samhliða sölunni í formi arðgreiðslna eða endurkaupum á eigin bréfum og hluthafar fái því ríflegan hluta söluverðsins til sín. Innherji 18.3.2024 15:58
Kvika tók kipp Gengi hlutabréfa Kviku banka hækkaði um tæplega fjögur prósent í fyrstu viðskiptum eftir að opnað var fyrir viðskipti í Kauphöllinni klukkan 9:30 í morgun. Viðskipti innlent 18.3.2024 09:55
„Þessi viðskipti verða ekki að veruleika með mínu samþykki“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra lýsir óánægju sinni með fyrirhuguð kaup Landsbankans á tryggingafélaginu TM. Hún segir að ríkisfyrirtæki eigi ekki að kaupa tryggingafélög og að viðskiptin verði ekki samþykkt af henni, nema söluferli Landsbankans hefjist samhliða. Viðskipti innlent 17.3.2024 22:10
Samþykkja tilboð Landsbankans í TM Kviku banka hafa borist skuldbindandi tilboð um kaup á hlutafé TM trygginga hf. en bankinn hefur verið með TM í söluferli í samræmi við tilkynningu þann 17. nóvember 2023 og síðari tilkynningar þess efnis. Viðskipti innlent 17.3.2024 17:48
Árslaun stjórnarformanna bankanna hlupu á tugum milljóna Stjórnarformenn Íslandsbanka, Kviku banka, Arion banka og Landsbanka voru með á bilinu 1,1 til 2,2 milljónir króna í mánaðarlaun fyrir að gegna starfi stjórnarformanns. Öll sinna þau öðrum störfum samhliða formannssetunni Viðskipti innlent 7.3.2024 08:22
Fjárfestar virðast enn hafa „litla trú“ á viðsnúningi í rekstri Kviku Á síðustu fjórðungum hefur „fátt ef eitthvað“ fallið með rekstrinum hjá Kviku og miðað við markaðsvirði bankans, sem er með TM í söluferli, eru væntingar fjárfesta til framhaldsins „mjög hófstilltar,“ að sögn forstjóra Stoða sem telur að undirliggjandi hagnaður eigi að geta tvöfaldast. Fjárfestingafélagið, sem er ráðandi hluthafi í First Water, segir eldið hafa gengið „vonum framar“ í fyrsta fasa og útlit sé fyrir að heildarframleiðsla landeldisfyrirtækisins verði töluvert meiri en áður var talið. Innherji 28.2.2024 14:04
Stór bankafjárfestir segir óhóflegar eiginfjárkröfur kosta samfélagið tugi milljarða Langsamlega stærsti einkafjárfestirinn í Kviku og Arion gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vilja ekki „taka á rót vandans“ í íslensku bankakerfi sem hann segir vera „óhóflegar“ eiginfjárkröfur og kosti heimili og atvinnulífið árlega tugi milljarða vegna meiri vaxtamunar en ella. Forstjóri Stoða hefði viljað sjá vaxtalækkunarferlið hefjast strax á síðasta fundi og brýnir Seðlabankann sem hann telur að sé „oft sinn versti óvinur“ í að ná niður verðbólguvæntingum með svartsýnum spám sínum um verðbólguhorfur. Innherji 26.2.2024 17:58
Ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Kviku banka Halldór Þór Snæland hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Kviku og tekur sæti í framkvæmdastjórn bankans. Viðskiptabankasviðið þjónustar viðskiptavini með almennri bankaþjónustu, fjölbreyttum fjártæknilausnum og í gegnum sérhæfð vörumerki og dótturfélög. Á meðal vörumerkja sem heyra undir viðskiptabankasviðið eru Auður, Aur, Lykill, Netgíró og Straumur. Viðskipti innlent 26.2.2024 15:26
Fjárfestarnir sem veðjuðu á Alvotech – og eygja von um að hagnast ævintýralega Þegar ljóst varð fyrir mánuði að samþykki fyrir markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrir stærstu lyf Alvotech væri nánast í höfn áttu íslenskir lífeyrissjóðir samanlagt vel undir þriggja prósenta hlut í þessu langsamlega verðmætasta fyrirtæki í Kauphöllinni – og höfðu þá engir nýir sjóðir bæst í hluthafahópinn frá því að FDA setti félaginu stólinn fyrir dyrnar tíu mánuðum áður. Risastór veðmál sumra sjóðastýringarfélaga á Alvotech, með því að halda stöðu sinni við krefjandi markaðsaðstæður og jafnvel bæta við hana, hefur skilað sjóðum þeirra nærri hundrað prósenta ávöxtun síðustu mánuði á meðan önnur mátu áhættuna of mikla og losuðu um hlut sinn, eins og greining Innherja á umfangi innlendra fagfjárfesta sem eiga bréf í Alvotech skráð hér heima leiðir í ljós. Innherji 21.2.2024 17:34
Á von á meiri erlendri fjárfestingu í ríkisbréf ef vaxtamunurinn „þrengist ekki“ Þrátt fyrir tugmilljarða innflæði fjármagns í íslensk ríkisskuldabréf síðustu mánuði þá hefði mátt reikna með að það yrði enn meira frá því að vaxtahækkunarferli Seðlabankans hófst, að sögn aðalhagfræðings Kviku banka, en fá dæmi eru um vestræn ríki þar sem skuldabréfafjárfestar geta komist í jafn háa vexti. Ef vaxtamunur Íslands við útlönd minnkar ekki að ráði er líklegt að fjárfesting erlendra sjóða í ríkisbréfum hér á landi, sem er umtalsvert minni borið saman við önnur þróuð hagkerfi, muni halda áfram að aukast. Innherji 20.2.2024 16:13
Um hagnað bankanna Í hönd fer senn uppgjörstímabil skráðra félaga. Jafnan verður það tilefni til umræðu um afkomu banka líkt og annarra fyrirtækja. Skoðun 31.1.2024 15:01