Reykjavíkurskákmótið

Fréttamynd

Sam­fé­lags­miðla­stjörnur og skák­goð­sagnir á Reykja­víkur­skák­mótinu

Reykjavíkurskákmótið 2024 hefst á föstudaginn í Hörpu. 414 keppendur frá 49 löndum eru skráðir til leiks, en þar af eru 93 íslenskir. Aldrei hafa fleiri keppendur verið skráðir, en loka þurfti fyrir skráningu vegna plássleysis í Hörpu, slík var aðsóknin. Gamla metið frá í fyrra var 401 keppandi. 28 keppendur eru stórmeistarar, átta þeirra íslenskir.

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Ís­land gegn á­hrifa­völdunum

Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótið, Reykjavik Open, klárast í dag og í tilefni af því verður blásið til lokaveislu í beinni útsendingu hér á Vísi og Stöð 2 Vísi. Útsláttarhraðskáksmót sem ber yfirskriftina Ísland gegn áhrifavöldunum hefst klukkan 15:30. Einnig er vakt neðst í fréttinni þar sem hægt er að fylgjast með gangi mála.

Lífið
Fréttamynd

Stærsta Reykja­víkur­skák­mót sögunnar hefst í dag

Aldrei hafa fleiri tekið þátt í Reykjavíkurskákmótinu og nú en það verður sett eftir hádegi í dag. Forseti Skáksambands Íslands segir sprengingu hafa átt sér stað í skákáhuga í heiminum og Reykjavíkurskákmótið sé með þekktustu og sterkustu skákmótum heims.

Innlent
Fréttamynd

Þrír ofurstórmeistarar á Reykjavíkurskákmótinu

Opna Reykjavíkurskákmótið verður óvenju sterkt að þessu sinni. Tveir Íslendingar geta landað lokaáfanga að stórmeistaratitli. Sterkar skákkonur fjölmenna frá öllum heimshornum auk skák­æsku Íslands að venju. Mótið er tileinkað Friðriki Ólafssyni áttræðum.

Innlent
Fréttamynd

Undrabarn varð yngsti stórmeistari heims

Kínverska skákundrið Wei Yi tryggði sér þriðja og síðasta áfanga að stórmeistaratitli eftir áttundu umferð N1 Reykjavíkurskákmótsins í Hörpu á mánudagskvöld. Wei Yi, sem er aðeins 13 ára gamall, er því yngsti stórmeistari heims í dag. Wei Yi varð jafnframt fjórði yngsti stórmeistari allra tíma, þegar næststigahæsti keppandi mótsins, stórmeistarinn Maxime Vachier-Lagrave frá Frakklandi, gaf skák sína eftir mikla baráttu við undrabarnið.

Innlent
Fréttamynd

Frábær skáktilþrif í Hörpu

Frábær tilþrif sáust í 6. umferð N1 Reykjavíkurskákmótsins í Hörpu í gær. Mikil spenna er á toppnum og ljóst að lokaumferðirnar verða æsispennandi. Pavel Eljanov frá Úkraínu er einn efstur, en margir eiga möguleika á sigri á mótinu.

Innlent
Fréttamynd

Friðrik stendur sig vel á Reykjavíkurskákmótinu

Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslendinga í skák, kom á óvart í þriðju umferð Reykjavíkurskákmótsins í Hörpu í gær, þegar hann gerði jafntefli við David Navara, ofurstórmeistara frá Tékklandi.

Innlent
Fréttamynd

Þeir efnilegustu í heimi tefla

N1-Reykjavíkurskákmótið 2013 hófst í Hörpu síðdegis í gær og er haldið í 28. skipti. Mótið er hið fjölmennasta frá upphafi. Keppendur eru 228, þar af 150 erlendir gestir frá 38 þjóðum.

Innlent
Fréttamynd

Reykjavíkurskákmótið í Hörpu

Skáksamband Íslands og Harpa hafa gert með sér samkomulag um að Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótið verði haldið í Hörpunni næstu þrjú ár. Ríflega 20 stórmeistarar eru þegar skráðir til leiks á Reykjavíkurmótinu 2012, en þekktastur þeirra er tékkneski stórmeistarinn David Navara, en hann hefur 2.712 alþjóðleg skákstig. Þátttaka er öllum opin.

Innlent