Askja

Fréttamynd

Stærsti skjálftinn við Öskju frá árs­byrjun 2022

Jarðskjálfti að stærð 3,0 varð klukkan 08:13 í morgun á austurbakka Öskjuvatns, 1,6 kílómetra frá Víti sem er stærsti sprengigígurinn í Öskju. Þetta er stærsti skjálftinn sem hefur mælst á svæðinu síðan í janúar 2022.

Innlent
Fréttamynd

Jarð­skjálfta­hrina í Öskju í gær

Í gær varð skjálftahrina í norðvesturhluta Öskju og mældust tæplega 30 skjálftar frá því klukkan átta um morguninn og til hádegis. Sá stærsti sem mældist var 3,5 að stærð og var á um fimm kílómetra dýpi. Þrír skjálftar mældust frá 2,0 til 2,5 að stærð, en aðrir skjálftar voru minni.

Innlent
Fréttamynd

Hægst hefur á landrisinu í Öskju

Mælingar sýna að hægst hefur á landrisinu í Öskju frá því í byrjun ágúst. Þetta er eitt af því sem var rætt á stöðufundi sérfræðinga Veðurstofu Íslands, Háskóla Íslands og Almannavörnum sem haldinn var á Veðurstofunni í dag. Á nokkrum GPS-mælum sem staðsettir eru við Öskju hefur ekkert landris mælst frá því í lok ágúst.

Innlent
Fréttamynd

Mikið þarf að gerast á undan Torfa­jökuls­gosi

Landris mælist nú í Torfajökli vegna líklegrar kvikusöfnunar og grannt er fylgst með Öskju sem talin er vera að undirbúa sig fyrir gos. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir hins vegar ekki búast við gosi í Torfajökli strax og að næsta gos í Öskju verði sennilega ekki jafn stórt og það síðasta.

Innlent
Fréttamynd

Hugsan­lega á leiðinni inn í annað gos

Vatnshiti í Víti við Öskjuvatn var í gær níu gráðum hærri en hann hefur mælst í sumar. Kvika hefur verið að safnast undir yfirborðinu og hugsanlegt er að gjósi þar bráðlega.

Innlent
Fréttamynd

„Ég myndi nú ekki baða mig í Víti núna“

Prófessor í jarðeðlisfræði segir að hann myndi ekki baða sig í Víti eins og staðan er núna. Það séu þó ekki enn komin merki um að gos sé að byrja. Haldi þetta áfram svona sé þó líklegt að það endi með gosi.

Innlent
Fréttamynd

Land heldur á­fram að rísa í Öskju

Land­ris heldur á­fram í Öskju á stöðugum hraða líkt og verið hefur síðan í lok septem­ber árið 2021. Þetta sýna nýjustu af­lögunar­mælingar Veður­stofu Ís­lands en engar vís­bendingar eru um aukna virkni um­fram það.

Innlent
Fréttamynd

Engin skýr merki um vendingar í Öskju

Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að engin skýr merki séu um vendingar í Öskju. Hægt sé að útskýra bráðnun á ísnum á Öskjuvatni með vindum.

Innlent
Fréttamynd

„Engin spurning um það að þetta endar í eld­gosi“

Stór hluti Öskjuvatns er nú íslaus en líkleg skýring er jarðhitaaukning. Dósent í jarðvísindum segir þetta gerast hraðar og fyrr en áður sem sé óvenjulegt. Eldfjallafræðingur telur ljóst að þetta endi með að Askja muni gjósa en mögulega verði um að ræða kröftugt sprengigos líkt og varð fyrir tæpum 150 árum. Mælingar sýni að mikið magn kviku sé undir fjallinu. 

Innlent
Fréttamynd

Flugu yfir íslitla Öskju

Nýjar myndir af Öskju sýna að helmingur Öskjuvatns er íslaus, sem er afar óvenjulegt miðað við árstíma. Flogið var yfir eldstöðina í dag til að meta stöðuna, myndir teknar og baujur með hitamælum settar út í.

Innlent
Fréttamynd

Hálfs metra landris í Öskju

GPS mælingar sína að land í Öskju hefur risið um hálfan metra frá því mælingar hófust í ágúst 2021. Landrisið er talið vera vegna kvikusöfnunar á litlu dýpi í eldstöðinni.

Innlent
Fréttamynd

Búist við á­fram­haldandi land­risi

Landris við Öskju mælist nú mest um 35 sentimetrar. Náttúruvársérfræðingur segir að búist sé við áframhaldandi landrisi sem geti endað með eldgosi og er óvissustig almannavarna í gildi á svæðinu. 

Innlent
Fréttamynd

Land rís enn við Öskju

Land við Öskju hefur risiðum alls þrjátíu sentímetra frá því að landris fór að mælast við vesturjaðar Öskjuvatns við Ólafsgíga í ágúst í fyrra. Það þýðir að landris hefur verið um 2,5 sentímetrar á mánuði síðan þá. 

Innlent